Peningamál - 01.03.2007, Síða 18
ÞRÓUN OG HORFUR
Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM
P
E
N
I
N
G
A
M
Á
L
2
0
0
7
•
1
18
II-10). Í spánni er reiknað með að álverð verði að meðaltali um 13%
hærra í ár en í fyrra, en lækki um allt að fjórðungi á næsta ári og enn
frekar á árinu 2009.
Viðskiptakjör hagstæð í fyrra
Viðskiptakjör bötnuðu talsvert á árinu 2006, eða um 3,6%, en spáð
hafði verið að þau mundu versna um 1,3%. Þetta skýrist af því að
verð á sjávarafurðum og áli hækkaði hlutfallslega meira á liðnu ári
en verð innflutningsvara. Alls námu viðskiptakjaraáhrifin um 1,1% af
landsframleiðslu fyrra árs. Viðskiptakjörin hafa því batnað um 4½%
frá árinu 2004 en árið var hið lakasta frá því að mælingar hófust (sjá
mynd II-11). Spáð er að viðskiptakjör vöru og þjónustu batni á þessu
ári um 4,1% en versni um 8,4% á næsta ári vegna lægra álverðs.
Vegna lækkunar gengis krónunnar í fyrra lækkaði raungengi
miðað við verðlag um 6,4% á árinu. Raungengi miðað við laun lækk-
aði um tæplega 1%, en hækkun launa hér á landi umfram launahækk-
anir í helstu viðskiptalöndunum eyddi ávinningi gengislækkunarinnar
að mestu leyti. Samkeppnisstaða útflutningsfyrirtækja batnaði því
talsvert, einkum ef miðað er við raungengið á síðasta fjórðungi ársins
2005, en ekki til jafns við gengislækkun krónunnar.
Útflutningur mun aukast mikið á árinu
Búist er við 75% vexti útflutnings álafurða í ár og um 50% aukningu
á næsta ári. Ennfremur er spáð um 4% vexti útflutnings sjávarafurða í
ár í stað 2% samdráttar í síðustu spá. Ekki er búist við að útflutningur
annarrar iðnaðarvöru breytist mikið frá fyrra ári. Spáð er nokkru minni
vexti útflutnings vöru og þjónustu í ár en spáð var í nóvember, en
meiri vexti á næsta ári. Skýrist breytingin einkum af því að horfur eru
á að álútflutningur aukist nokkru síðar en áður var reiknað með.
Breyting frá síðustu
Núverandi spá1 spá (prósentur)2
2007 2008 2009 2007 2008
Útflutningur vöru og þjónustu 9,6 16,7 4,5 -3,9 2,5
Útflutningsframleiðsla sjávarafurða 4,0 0,0 0,0 6,0 -
Útflutningsframleiðsla stóriðju 74,9 49,6 0,8 1,8 14,6
Verð sjávarafurða í erlendri mynt 5,4 3,0 2,0 2,4 1,0
Verð áls í USD3 13,3 -25,8 -25,0 13,7 -15,0
Verð eldsneytis í erlendri mynt4 -5,3 6,9 0,3 -5,5 4,9
Viðskiptakjör vöru og þjónustu 4,1 -8,4 -6,6 5,3 -5,5
Alþjóðleg verðbólga5 1,9 1,9 1,9 -0,3 -
Alþjóðlegur hagvöxtur5 2,4 2,4 2,5 -0,1 0,2
Alþjóðlegir skammtímavextir6 4,1 4,0 4,0 1,0 0,8
1. %-breyting frá fyrra ári nema fyrir vexti. 2. Breyting frá Peningamálum 2006/3. 3. Spá byggð á framvirku álverði. 4. Spá byggð á framvirku elds neytis verði. 5. Spá frá Consensus
Forecasts. 6. Spá byggð á vegnu meðaltali framvirkra vaxta helstu viðskiptalanda Íslands.
Heimildir: Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn, Bloomberg, Consensus Forecasts, Hagstofa Íslands, New York Mercantile Exchange, Reuters, Seðlabanki Íslands.
Tafla II-1 Útflutningur og helstu forsendur um þróun ytri skilyrða
Heimild: Seðlabanki Íslands.
2000=100
Mynd II-12
Raungengi
1. ársfj. 1986 - 4. ársfj. 2006
65
75
85
95
105
115
125
135
145
‘06‘04‘02‘00‘98‘96‘94‘92‘90‘88‘86
Raungengi m.v. hlutfallslegan launakostnað
Raungengi m.v. hlutfallslegt neysluverð
1. Spá Seðlabankans 2007-2009.
Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands.
2000=100
Mynd II-11
Viðskiptakjör vöru og þjónustu1
85
90
95
100
105
110
115
120
‘08 ‘09‘04‘00‘94‘90‘84‘80‘74‘70