Peningamál - 01.07.2007, Blaðsíða 25

Peningamál - 01.07.2007, Blaðsíða 25
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 7 • 2 25 V Opinber fjármál Horfur eru á heldur betri afkomu hins opinbera á spátímabilinu en gert var ráð fyrir í síðustu spá bankans. Það skýrist einkum af minni sam- drætti einkaneyslu allt spátímabilið og hærra raungengi í ár og á næsta ári, sem ýtir undir innflutning. Töluverður vöxtur tekna hins opinbera á fyrsta fjórðungi 2007 Hagstofa Íslands birti um miðjan júní þjóðhagsreikninga og yfirlit um opinber fjármál á fyrsta ársfjórðungi 2007. Samkvæmt þeim jukust tekjur hins opinbera að raungildi um 8% frá sama fjórðungi árið 2006, eða 11 ma.kr. Aukninguna má aðallega rekja til meiri tekna ríkissjóðs af skattlagningu fyrirtækja og af óbeinum sköttum. Útgjöld hins opin- bera eru talin hafa aukist um 5½% að raungildi á sama tíma vegna meiri launagjalda, tilfærslna og vaxtagjalda af fé til endurlána.1 Afkoma versnar minna vegna minni samdráttar einkaneyslu Litlar breytingar hafa orðið á forsendum sem hafa áhrif á opinber fjármál. Ekki eru tölusett útgjaldamarkmið í málefnasamningi nýrrar ríkisstjórnar. Útgjaldaforsendur við spágerð eru því óbreyttar. Afkoma hins opinbera versnar þó minna í ár en gert var ráð fyrir í síðustu Peningamálum. Reiknað er með að afgangur nemi 4,7% af lands- framleiðslu í ár, en afkoman versni um sem nemur 8,8 prósentum af landsframleiðslu á næstu tveimur árum. Í mars var reiknað með rýrnun afkomu um 9½ prósentu. Verri afkoma skýrist, eins og áður, einkum af áhrifum efnahagssamdráttar, skattalækkana og breytinga á raungengi og neyslu á tekjur ríkissjóðs. Þá hafa aukin tilfærsluútgjöld og framkvæmdir áhrif á útgjöld. Spár um raungengi og neyslu árin 2007 og 2008 eru þó hagstæðari fyrir ríkistekjur en í mars. Vegna þess að spáð er minni hækkun á hlutfallslegu verði samneyslu, hækk- ar hlutfall opinberra útgjalda af landsframleiðslu minna árin 2008 og 2009 en samkvæmt Peningamálum 2007/1, um 3,6 prósentur í stað 6½ prósentu. Tafl a V-1 Fjármál hins opinbera 2005-2009 % af landsframleiðslu 2005 2006 2007 2008 2009 Tekjur 47,6 46,7 48,4 45,4 42,6 Gjöld 42,3 41,4 43,7 45,6 47,5 Afkoma 5,2 5,3 4,7 -0,2 -4,9 Sveifl uleiðrétt afkoma 2,4 3,4 4,5 0,3 -2,8 Hreinar skuldir1 4,5 0,8 0,8 1,0 5,2 Heildarskuldir 24,1 30,7 25,9 25,0 28,5 1. Bankainnstæður ríkissjóðs meðtaldar. Heimildir: Fjármálaráðuneytið, Hagstofa Íslands, spá Seðlabankans fyrir árin 2007-2009. Tekjur hins opinbera Gjöld hins opinbera Mynd V-1 Tekjur og gjöld hins opinbera 2000-20091 % af VLF 1. Spá Seðlabankans 2007-2009. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. 40 42 44 46 48 50 ‘09‘08‘07‘06‘05‘04‘03‘02‘01‘00 Mynd V-2 Tekjujöfnuður hins opinbera 2004-20091 % af VLF 1. Spá Seðlabankans 2007-2009. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. -8 -6 -4 -2 0 2 4 6 8 200920082007200620052004 PM 2007/2 PM 2007/1 Mynd V-3 Sveifluleiðrétt afkoma hins opinbera 2000-20091 % af VLF 1. Spá Seðlabankans 2007-2009. Heimild: Seðlabanki Íslands. -8 -6 -4 -2 0 2 4 6 8 ‘09‘08‘07‘06‘05‘04‘03‘02‘01‘00 Sveifluleiðréttur jöfnuður PM 2007/2 Sveifluleiðréttur jöfnuður PM 2007/1 Jöfnuður PM 2007/2 Jöfnuður PM 2007/1 1. Á móti vöxtum af fé til endurlána koma vaxtatekjur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.