Peningamál - 01.03.2007, Qupperneq 32
ÞRÓUN OG HORFUR
Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM
P
E
N
I
N
G
A
M
Á
L
2
0
0
7
•
1
32
V Opinber fjármál
Afgangur á rekstri hins opinbera var álíka mikill á síðasta ári og á
árinu 2005, eða sem nam um 5,3% af landsframleiðslu. Horfur eru á
góðri afkomu á þessu ári, um 4% af landsframleiðslu. Hins vegar er
líklegt að afgangurinn snúist í halla á næsta ári og horfur fyrir 2009
eru talsvert verri. Óvissan í spánni fer vaxandi eftir því sem líður á
spátímann.
Hlutfall tekna lækkar ...
Hlutfall opinberra tekna af landsframleiðslu lækkar örlítið í ár. Miðað
við grunnspá Seðlabankans er gert ráð fyrir að hlutfall tekna hins
opinbera lækki úr 46½% af landsframleiðslu árið 2006 í 43½% árið
2009 vegna skattalækkana, samdráttar í einkaneyslu og minnkandi
skatttekna af fjármagnstekjum og hagnaði fyrirtækja á árunum 2008-
2009.
... og hlutfall útgjalda hækkar ...
Í grunnspánni er gert ráð fyrir að hlutfall útgjalda hins opinbera
hækki úr 41½% af landsframleiðslu árið 2006 í 49% af landsfram-
leiðslu í lok spátímabilsins. Stafar hækkunin af því að gert er ráð fyrir
svipaðri hækkun samneyslu og undanfarin ár en hægari vexti lands-
framleiðslu. Einnig er reiknað með miklu fjárfestingarátaki ríkissjóðs á
árunum 2008 og 2009 og hlutfallslegri hækkun á tilfærslum ríkissjóðs
og almannatrygginga úr 6½% af landsframleiðslu árið 2006 í 8½%
árið 2009. Hækkun tilfærslna má að mestu rekja til aukinna lífeyris-
greiðslna almannatrygginga og atvinnuleysisbóta í kjölfar vax andi
atvinnuleysis.
... og afgangur snýst í halla á spátímabilinu
Með lækkandi tekjum og vaxandi útgjöldum snýst rekstrarafkoma
hins opinbera úr rúmlega 5% afgangi af landsframleiðslu árið 2006 í
tæplega 6% halla á árinu 2009, enda felur grunnspáin í sér töluverð
umskipti í þjóðarbúskapnum á tímabilinu.
Afkoma sveitarfélaga snýst úr halla í afgang vegna breytinga á
aðferðafræði
Vegna breytinga Hagstofu Íslands á aðferðum við gerð ársfjórð ungs-
reikninga fyrir samneyslu í þjóðhagsreikningum og nýjum áætlunum
fyrir árið 2006 sem birtar voru um miðjan mars sl. urðu talsverðar
Tafl a V-1 Fjármál hins opinbera 2005-20091
% af landsframleiðslu 2005 2006 2007 2008 2009
Tekjur 47,6 46,7 46,4 45,0 43,4
Gjöld 42,3 41,4 42,6 46,0 49,1
Afkoma 5,2 5,3 3,8 -0,9 -5,7
Sveifl uleiðrétt afkoma 3,4 3,4 3,1 -0,5 -4,8
Hreinar skuldir2 2,8 0,7 -6,3 -4,7 6,5
Heildarskuldir 25,0 33,5 27,3 28,3 34,1
1. Uppsetning þjóðhagsreikninga. 2. Með bankainnstæðum en án lífeyrisskuldbindinga.
Heimildir: Hagstofa Íslands, spá Seðlabankans fyrir árin 2007-2009.
Tekjur hins opinbera
Gjöld hins opinbera
Mynd V-1
Tekjur og gjöld hins opinbera 2000-20091
% af VLF
1. Spá Seðlabankans 2007-2009.
Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands.
40
41
42
43
44
45
46
47
48
49
50
‘09‘08‘07‘06‘05‘04‘03‘02‘01‘00
Mynd V-2
Breyting á spá um tekjujöfnuð hins opinbera
2000-2009
% af VLF
Heimild: Seðlabanki Íslands.
-8
-6
-4
-2
0
2
4
6
8
‘09‘08‘07‘06‘05‘04‘03‘02‘01‘00
PM 2006/2
PM 2006/3
PM 2007/1