Peningamál - 01.03.2007, Qupperneq 9

Peningamál - 01.03.2007, Qupperneq 9
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 7 • 1 9 sveiflna í þjóðarbúskapnum ákaflega takmarkað. Samdráttur er í raun óhjákvæmilegur og bein afleiðing af ofþenslu fyrri ára. Langdregnari aðlögun að verðbólgumarkmiði grefur undan trúverðugleika peninga- stefnunnar og stuðlar að því að háar verðbólguvæntingar festist í sessi. Gerðist það yrði enn dýrara að vinna bug á verðbólgunni. Í versta falli gæti ótímabær lækkun stýrivaxta leitt til þess að erlendir sem innlendir fjárfestar misstu traust á krónuna. Lækkun gengis sem af því hlytist gæti aukið á samdrátt í stað þess að draga úr honum. Veruleg hætta á óhagstæðari gengisþróun sem bregðast þarf við Þótt betri horfur séu taldar á því en áður að núverandi stýrivextir dugi til þess að ná verðbólgumarkmiðinu á spátímanum hvílir sú niðurstaða ekki að öllu leyti á traustum forsendum. Gengi krónunnar er mikilvægur áhrifavaldur verðbólgu. Í grunnspánni er gengi hennar ákvarðað út frá reiknireglu sem tekur tillit til vaxtamunar og raungengis. Samkvæmt þessari reiknireglu helst krónan nokkuð stöðug og sterk á spátímabilinu. Meiri líkur eru þó taldar á að gengi krónunnar verði veikara en í grunnspánni en að það verði sterkara (sjá mynd I-4b). Reynslan sýnir hins vegar að slíkar reiknireglur gefa ekki góðar spár og ber ekki að túlka sem slíkar. Hins vegar er ekki völ á öðru betra. Nokkur óvissa er alla jafna í gengismálum þegar gengi ákvarðast á markaði, en nú um stundir er þessi óvissa óvenju mikil vegna tveggja afla sem togast á: gríðarlegs viðskiptahalla sem þarf að fjármagna og mikils vaxta munar við útlönd sem líta má á sem nauðsynlega umbun til þeirra sem fjármagna hallann með kaupum á skuldabréfum í íslenskum krónum. Mikilvægt lóð á vogarskál þessara afla er traust markaðarins á peningastefnu Seðlabankans. Viðhorf á erlendum fjármálamörkuðum eru hins vegar hvikul og ráðast að nokkru leyti af breytingum á alþjóðlegum fjármálalegum skilyrðum sem eru utan áhrifasviðs Seðlabankans. Ef fjárfestar telja lán til íslenskra aðila áhættumeiri en áður, t.d. í kjölfar hækkandi vaxta í viðskiptalöndunum eða óhagstæðrar efnahagsþróunar innanlands eða í öðrum hávaxtalöndum, gæti fjármögnun viðskiptahallans orðið dýrari. Afleiðingin gæti orðið umtalsverð gengislækkun krónunnar. Í rammagrein IX-2 er lýst fráviksdæmi sem sýnir viðbrögð peningastefnunnar við slíku áfalli. Þar eru metnar afleiðingar þess fyrir peningastefnuna ef gengi krónunnar lækkaði um 20% á þriðja og fjórða fjórðungi þessa árs sakir verri fjármálalegra skilyrða í heiminum. Til þess að ná verðbólgumarkmiðinu á spátímanum yrðu stýrivextir að hækka um rúmlega tvær prósentur frá grunnferlinum (sjá myndir I-6 og I-7). Samdráttur eftirspurnar og landsframleiðslu árið 2009 yrði umtalsvert meiri fyrir vikið. Kostnaðurinn við að aðhafast ekkert gæti hins vegar orðið enn meiri ef aðgerðaleysi leiddi til þess að gengi krónunnar lækkaði enn meira með tilheyrandi áhrifum á verðbólgu. Einkum gæti langtímakostnaðurinn orðið mikill ef þrálát verðbólga græfi undan trausti á peningastefnuna og leiddi til þess að verðbólguvæntingar færðust verulega í aukana á ný. Frekari uppbygging áliðnaðar gæti breytt horfunum verulega Í öðru fráviksdæmi sem greint er frá í rammagrein IX-2 er gert ráð fyrir því að álbræðslan í Straumsvík verði stækkuð og í kjölfarið ráðist Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. % Mynd I-5 Frávik verðbólgu frá markmiði og framleiðsluspenna -3 -2 -1 0 1 2 3 4 5 6 20092008200720062005 Verðbólga Verðbólga (án skattaáhrifa) Framleiðsluspenna (% af framleiðslugetu) 50% óvissubil 75% óvissubil 90% óvissubil Grunnspá Mynd I-6 Stýrivextir - fráviksdæmi Spátímabil 1. ársfj. 2007 - 4. ársfj. 2009 Heimild: Seðlabanki Íslands. % 0 2 4 6 8 10 12 14 16 18 2005 2006 2007 2008 2009 Fráviksdæmi með gengislækkun Fráviksdæmi með stóriðjuframkvæmdum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106

x

Peningamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.