Peningamál - 01.03.2007, Page 22

Peningamál - 01.03.2007, Page 22
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 7 • 1 22 óbeinna skatta vegi upp þá lækkun sem orðið hefur á verði bréfanna. Hræringar eftir birtingu verðbólgutalna í mars benda til þess að áhrif aðgerðanna hafi verið ofmetin. Hækkun ávöxtunarkröfunnar mun því hugsanlega ganga enn frekar til baka þegar áhrif lækkunar verðbólgu eru komin inn í verð bréfanna. Hækkunina má þó að hluta skýra með öðrum þáttum. Líkt og lesa má út frá framvirkum vöxtum og spám greiningaraðila gera fjárfestar nú ráð fyrir að stýrivöxtum verði haldið háum lengur en áður var gert ráð fyrir en það eykur áhuga þeirra á löngum bréfum umfram þau stuttu. Einnig hafa verðbólguvæntingar lækkað á síðastliðnum mánuðum sem dregur enn frekar úr áhuga fjár- festa eftir styttri verðtryggðum bréfum. Hækkun ávöxtunarkröfu íbúðabréfa frá 9. október 2006 fram til 27. mars 2007 um 0,3-1,5 prósentur hefur einungis leitt til 0,05 prósentna hækkunar útlánsvaxta Íbúðalánasjóðs. Það skýrist af því að sjóðurinn hefur einungis tekið tilboðum í tvo lengri flokkana frá því að ávöxtunarkrafan tók að hækka. Álitamál er hvort sjóðurinn geti haldið uppteknum hætti miklu lengur og þurfi að taka tilboðum í styttri flokkana. Útlánsvextir sjóðsins munu því líklega hækka enn frekar á næstu mánuðum lækki ávöxtunarkrafa íbúðabréfa ekki því meira. Dregur úr vexti verðtryggðra útlána en hlutur gengisbundinna lána í skuldum heimila eykst Á fjórða fjórðungi sl. árs dró úr útlánavexti lánakerfisins, en hann náði sögulegu hámarki á fyrsta fjórðungi sl. árs. Gengisbundin útlán hafa hins vegar aukist talsvert undanfarna mánuði, einnig til heimila, sem til þessa hafa ekki tekið mikið af gengisbundnum lánum. Hlutfall gengisbundinna lána til heimila er nú rúmlega 5% samanborið við rúmlega 2% fyrir ári. Fyrir aukinni notkun gengisbundinna útlána kunna að vera nokkrar ástæður. Í fyrsta lagi lækkaði gengi krónunnar á síðasta fjórðungi liðins árs, en það kann að hafa orðið til þess að heimili og fyrirtæki meti erlenda lántöku hagstæðari en áður. Í öðru lagi kunna fjármálafyrirtæki að hafa verið treg til þess að veita verð- tryggð lán vegna væntanlegrar lækkunar neysluverðsvísitölunnar í mars. Í þriðja lagi hefur umræðan um vaxtaokur og vaxtamun e.t.v. orðið til þess að beina aukinni lánsfjáreftirspurn heimila að gengis- tryggðum lánum. Þrátt fyrir vaxandi hlutdeild gengistryggðra lána í skuldum heim- ila ráðast fjármálaleg skilyrði þeirra að langmestu leyti af innlendri vaxtaþróun og framboði lánsfjár. Vextir verðtryggðra útlána hafa hækkað nokkuð undanfarna mánuði. Eins og áður segir voru vextir Íbúðalánasjóðs nýlega hækkaðir og eru vextir lána án uppgreiðsluálags einungis 0,1 prósentu lægri en þeir voru áður en fyrirkomulagi útboða sjóðsins var breytt árið 2004. Að því leyti hafa skilyrði heimilanna til endurfjármögnunar og nýrrar lántöku versnað töluvert. Líklegra er að útlánsvextir sjóðsins hækki á næstunni fremur en lækki. Á hinn bóg- inn hefur framboð lánsfjár aukist nokkuð. Íbúðalánasjóður hækkaði nýverið hámarksveðhlutfall lána sinna úr 80% í 90% og hámarkslán úr 17 m.kr. í 18 m.kr. Sumir viðskiptabankar hafa einnig hækkað láns- hlutföll og rýmkað lánaskilmála. 1.Vikulegar tölur fram til ársins 2004. Heimildir: Reuters, Seðlabanki Íslands. Mynd III-8 Ávöxtunarkrafa 5 ára erlendra ríkisskuldabréfa Daglegar tölur 9. júlí 1997 - 27. mars 20071 Ísland Bretland Bandaríkin Evrusvæðið Japan % 0 2 4 6 8 10 12 14 ‘07‘06‘05‘04‘03‘00 ‘02‘01‘97 ‘99‘98 % Mynd III-9 Ávöxtun íbúðabréfa Daglegar tölur 8. júlí 2004 - 27. mars 2007 Heimild: Seðlabanki Íslands. 3,0 3,5 4,0 4,5 5,0 5,5 6,0 6,5 7,0 200720062005 HFF150224 HFF150914 HFF150434 HFF150644 2004 Breyting frá sama ársfjórðungi fyrra árs (%) Mynd III-10 Útlánaaukning lánakerfisins1 1. ársfj. 1997 - 4. ársfj. 2006 Heimili Fyrirtæki Alls 0 10 20 30 40 50 60 70 ‘06‘05‘04‘03‘02‘01‘00‘99‘98‘97 1. Vegna breytingar á lánaflokkun eru tölur frá og með þriðja árs- fjórðungi 2003 ekki fyllilega sambærilegar við eldri tölur. Heimild: Seðlabanki Íslands.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106

x

Peningamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.