Peningamál - 01.03.2007, Blaðsíða 45
ÞRÓUN OG HORFUR
Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM
P
E
N
I
N
G
A
M
Á
L
2
0
0
7
•
1
45
Fyrir örfáum árum voru vöruviðskipti langstærsti liðurinn í utan-
ríkisviðskiptum Íslands. Á síðustu árum hefur vægi þáttatekna í við-
skiptajöfnuði hins vegar aukist mikið. Þáttatekjur og –gjöld hafa
margfaldast. Það má að verulegu leyti rekja til mikillar erlendrar
eignauppbyggingar innlendra aðila. Erlend fjárfesting innlendra að-
ila og innlend fjárfesting hefur að miklu leyti verið fjármögnuð með
erlendu lánsfé. Þáttatekjur samanstanda af arði og endurfjárfestum
hagnaði sem rekja má til beinnar fjárfestingar og verðbréfafjárfest-
ingar auk áfallinna vaxta af annarri fjárfestingu. Þá teljast launa-
greiðslur til erlendra aðila þáttagjöld og erlendar launatekjur inn-
lendra til þáttatekna.
Það er ekki aðeins umfang erlendrar fjárfestingar og lántöku
sem hefur áhrif á hreina stöðu Íslands gagnvart umheiminum. Auk
árlegs fl æðis vegna fjárfestingar og lánastarfsemi kemur einkum
tvennt til. Í fyrsta lagi endurmat erlendra eigna og skulda þjóðarbús-
ins með tilliti til breytinga á gengi gjaldmiðla og breytinga á mark-
aðsvirði eigna. Miklar erlendar skuldir gera þjóðarbúskapinn mun
viðkvæmari en ella fyrir breytingum á gengi krónunnar. Í öðru lagi
er arðsemi mismunandi eigna- og skuldafl okka breytileg meðal ann-
ars út frá áhættusjónarmiðum. Ólík samsetning erlendra eigna inn-
lendra aðila annars vegar og eignir erlendra aðila á Íslandi hins vegar
getur því leitt til þess að arðsemi eigna og skulda fylgist ekki að. Því
geta hreinar vaxta- og arðgreiðslur verið í miklu ójafnvægi þrátt fyrir
að hrein erlend staða sé í jafnvægi. Aðferðafræði við skráningu og
endurmat fjárfestingarliða og mat á arði er einnig mismunandi eftir
eignafl okkum. Bein fjármunaeign (stöðustærð) er t.d. gerð upp á
bókfærðu virði en bein fjárfesting (fl æðistærð) er skráð á kaupverði.1
Verðbréfafjárfesting er skráð á markaðsvirði þegar viðskiptin eiga sér
stað. Því getur samsetning eigna og skulda haft talsverð áhrif á í hve
ríkum mæli er tekið tillit til markaðsverðmætis þeirra.
Stór hluti erlendra eigna Íslendinga flokkast sem
áhættufjárfesting
Árið 1995 námu eignir Íslendinga erlendis alls um 14½% af vergri
landsframleiðslu. Árið 2006, aðeins ellefu árum síðar, námu erlendar
eignir hátt í 380% af landsframleiðslu og hafa því meira en tutt-
uguogsexfaldast mælt í hlutfalli við landsframleiðslu. Samsetning
erlendra eigna hefur einnig breyst talsvert á tímabilinu. Gjaldeyris-
forði og viðskiptakröfur voru áður veigamikill hluti af heildareign-
um erlendis en skipa nú aðeins lítinn sess. Þess í stað hefur hlutfall
erlendra lána aukist gífurlega og reiknast nú um 39% af heildareign-
um erlendis. Hlutdeild erlends hlutafjár í eignasafninu hefur einnig
næstum tvöfaldast og er nú tæplega fi mmtungur erlendra eigna.
Bein fjármunaeign Íslendinga erlendis nam alls um 928 ma.kr. í árs-
lok 2006 og var því um 21% af heildareignum erlendis.
Rammagrein VII-1
Auknar erlendar eignir
og skuldir og áhrif á
sveiflur í þáttatekjum
Tafl a 1 Samsetning erlendrar eignar innlendra aðila 1995 og 2006
Staða beinnar Hlutafé Skuldaskjöl Lán Seðlar og Viðskipta- Gjaldeyris-
fjárfestingar innstæður kröfur forði
(eign)
1995 19% 11% 10% 0% 13% 12% 34%
2006 21% 20% 6% 39% 10% 0% 4%
Þáttatekjur (v. ás)
Þáttagjöld (h. ás)
Mynd 1
Þáttatekjur og gjöld
Ársfjórðungstölur 1. ársfj. 1990 - 4. ársfj. 2006
Ma. kr.
Heimild: Seðlabanki Íslands.
0
10
20
30
40
50
60
70
80
90
100
0
-10
-20
-30
-40
-50
-60
-70
-80
-90
-100
‘06‘04‘02‘00‘98‘96‘94‘92‘90
Ma. kr.
Bein fjármunaeign erlendis (v. ás)
Erlend verðbréfaeign (v. ás)
Lán (v. ás)
Seðlar og innstæður (v. ás)
Aðrar eignir ót.a. (v. ás)
Gjaldeyrisforði (v. ás)
Erlendar eignir, % af VLF (h. ás)
Mynd 2
Erlendar eignir þjóðarbúsins
Árlegar tölur 1990-2006
Ma. kr.
Heimild: Seðlabanki Íslands.
% af VLF
0
500
1.000
1.500
2.000
2.500
3.000
3.500
4.000
4.500
5.000
5.500
6.000
0
100
200
300
400
500
600
‘06‘04‘02‘00‘98‘96‘94‘92‘90
1. Í aðferðafræði OECD og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins er mælt með því að bein fjárfesting
sé bókfærð á markaðsvirði en jafnframt viðurkennt að erfitt geti verið að mæla
markaðsvirði óskráðra fyrirtækja. Skortur á áreiðanlegum gögnum gerir það að verkum
að flest lönd, þ.m.t. Ísland, skrá beina fjármunaeign á bókfærðu verði. Æskilegt er að
flest lönd í heiminum notist annaðhvort við markaðsverð eða þá bókfært verð svo að
hægt sé að bera saman einstök lönd.