Peningamál - 01.11.2006, Síða 82

Peningamál - 01.11.2006, Síða 82
HRÆRINGAR INNAN PENINGAHAGFRÆÐINNAR OG STARFSEMI SEÐLABANKA P E N I N G A M Á L 2 0 0 6 • 3 82 verðmyndunar er fl óknari og innleiðing ýmiss konar tregbreytanlegra raunstærða, í anda þess sem Christoffel og Linzert (2005) og Wood- ford (2005b) hafa gert í lokuðu hagkerfi , er mun erfi ðari í opnu hag- kerfi , einkum á tímum aukinnar hnattvæðingar. Greinaskrif hinnar nýju þjóðhagfræði opinna hagkerfa hafa þó stuðlað að framförum í aðlög- un Phillipsferilsins að opnu hagkerfi , einkum með því að koma fram með betri líkön fyrir verðmyndun og samband verðbólgu og gengis. Rannsóknir Batinis, Jacksons og Nickells (2000, 2005) og Balakrishnans og López-Salidos (2002) eru góð dæmi um hagnýta notkun fræðilegs framlags hinnar nýju þjóðhagfræði opinna hagkerfa. Þau sýna að ný- keynesískur Phillipsferill fyrir opið hagkerfi getur lýst verðbólguþróun í Bretlandi. Verð innfl uttra aðfanga er sjálfstæð breyta í ferlinum í takt við framfarir fræðanna og þróun líkana fyrir verðmyndun í opnu hag- kerfi (nánari umfjöllun um aðlögun nýkeynesíska Phillipsferilsins má nálgast í fyrrgreindri rannsóknarritgerð höfundar). Verðbólguspár gegna mikilvægu hlutverki við mótun framsýnnar peningastefnu. Alkunna er að gengi gjaldmiðla getur haft áhrif á verð- bólgu með því að verka á verð innfl uttra vara og aðfanga, auk þess sem það getur haft áhrif á verðbólguvæntingar. Gengisbreytingar hafa eftirspurnaráhrif þar sem þær breyta hlutfallslegu verði innlendra og innfl uttra vara en það hvetur einstaklinga til að hliðra eftirspurn sinni á milli þessara vara eftir því hvorar eru hlutfallslega ódýrari hverju sinni. Gengisbreytingar hafa sömuleiðis framboðsáhrif þar sem t.d. styrking innlends gjaldmiðils lækkar verðlag innfl uttra vara, sem vega þungt í vísitölu neysluverðs, og hafa því bein áhrif til lækkunar verðbólgu (sjá nánari umfjöllun í Þórarinn G. Pétursson, 2001). Lítil opin hagkerfi fl ytja venjulega inn stærri hluta sinna neyslu- vara en stærri hagkerfi . Þess vegna er gengið eitt mikilvægasta hlut- fallsverð slíkra hagkerfa. Gengisbreytingar skipta því mun meira máli fyrir verðbólgu í litlum opnum en stórum hagkerfum. Hins vegar er nær ómögulegt að spá fyrir um gengissveifl ur og það gerir mótun framsýnnar peningastefnu, sem byggist á verðbólguspám, mun erf- iðari í framkvæmd í litlum opnum en í stórum lokuðum hagkerfum. Fótfesta peningayfi rvalda við stefnumótun er því ekki eins sterk og ákjósanlegt væri. Sterkar vísbendingar eru um að samband verðlags og gengis hafi breyst á undanförnum árum þannig að tímabundnar geng- isbreytingar skili sér seinna og í minna mæli út í verðlag neysluvöru en áður (sjá umfjöllun í Þorvarður Tjörvi Ólafsson, 2005). Áhrifi n eru þó mun meiri í litlu opnu hagkerfi eins og því íslenska en í stærri lokaðri hagkerfum. Mjög stutt er síðan fyrstu DSGE-heildarjafnvægislíkönin með takmörkuðum áhrifum gengis á verðlag litu dagsins ljós og til- tölulega fáar greinar fjalla um æskilega mótun peningastefnu í slíkum líkönum.9 9. Sjá t.d. Smets og Wouters (2002), Justiano og Preston (2004), Lindé, Nessén og Söderström (2004), Monacelli (2005), Corsetti og Pesenti (2005), Corsetti, Dedola og Leduc (2005), og Liu (2006).
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Peningamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.