Peningamál - 01.03.2007, Síða 14

Peningamál - 01.03.2007, Síða 14
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 7 • 1 14 fyrirtækja með ágætum og einkaneysla jókst verulega á árinu þrátt fyrir bakslag á fasteignamarkaði. Eigi að síður er búist við að samdráttur íbúðafjárfestingar dragi verulega úr hagvexti framan af yfirstandandi ári. Ef minni eftirspurn leiðir til lækkunar íbúðaverðs mun draga úr jákvæðum auðsáhrifum sem hafa verið einn helsti drifkraftur útgjaldaaukningar heimilanna. Spáð er að dragi úr vexti innflutnings þegar líður á árið en að vöxt- ur útflutnings aukist talsvert. Viðskiptahallinn ætti því að minnka nokkuð. Dregið hefur úr verðbólgu í Bandaríkjunum undanfarna mán- uði í kjölfar lækkunar olíu verðs, en kjarnaverðbólga án orkuverðs er á svipuðu róli. Góður hagvöxtur í Bretlandi og á Norðurlöndunum í fyrra Hagvöxtur í Bretlandi jókst á liðnu ári og nam 2,7%, en hagvöxtur árið 2005 var hinn minnsti í þrettán ár. Spáð er að hagvöxtur í ár verði álíka mikill og í fyrra. Fjárfesting jókst um 6% milli ára og einkaneysla um 2%. Verðbólga í janúar var enn yfir markmiði Englandsbanka, en hafði þó lækkað milli mánaða úr 3% í 2,7%. Hagvöxtur jókst á Norðurlöndunum á liðnu ári og mikið frá árinu áður. Samkvæmt spám Consensus Forecast (CF) er hins vegar útlit fyrir að heldur dragi úr hagvexti í ár og á næsta ári. Þannig spáir CF að hagvöxtur verði á bilinu 2-2½% í Danmörku, á bilinu 2½-3% í Finnlandi og um og yfir 3% í Noregi en þar hefur húsnæðisverð hækk- að töluvert. Uppgangurinn hefur jafnvel verið enn meiri í Svíþjóð en þar mældist 4½% hagvöxtur í fyrra. Eins og á hinum Norðurlöndunum er hins vegar gert ráð fyrir að heldur hægi á hagvexti á þessu ári, þótt áfram verði hann kröftugur eða 3½%, skv. spá CF. Efnahagsbatinn í Japan skýtur rótum og sem fyrr er mikill hagvöxtur í Kína Enn ríkir talsverð óvissa um sjálfbærni efnahagsbatans í Japan. Tölur um hagvöxt á síðasta fjórðungi liðins árs benda til talsverðs efnahags- bata. Hagvöxtur var hins vegar nokkuð brokkgengur á árinu. Eftir viðunandi vöxt á fyrsta ársfjórðungi dró talsvert úr honum á öðrum og þriðja ársfjórðungi, en milli þriðja og fjórða ársfjórðungs nam vöxt- urinn 5,5% á árskvarða, sem er mesti vöxtur um þriggja ára skeið. Vöxturinn undir lok ársins náði til flestra geira, en mesta aukning mældist í fjárfestingu og einkaneyslu. Hagvöxtur fyrir árið í heild var 2,2%, sem er talsvert minna en flestar spár á síðastliðnu ári bentu til. Mismunurinn skýrist þó einna helst af breytingum á aðferðum við útreikning og framsetningu þjóðhagsreikninga. Horfur fyrir árið 2007 eru ágætar. Lítið atvinnuleysi ætti að styðja við einkaneyslu og fjárfest- ing fyrirtækja jókst undir lok síðasta árs. Þó er búist við að hagvöxt- urinn verði minni í ár en í fyrra, t.d. spáir CF 1,9% hagvexti. Í Kína er mikill hagvöxtur um þessar mundir og benda opinberar hagtölur til þess að vöxturinn á síðasta ári hafi verið 10,7%. Vöxtur fjármunamyndunar var afar ör í fyrra. Áætlað er að hún hafi aukist um 24%, eftir 26% vöxt árið áður. Smásala jókst um tæp 14% og útflutn- ingur um 30%. Þrátt fyrir mikinn vöxt sýna opinberar tölur aðeins 1,7% verðbólgu í fyrra. Líklegt er að hagvöxtur í ár verði heldur minni meðal annars vegna þess að búist er við frekari aðgerðum stjórnvalda til að draga úr fjárfestingu. Heimild: Reuters EcoWin. Mynd II-3 Verðbólga í Bandaríkjunum og á evru- svæðinu janúar 2004 - febrúar 2007 Verðbólga með og án orkuverðs % Bandaríkin verðbólga Bandaríkin verðbólga að undanskildu orkuverði Evrusvæði verðbólga Evrusvæði verðbólga að undanskildu orkuverði 1,0 1,5 2,0 2,5 3,0 3,5 4,0 4,5 5,0 1,0 1,5 2,0 2,5 3,0 3,5 4,0 4,5 5,0 200720052004 2006 1.Tölur fyrir febrúar ná aðeins til Evrusvæðisins og Bandaríkjanna. Heimild: Reuters EcoWin. % Mynd II-4 Verðbólguþróun á helstu viðskiptasvæðum Íslands Janúar 2002 - febrúar 20071 -2 -1 0 1 2 3 4 5 ‘0720062005200420032002 Bandaríkin Evrusvæði Bretland Japan Heimild: Reuters EcoWin. % Mynd II-5 Verðbólguþróun á Norðurlöndunum Janúar 2003 - mars 2007 -2 -1 0 1 2 3 4 5 6 ‘072006200520042003 Danmörk Svíþjóð Finnland Noregur
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106

x

Peningamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.