Peningamál - 01.07.2007, Blaðsíða 3

Peningamál - 01.07.2007, Blaðsíða 3
Stefnuyfirlýsing bankastjórnar Seðlabanka Íslands Stýrivextir Seðlabanka Íslands óbreyttir Bankastjórn Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að stýrivextir bankans skuli vera óbreyttir, þ.e. 13,3%.1 Verðbólga hefur hjaðnað hægar en gert var ráð fyrir í spá bankans í mars sl. þótt gengi krónunnar hafi hækkað meira en reiknað var með. Verðbólga mælist nú 4% en áætluð undirliggjandi verðbólga um 6%. Verðbólguhorfur til næsta árs hafa versnað síðan í mars og útlit er fyrir að verðbólgumarkmiðið náist síðar jafnvel þótt stýrivöxtum verði haldið óbreyttum lengur en reiknað var með. Spáin nú bendir til að ekki verði unnt að lækka stýrivexti fyrr en á fyrri helmingi næsta árs eigi viðunandi horfur að vera á að verðbólga verði við markmið á því ári og að það náist að fullu snemma árs 2009. Um stýrivaxtaferilinn í grunnspánni gildir sem fyrr að hann felur ekki í sér yfi rlýsingu eða fyrirheit bankastjórnar. Hann er hins vegar þýð- ingarmikil vísbending um hverjir stýrivextirnir þurfa að vera að öðru óbreyttu til þess að verðbólgumarkmiðið náist á spátímanum. Sú ákvörðun bankastjórnar að halda stýrivöxtum óbreyttum þrátt fyrir verri verðbólguhorfur tekur mið af tvennu. Annars vegar eru raunstýrivextir orðnir háir og hafa haft vaxandi áhrif á ávöxtun bæði óverðtryggðra og verðtryggðra skuldabréfa. Stefnuyfi rlýsing bankastjórnar og stýrivaxtaferillinn sem birtust í síðasta hefti Peninga- mála virðast því hafa haft tilætluð áhrif. Gengi krónunnar hefur einnig hækkað umfram spár síðan í mars. Núverandi stýrivextir veita umtals- vert aðhald gagnvart verðbólguþrýstingi. Hins vegar hefur verið meiri spenna í efnahagslífi nu í ár en búist var við. Þótt þjóðhagsreikningar fyrir fyrsta fjórðung ársins virðist benda til þess að dregið hafi úr vexti innlendrar eftirspurnar hníga fl estir aðrir hagvísar í aðra átt. Gildir þá einu hvort litið er til vinnumarkaðar, fasteignamarkaðar, hlutabréfa- markaðar, væntinga- og viðhorfsvísitalna, útlána, veltu í smásöluversl- un, greiðslukortaveltu eða undirliggjandi verðbólgu. Hvarvetna blasir við mikill og jafnvel aukinn vöxtur. Þétt aðhald verður því að standa lengur en áður var reiknað með. Fráviksdæmi og áhættumat sýna að líklegra er að verðbólga verði meiri en grunnspáin sýnir en að hún verði minni. Sem fyrr er gengi krónunnar stærsti áhættuþátturinn. Vegna mikillar eftirspurnar í þjóð- félaginu hefur hækkun þess undanfarna mánuði ekki skilað sér í hjöðn- un verðbólgu. Raungengi krónunnar er á ný orðið mjög hátt og felur í sér auknar líkur á gengislækkun þegar fram líða stundir. Tillit er tekið til þessarar áhættu í grunnspánni og áhættumati. Heimilin sækjast nú mjög eftir lánum sem bundin eru gengi lágvaxtagjaldmiðla. Hætta er á að þau vanmeti áhættuna sem í þeim felst. Viðskiptahalli var mun minni á fyrsta fjórðungi ársins en búist var við, en að teknu tilliti til 1. Stýrivextir Seðlabankans eru nú settir fram sem nafnvextir í stað ávöxtunar áður; 13,3% nafnvextir samsvara 14,25% ársávöxtun reglulegra veðlána Seðlabankans. Breytingin var skýrð í fréttum bankans nr. 9/2007 frá 16. maí 2007 og nr. 13/2007 frá 18. júní 2007.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.