Peningamál - 01.03.2007, Page 39

Peningamál - 01.03.2007, Page 39
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 7 • 1 39 Niðurstöður könnunarinnar sem gerð var í febrúar sýna að eftir spurn fyrirtækja virðist síst minni en í sambærilegri könnun í des- ember. Um 4% fleiri fyrirtæki hugðust fjölga starfsmönnum á næstu sex mánuðum en þegar spurt var í desember, eða um 45%. Færri fyrirtæki vilja hins vegar fækka starfsmönnum eða um 6%. Töluverður munur er á afstöðu fyrirtækja eftir staðsetningu. Helmingur fyrirtækja á höfuðborgarsvæðinu vill fjölga starfsmönnum en um þriðjungur fyrirtækja á landsbyggðinni. Mun fleiri fyrirtæki á landsbyggðinni vilja fækka starfsmönnum en á höfuðborgarsvæðinu. Minni bjartsýni á landsbyggðinni endurspeglast í afstöðu framleiðslufyrirtækja. Meðal þeirra vildu fleiri fyrirtæki fækka starfsmönnum í febrúar sl. en í des- ember. Hins vegar var töluvert meiri vilji fyrirtækja í öllum öðrum atvinnugreinum til að fjölga starfsfólki að verslun undanskilinni. Launahækkanir á almennum markaði hafa ekki verið meiri frá því að mælingar hófust Launavísitalan hækkaði um 9,5% milli ára. Frá því að farið var að birta launavísitölu árið 1989 hafa launabreytingar á vinnumarkaði ekki verið jafn miklar á milli ára og í fyrra. Næst þessu kom árið 1998 í kjölfar launakerfisbreytinga hjá ríkinu. Í fyrra hækkuðu hins vegar laun jafn mikið hjá opinberum starfsmönnum og á almennum markaði.1 Launahækkanir á almennum vinnumarkaði tóku kipp í kjölfar samkomulags milli Alþýðusambands Íslands (ASÍ) og Samtaka atvinnu- lífsins (SA) um mitt ár. Samkvæmt launavísitölu fyrir almenna vinnu- markaðinn hækkuðu laun á seinni hluta ársins um 11,1% frá fyrra ári. Laun verkafólks hækka mest ... Hækkun launa á seinni hluta ársins var einna mest meðal verkafólks (13,2%), enda ofangreint samkomulag ASÍ og SA þannig úr garði gert að það skilaði mestu til þessa hóps. Laun iðnaðarmanna hækk- uðu minnst (9,5%), en hafa verður í huga að aðeins er um breytingu reglulegra launa án uppmælingar að ræða. Niðurstöðurnar eru því ekki endilega vísbending um áhrif innflutts vinnuafls á laun þessa hóps. Hækkun annarra starfshópa á seinni hluta ársins var svipuð og að meðaltali á almennum vinnumarkaði. ... en laun í verslun minnst Launabreytingar á seinni hluta ársins voru mestar í samgöngum og flutningum (13,9%) og fjármálaþjónustu (12,3%).2 Meiri hækkanir í þessum greinum endurspegla að nokkru leyti meiri samningstengdar breytingar á tímabilinu. Hækkun í byggingariðnaði var minni en meðal- talshækkun launa á almennum vinnumarkaði, sem endurspeglar hlut iðnaðarmanna í greininni. Hækkun í verslun og þjónustu var sýnu Heimild: Capacent Gallup. Mynd VI-5 Hlutfall fyrirtækja sem vilja fjölga eða fækka starfsmönnum á næstu 6 mánuðum % Hlutfall fyrirtækja sem vilja fjölga starfsmönnum Hlutfall fyrirtækja sem vilja fækka starfsmönnum 0 10 20 30 40 50 ‘072006200520042003‘02 Se pt . Se pt . Fe b. Se pt . Fe b. O kt . Fe b. M aí Fe b. Se pt . D es . Fe b. Heimild: Hagstofa Íslands. Mynd VI-6 Vísitala launa á almennum vinnumarkaði eftir starfsstétt % Stjórnendur Sérfræðingar Tæknar og sérmenntað starfsfólk Skrifstofufólk Þjónustu-, sölu- og afgreiðslufólk Iðnaðarmenn Verkafólk 6 7 8 9 10 11 12 13 14 4. ársfj. ‘063. ársfj. ‘062. ársfj. ‘061. ársfj. ‘06 Heimild: Hagstofa Íslands. Mynd VI-7 Vísitala launa á almennum vinnumarkaði eftir atvinnugrein % Iðnaður Byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð Verslun og ýmis viðgerðarþjónusta Samgöngur og flutningar Fjármálaþjónusta, lífeyrissjóðir og vátryggingar 6 8 10 12 14 16 4. ársfj. ‘063. ársfj. ‘062. ársfj. ‘061. ársfj. ‘061. Hagstofa Íslands hefur nýverið birt launavísitölur fyrir árin 2005 og 2006 þar sem laun bankamanna eru tekin með almennum markaði enda var bankakerfið að mestu einkavætt frá árinu 2003. Hagstofan birtir nú einnig laun eftir starfshópum og atvinnugreinum á almennum vinnumarkaði. 2. Stærð einstakra starfsstétta getur verið breytileg á milli atvinnugreina. Til dæmis starfa fáir verkamenn í atvinnugreininni fjármálaþjónusta, lífeyrissjóðir og vátryggingar en margir sérfræðingar. Að sama skapi starfa margir verkamenn í atvinnugreininni iðnaður en færri sérfræðingar. Því geta verið tengsl á milli launaþróunar einstakra starfsstétta og atvinnu- greina.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106

x

Peningamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.