Peningamál - 01.03.2007, Síða 17

Peningamál - 01.03.2007, Síða 17
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 7 • 1 17 Heimildir: Bloomberg, NYMEX, Reuters EcoWin. US$/fat Mynd II-9 Heimsmarkaðsverð á hráolíu Mánaðarlegar tölur janúar 2002 - desember 2009 Heimsmarkaðsverð á hráolíu Framvirkt verð á hráolíu 0 10 20 30 40 50 60 70 80 20092008200720062005200420032002 að um u.þ.b. þriðjung frá árinu 2004. Á seinustu átján mánuðum hafa bræðsluafurðir hækkað gífurlega í verði eða um þrjá fjórðu frá miðju ári 2005. Markaðsástand er gott á nær öllum mörkuðum botnfiskaf- urða og samkeppnisstaða íslenskra afurða hefur verið sterk. Eftirspurn hefur farið vaxandi um leið og dregið hefur úr framboði. Eftirspurn og sala á kældum sjávarafurðum og tilbúnum fiskréttum fer vaxandi. Aukin áhersla neytenda á ferskleika og hollustu, sérstaklega efnaðri neytenda, hefur ýtt undir neyslu sjávarafurða. Þannig jókst neysla sjávarafurða á hvert heimili í Bretlandi, stærsta markaði Íslendinga með sjávarafurðir, um 6% á sl. ári og sala á ferskum sjávarafurðum enn meira eða um 10%. Þetta hefur þrýst verðinu upp undanfarin tvö ár. Skoðun flestra markaðsaðila er að ekki séu tök á að knýja fram umtalsverðar verðhækkanir umfram það sem náðst hefur og að verðlag í byrjun árs 2007 sé nálægt efri mörkum. Nokkrar verðhækk- anir eru þó taldar líklegar á næstu mánuðum en þó mun minni en sést hafa á undanförnum misserum. Svipaða sögu er að segja af fiskmjöli og lýsi, eftirspurn fer vaxandi vegna aukins fiskeldis í Norður-Evrópu, Suður-Ameríku og Asíu. Hún hefur knúið verðið upp en á sama tíma og dregið hefur úr framboði vegna minni afla bræðslufisks. Líkur eru taldar á því að verðið haldist óbreytt í stórum dráttum á næstu miss- erum. Í grunnspánni er gert ráð fyrir því að verðlag sjávarafurða hækki um rúmlega 5% milli ársins 2006 og þessa árs, um 3% á því næsta og 2% árið 2009 (sjá mynd II-10). Framvirkt verð bendir til hækkandi olíuverðs og lækkandi álverðs Frá því síðsumars 2006 tók olíuverð að lækka og í janúar sl. hafði verðið lækkað um 30% frá hámarki í júlí árið 2006, en hefur hækkað nokkuð eftir það. Á fyrsta fjórðungi þessa árs var olíuverð að meðaltali 12% lægra en meðalverð sl. árs. Framvirkt verð fer hækkandi í ár og fram á það næsta (sjá mynd II-9). Í spánni er reiknað með að með- alverð olíu í ár verði um 5% lægra en að meðaltali árið 2006. Gert er ráð fyrir að þróunin snúist við á seinni hluta þessa árs og að olíuverð verði um 7% hærra á næsta ári en það var að meðaltali á þessu ári. Árið 2009 er síðan gert ráð fyrir nánast óbreyttu verði frá árinu áður. Álverð hefur hækkað gríðarlega á undanförnum árum og hefur nær tvöfaldast frá árslokum 2003. Ál hefur þó hækkað minna en ýmsir aðrir málmar, t.d. kopar. Verðhækkun málma hefur verið knúin áfram af örum vexti eftirspurnar í Kína og öðrum Asíulöndum, aukn- um hagvexti í þróuðum löndum og hækkandi framleiðslukostnaði vegna hærra raforku- og súrálsverðs. Sakir mikillar sölu hefur gengið á birgðir um leið og verð hefur hækkað. Notkun umframframleiðslu er talin hafa verið á bilinu 300-400 þús. tonn á sl. ári. Á fyrri helmingi þessa árs er áfram búist við að birgðastaða verði þröng og framleiðsla anni vart eftirspurn, en að jafnvægi ríki á milli notkunar og fram- leiðslu síðar á árinu. Verðið ætti því að haldast hátt eitthvað fram eftir árinu. Hins vegar er reiknað með offramboði á næsta ári. Þá er gert ráð fyrir að álframleiðsla aukist á ný á heimsvísu en eftirspurn standi í stað eða dragist jafnvel saman. Þá er talið að framleiðslukostnaður taki að lækka, auk þess sem áhrifa vogunarsjóða og spákaupmanna gæti síður. Framvirkir samningar benda til þess að álverð taki að lækka á síðari hluta þessa árs og lækki enn frekar á næstu árum (sjá mynd Heimildir: Hagstofa Íslands, London Metal Exchange, NYMEX, Seðlabanki Íslands. Jan. 1999 = 100 Mynd II-10 Verð á sjávarafurðum (í erl. gjaldmiðli) og áli Verð sjávarafurða alls (v. ás) Álverð (h. ás) - Spá - 90 95 100 105 110 115 120 125 130 1.000 1.250 1.500 1.750 2.000 2.250 2.500 2.750 3.000 ‘09‘08‘07‘06‘05‘04‘03‘02‘01‘00‘99 $/tonn
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106

x

Peningamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.