Peningamál - 01.03.2007, Page 40

Peningamál - 01.03.2007, Page 40
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 7 • 1 40 minnst (9,9%) og gætir þar líklega áhrifa mikillar starfsmannaveltu, aukinnar hlutdeildar yngra starfsfólks, en minni hækkun í þessum greinum kann einnig að vera vísbending um tímabundin áhrif aukins framboðs erlends vinnuafls.3 Nokkurt launaskrið enn fyrir hendi Þrátt fyrir miklar samningsbundnar launahækkanir á síðasta ári er enn nokkurt launaskrið fyrir hendi ef miðað er við hækkun launavísitölu í janúar (3,5%). Hækkunin var töluvert umfram umsamdar launahækk- anir sem þá komu til framkvæmda.4 Launakostnaður atvinnurekenda jókst einnig frá og með 1. janúar um ½ prósentu, vegna aukins fram- lags launagreiðenda í sameignarlífeyrissjóði starfsmanna. Hækkun launa langt umfram framleiðni Opnun íslensks vinnumarkaðar fyrir starfsmönnum frá ESB-8-ríkj- unum hefur að líkindum létt verulega á undirliggjandi launaþrýstingi á vinnumarkaði og skýrir ofmat Seðlabankans á launabreytingum í kjölfar samkomulags á vinnumarkaði sl. sumar. Eins og fram kemur í rammagrein VI-1 gæti framleiðni hafa aukist vegna innflutnings vinnuafls, en vart nægilega mikið til að vega upp miklar launabreyt- ingar undangengin misseri. Óvissa vegna komandi kjarasamninga Til viðbótar við óvissu um framboð erlends vinnuafls er fram líða stundir, er einnig töluverð óvissa um launaþróun næstu ára, því að flestir kjarasamningar á almennum vinnumarkaði renna út um næstu áramót og í kjölfarið fylgja samningar stærstu hópa opinberra starfs- manna. Óvissan lýtur bæði að hækkun launakostnaðar sem í samn- ingunum mun felast og gildistíma þeirra. Venja er að fyrsta hækkun samnings sé mest og ólíklegt verður að telja að upphafshækkun næstu kjarasamninga verði minni en umsamda launahækkunin sem tók gildi 1. janúar í ár og var 2,9%. Verðbólguþróun á yfirstandandi kjarasamningstímabili kann að mæla gegn kjarasamningi til langs tíma, en forsenda hans var að verðbólga yrði í samræmi við verðbólgumarkmið Seðlabankans. Tvisvar á samningstímabilinu reyndi á endurskoðunarákvæði samn- ingsins vegna verðbólgu umfram markmið. Kaupmáttur hefur hins vegar aukist töluvert á samningstímanum eða um tæp 7% frá árinu 2003. Laun verkafólks, sem eru háðust umsömdum launahækkunum, hafa einnig hækkað mikið undangengin ár. Tvennt mun líklega skipta mestu máli um launahækkanir næstu samninga og tímalengd þeirra: annars vegar framboð erlends vinnuafls og hins vegar traust samn- ingsaðila á að verðbólgumarkmiðið náist í nánustu framtíð. Heimild: Hagstofa Íslands. Mynd VI-8 Launavísitala og kaupmáttur launa Janúar 2000 - febrúar 2007 Breyting frá fyrra ári (%) Launavísitala Kaupmáttur launa -4 -2 0 2 4 6 8 10 12 20072006200520042003200220012000 3. Starfsmenn áttu ekki rétt á launahækkunum í kjölfar niðurstöðu samkomulags á vinnu- markaði sl. sumar ef þeir höfðu ekki starfað samfellt hjá sama atvinnurekanda frá júní árið 2005. 4. Umsamin launahækkun sem kom til framkvæmda 1. janúar sl. var almennt um 2,9% en hærri fyrir einstaka hópa.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106

x

Peningamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.