Peningamál - 01.03.2007, Page 88
PENINGASTEFNAN
OG STJORNTÆKI HENNAR
P
E
N
I
N
G
A
M
Á
L
2
0
0
7
•
1
88
Föst viðskiptaform:
• Viðskiptareikningar geyma óráðstafað fé lánastofnana. Þeir eru
uppgjörsreikningar vegna greiðslujöfnunar milli innlánsstofnana og
millibankaviðskipta, þar á meðal viðskipta við Seðlabankann. Vextir
þessara reikninga mynda gólf fyrir daglánavexti á millibankamark-
aði.
• Daglán eru veitt að ósk lánastofnana og tryggð með sömu verð-
bréfum og hæf eru í endurhverfum viðskiptum. Vextir daglána
mynda þak yfir daglánavexti á millibankamarkaði.
• Innstæðubréf eru veitt til 90 daga, að ósk lánastofnana. Þau eru
ekki skráð en þó hæf í endurhverfum viðskiptum. Hlutverk þeirra er
að setja gólf undir ávöxtun þriggja mánaða vaxta á peningamark-
aði.
• Bindiskylda er lögð á lánastofnanir sem ekki eru háðar fjárlögum í
rekstri sínum. Hún miðast við bindigrunn sem er innstæður, útgefin
skuldabréf og peningamarkaðsbréf. Bindihlutfall er 2% fyrir þann
hluta bindigrunns sem bundinn er til tveggja ára eða skemur.
Binditímabil miðast við 21. dag hvers mánaðar til 20. dags næsta
mánaðar og skal innstæða á bindireikningi ná tilskildu hlutfalli að
meðaltali á binditímabilinu.
Markaðsaðgerðir:
• Lán gegn veði eru helsta stjórntæki Seðlabankans. Vikulega eru
haldin uppboð á 7 daga samningum. Lánastofnanir þurfa að leggja
fram hæf verðbréf, en þeim er nánar lýst í reglum Seðla bankans nr.
997 frá 10. desember 2004. Uppboðin geta verið ýmist fastverðs-
uppboð eða uppboð þar sem heildarfjárhæð framboðinna samn-
inga er tilkynnt. Fastverðsuppboð hafa verið reglan til þessa.
• Innstæðubréf til 7 daga eru boðin upp vikulega. Hlutverk þeirra er
að mynda mótvægi við tímabundna lausafjárgnótt. Uppboðsaðferð
er fastverðsuppboð.
• Viðskipti á verðbréfamarkaði takmarkast við ríkistryggð verðbréf.
• Inngripum á gjaldeyrismarkaði er einungis beitt, samkvæmt yfir-
lýsingunni um verðbólgumarkmið frá 2001, telji Seðlabankinn það
nauðsynlegt til þess að stuðla að verðbólgumarkmiði sínu eða ef
hann telur að gengissveiflur geti ógnað stöðugleika fjármálakerf-
isins.