Peningamál - 01.11.2006, Qupperneq 74

Peningamál - 01.11.2006, Qupperneq 74
HRÆRINGAR INNAN PENINGAHAGFRÆÐINNAR OG STARFSEMI SEÐLABANKA P E N I N G A M Á L 2 0 0 6 • 3 74 var að. Almenningur átti sig á þessum hvötum, trúi að peningayfi rvöld falli fyrir freistingunni og búist því við meiri verðbólgu en stefnt er að. Aðgerðir seðlabanka til að draga úr atvinnuleysi leiði því einungis til aukinnar verðbólgu án nokkurs ábata í formi lækkunar atvinnuleysis eða aukins hagvaxtar. Þetta er svokallaður tímaósamkvæmnisvandi (e. time inconsistency problem) peningayfi rvalda.3 Meðal aðferða, sem hafa verið ræddar í þessum greinaskrifum, til að leysa þennan trúverð- ugleikavanda er að ráða „íhaldssaman“ (e. conservative) seðlabanka- stjóra, beita hvatasamningum eða markmiðsreglum (e. target rules) (sjá yfi rlitsgrein Perssons og Tabellinis, 1990). Nýkeynesíska nálgunin hefur skapað sameiginlegan grundvöll fyrir þjóð- og peningahagfræði. Fyrir tuttugu árum tókust á heildar- jafnvægisnálgunin, sem var ríkjandi innan þjóðhagfræðinnar, og minni líkön (t.d. AS-AD) án vel skilgreinds hagfræðilegs grunns, sem voru algengust innan peningahagfræðinnar.4 Nú ganga báðar greinar hag- fræðinnar út frá nýkeynesísku nálguninni. Þetta hefur stuðlað að betur skilgreindum líkönum fyrir miðlunarferli peningastefnunnar við skilyrði ófullkominnar samkeppni og tregbreytanlegs verðs. Framfarir í peningahagfræði einskorðast hins vegar ekki við sam- eiginlegan grundvöll nýkeynesísku hagfræðinnar. Á undanförnum árum hafa orðið nokkrar mikilsverðar framfarir innan peningahagfræð- innar sem hafa haft áhrif á stefnumótun seðlabanka í peningamálum. Meðal þeirra eru mat og þróun á peningastefnureglum (Taylor, 1993) og útleiðsla svokallaðs Taylor-lögmáls, sem kveður á um meiri breyt- ingu stýrivaxta en verðbólgu til að tryggja verðlagsstöðugleika. Lög- málið beinir kastljósinu að mikilvægi raunstýrivaxta og hversu brýnt sé að raunstýrivextir hækki til að draga úr verðbólgu og öfugt. Áhersla nýkeynesískrar hagfræði á væntingar og framsýna hegð- un á markaði hefur sömuleiðis mikil áhrif á framkvæmd peningastefnu, líkt og Walsh (2006) bendir á. Ef verðbólguvæntingar markaðsaðila eru megindrifkraftur verðbólgu skiptir sköpum að peningastefnan sé kerfi sbundin, trúverðug og gagnsæ til að hafa sem mest áhrif á þessar væntingar. Þessi væntingafarvegur í miðlunarferli peningastefnunnar gefur peningayfi rvöldum í raun færi á nýju stjórntæki, þ.e. þeim mögu- leika að draga úr eða auka verðbólgu með því að hafa áhrif á vænting- ar. Þetta hefur leitt af sér víðtæka umræðu um kosti og galla peninga- stefnu með og án skuldbindingar (e. commitment vs. discretion) sem er ólík þeirri umræðu sem áður var vísað til og var allsráðandi á níunda og tíunda áratug síðustu aldar. Kjarni núverandi umræðu snýr að þeim ábata sem hlýst af því að peningayfi rvöld skuldbindi sig til að halda verðbólgu niðri jafnvel þótt enginn tímaósamkvæmnisvandi sé til stað- ar. Það geta seðlabankar gert t.d. með lögbundnu verðbólgu markmiði og gagnsæi í mótun, kynningu og framkvæmd peningastefnu. Slíkar 3. Stefna er samkvæm í tíma ef aðgerðir sem eru áætlaðar á tímabili t og eiga að taka gildi á tímabili t+i eru enn æskilegar (e. optimal) þegar tímabil t+i rennur upp. Stefna er hins vegar ósamkvæm í tíma ef aðgerðirnar eru ekki enn þá bestu aðgerðirnar þegar tímabil t+i rennur upp (einungis vegna þess að tími hefur liðið, ekki vegna nýrra upplýsinga o.s.frv.). 4. AS-AD-líkön peningahagfræðinnar byggðust oftast á Lúkasarframboðsfalli og svo hefð- bundnu IS-LM-líkani á eftirspurnarhliðinni. Lucas (1972) setti fram framboðsfall þar sem framleiðsluspenna (frávik landsframleiðslu frá framleiðslugetu) er fall af óvæntri verðbólgu. Framleiðsla víkur því einungis frá framleiðslugetu þegar verðbólga er meiri en vænst er.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Peningamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.