Peningamál - 01.03.2007, Qupperneq 15

Peningamál - 01.03.2007, Qupperneq 15
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 7 • 1 15 Enn mikil óvissa um þróun ytri skilyrða Áframhaldandi hraður vöxtur heimsframleiðslunnar gæti ýtt undir launabólgu og áframhaldandi hækkun hrávöruverðs. Ör vöxtur pen- ingamagns og útlána á seinni hluta ársins 2006, ekki síst á evrusvæð- inu (sjá mynd II-6), gæti bent til þess að verðbólguþrýstingur eigi eftir að aukast til lengri tíma litið. Launahækkanir hafa verið hóflegar und- anfarin ár bæði í Evrópu og í Bandaríkjunum. Haldi vöxtur eftirspurnar í Evrópu áfram að aukast gæti það ýtt undir launahækkanir og kallað á aukið peningalegt aðhald. Seðlabanki Evrópu hefur smám saman dregið úr slakanum í peningamálum sem ríkt hefur undanfarin ár og ekki eru horfur á öðru en að áfram verði dregið úr slakanum í smáum skrefum. Verði þörf fyrir hraðari breytingar myndi það auka líkur á að ójafnvægið sem nú ríkir í heimsbúskapnum leiði til harkalegri aðlög- unar í þeim löndum þar sem ójafnvægi er mest, þ.á m. Íslandi. Möguleiki á harðri lendingu í Bandaríkjunum Annar óvissuþáttur eru hugsanleg áhrif þess að meira dragi úr hagvexti í Bandaríkjunum en nú er gert ráð fyrir, eða jafnvel að til samdráttar komi. Eins og fjallað hefur verið um í fyrri heftum Peningamála hefur núverandi hagvaxtarskeið í heiminum að miklu leyti verið knúið áfram af mikilli eftirspurn í Bandaríkjunum þótt þáttur Kína hafi farið ört vax- andi. Þrátt fyrir að drifkraftur vaxtar heimsframleiðslunnar sé nú að vissu marki dreifðari en undanfarin ár, eins og endurspeglast í aukinni eftirspurn í Evrópu og Japan, er ljóst að samdráttur í Bandaríkjunum myndi hafa mikil áhrif á þjóðarbúskap flestra landa. Hættan á sam- drætti gæti aukist ef mikil hækkun olíuverðs færi saman við umtals- verða lækkun Bandaríkjadals og leiddi til aukins verðbólguþrýstings. Samdrátturinn á húsnæðismarkaðnum gæti fyrir vikið orðið meiri en ella og lækkun fasteignaverðs haft neikvæð áhrif á einkaneyslu.1 Offjárfesting í Kína gæti leitt til samdráttar Gríðarleg fjárfesting hefur verið í Kína síðustu ár. Hraði uppbygging- arinnar felur í sér nokkra hættu á offjárfestingu og vandamálum í fjár- málakerfinu. Aukin útlánatöp gætu bent til þess að útlánaaukningin hafi verið of hröð. Mikil eftirspurn eftir ódýrum neysluvörum í heim- inum hefur hingað til viðhaldið mikilli fjárfestingu í framleiðslugeir- anum. Efnahagslægð í Bandaríkjunum myndi hins vegar draga úr vexti innflutnings Bandaríkjanna frá Kína og þar með vextinum í Kína, nema aukin einkaneysla í Evrópu eða annars staðar vegi upp á móti. Hægari vöxtur í Bandaríkjunum og Kína gæti haft töluverð áhrif á hrá- vöruverð, þ.m.t. álverð. Áhrifin gætu því orðið umtalsverð hér á landi. Global Insight áætlar að ef hagvöxtur í Kína minnkaði um 5 prósentur muni það draga úr vexti heimsframleiðslunnar um 0,3 prósentur. Olíuverð gæti hækkað verulega á ný Olíuverð hefur lækkað talsvert á undanförnum mánuðum en það skýrist meðal annars af mildum vetri á norðurhjara veraldar. Olíuverð er hins vegar háð mikilli óvissu um þessar mundir og virðast meiri líkur Heimild: Reuters EcoWin. 12 mánaða breyting (%) Mynd II-6 Vöxtur breiðs peningamagns (M3) Janúar 2002 - janúar 2007 0 2 4 6 8 10 12 14 16 ‘0720062005200420032002 Bandaríkin Bretland Evrusvæðið Japan Heimild: Reuters EcoWin. 2000 = 100 Mynd II-7 Hrávöruverð á heimsmarkaði Vikulegar tölur 7. janúar 2000 - 16. mars 2007 Matvara (í EUR) Hrávara án eldsneytis (í EUR) Matvara (í USD) Hrávara án eldsneytis (í USD) 80 100 120 140 160 180 200 ‘072006200520042003200220012000 1. Samkvæmt mati Global Insight gæti vöxtur heimsframleiðslunnar orðið á bilinu 0,5-0,7 prósentum minni en nú er spáð verði þróunin á þennan veg.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106

x

Peningamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.