Peningamál - 01.11.2006, Side 79

Peningamál - 01.11.2006, Side 79
HRÆRINGAR INNAN PENINGAHAGFRÆÐINNAR OG STARFSEMI SEÐLABANKA P E N I N G A M Á L 2 0 0 6 • 3 79 Síðustu tveir áratugir tuttugustu aldarinnar voru umrótasamt en um leið afkastamikið skeið þar sem Phillipsferillinn kom aftur fram á sjónarsviðið sem heilsteyptara hagfræðisamband með traustari míkró- hagfræðilegan grunn en áður. Nýkeynesíski Phillipsferillinn er nú meg- inaðferðin við hönnun hagfræðilíkana til að skýra launa- og verðþróun og lykilsamband í nútíma hagfræðilíkönum. Hann er engu að síður enn mjög umdeildur. Einkum er deilt um hversu vel nýkeynesíski Phillipsferillinn sam- rýmist niðurstöðum rannsókna um eiginleika verðbólguþróunar og miðlun peningastefnu. Hann á t.d. erfi tt með að framkalla þá verð- bólgutregðu sem er algeng í reynd þótt hún hafi reyndar farið minnk- andi samfara lækkandi verðbólgu á undanförnum árum. Framsýni fer- ilsins gerir það einnig að verkum að aðgerðir í peningamálum hafa strax áhrif á verðbólgu í nýkeynesískum líkönum og peningayfi rvöld geta því stuðlað að verðbólguhjöðnun án tilheyrandi fórnarkostnaðar í formi lægri hagvaxtar og aukins atvinnuleysis. Þetta er á skjön við reynslu seðlabanka af eigin aðgerðum. Í meginhluta rannsóknarritgerð sinnar ræðir höfundur (sjá Þor- varður Tjörvi Ólafsson, 2006) þær leiðir sem hafa verið reyndar til að bæta úr þessum erfi ðleikum nýkeynesíska Phillipsferilsins. Vinsæl úr- lausnarleið er að gera ráð fyrir að aðeins hluti fyrirtækja verðleggi vörur og þjónustu sína á framsýnan hátt en hinn hlutinn verðleggi vörur sín- ar í takt við liðna verðbólgu. Með þessu fæst svokölluð blönduð útgáfa (e. hybrid form) af nýkeynesíska Phillipsferlinum sem stuðlar að meiri tregðu í verðbólguþróun. Harðar deilur hafa staðið um þetta bland- aða form á síðastliðnum árum. Að undanförnu hefur kastljósið beinst að því að innleiða tregbreytanlegar raunstærðir (e. real rigidities) af ýmsu tagi í nýkeynesísk líkön til að leysa þau vandamál sem blandaði Phillipsferillinn á við að etja. Athyglin hefur einkum beinst að markaðs- brestum á vinnumarkaði og fjármálamarkaði. Frumlegar tilraunir til að innleiða misræmi framboðs og eftirspurnar á vinnumarkaði (e. search and matching frictions) og fyrirtækjabundið fjármagn (e. fi rm-specifi c capital) gefa tilefni til aukinnar bjartsýni um að í náinni framtíð muni draga úr ósamræmi nýkeynesíska Phillipsferilsins og niðurstaðna rann- sókna um eiginleika verðbólguþróunar og miðlun peningastefnu (sjá t.d. Walsh, 2005, Christoffel og Linzert, 2005, Woodford, 2005b, og Christoffel o.fl ., 2006). Spurningu Krugmans (2000), um hvort þessi aðferð myndi eig- inlegan míkróhagfræðilegan grunn fyrir framboðshlið þessara líkana eða hvort sífellt sé verið að fi nna nýjar míkróhagfræðilegar afsakanir fyrir formi nýkeynesíska Phillipsferilsins, er hins vegar enn ósvarað. Peningastefna í opnu hagkerfi og nýkeynesísk hagfræði Umfjöllunin hér að framan gefur til kynna að enn séu nokkur álitamál uppi þegar kemur að undirstöðum peningastefnu í lokuðu hagkerfi , þótt meiri samhljómur sé á milli þeirra nú en áður. Meiri óvissa ríkir um aðgerðir í peningamálum í opnu hagkerfi . Innlimun opinna hagkerfi sþátta í DSGE-heildarjafnvægislíkön er eitt meginviðfangsefni rannsókna nú um stundir. Hagfræði opinna hagkerfa hefur fl eygt fram á undanförnum árum en enn er mörgum spurningum ósvarað
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Peningamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.