Peningamál - 01.07.2007, Side 41

Peningamál - 01.07.2007, Side 41
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 7 • 2 41 tengst aukinni áhættufælni alþjóðlegra fjárfesta og hækkun erlendra vaxta. Mynd 1 sýnir möguleg viðbrögð Seðlabankans við ofangreind- um skelli. Stýrivextir eru hækkaðir strax á fjórða ársfjórðungi um tæplega 1 prósentu og samtals um 1½ prósentu til að koma í veg fyrir að tímabundin aukning verðbólgu festi rætur í verðbólguvænt- ingum. Stýrivextir eru því orðnir rúmlega 143/4% um mitt næsta ár, en þá taka þeir að lækka aftur. Vextir verða þó hærri en í grunn spánni út spátímann. Þeir þurfa hins vegar ekki að hækka eins mikið og í fráviksdæminu í síðustu Peningamálum, enda spennan í hagkerfi nu minni þegar áfallið ríður yfi r en þá var talið. Bæði hefur framleiðslu- spennan verið endurmetin og gengislækkunin kemur síðar þegar meira hefur dregið úr henni. Þessi kröftuga hækkun vaxta dugar þó ekki til að koma í veg fyrir að verðbólga aukist tímabundið í kjölfar gengislækkunarinnar (mynd 2). Verðbólga nær hámarki um mitt næsta ár í um 5½% í stað rúmlega 3% í grunnspánni. Hún lækkar síðan smám saman og er komin í markmið í lok spátímans, u.þ.b. ári seinna en í grunnspánni. Tilgangur hækkunar vaxta í kjölfar gengislækkunarinnar er ekki að halda gengi krónunnar uppi í sjálfu sér, heldur að koma í veg fyrir að raunstýrivextir lækki óhófl ega vegna aukinnar verðbólgu og skapa verðbólguvæntingum trúverðuga kjölfestu þótt verðbólga aukist tímabundið vegna gengislækkunarinnar. Því skiptir tímasetn- ing mögulegrar veikingar krónunnar miklu máli. Verði hún við nú- verandi aðstæður yfi rspennts efnahagslífs er meiri hætta á því að gengislækkunin hafi viðvarandi áhrif á verðbólgu en ef hún yrði þeg- ar framleiðsluþættir eru ekki að fullu nýttir. Möguleg orsök slíkrar gengislækkunar skiptir einnig höfuðmáli. Þannig kallar gengislækkun sem stafar af neikvæðum framboðsskelli (t.d. versnandi viðskiptakjörum) á mildari viðbrögð en gengislækk- un sem stafar af hreinni eignatilfærslu. Neikvæður framboðsskellur dregur úr almennri eftirspurn sem vinnur á móti áhrifum gengislækk- unar á verðbólgu og minnkar því þörf fyrir hækkun vaxta og því meira sem verðbólguvæntingar hafa sterkari kjölfestu. Bygging álvers í Helguvík tefur lækkun stýrivaxta Í grunnspánni er ekki gert ráð fyrir frekari byggingu ál- og orkuvera á spátímanum. Í spám Seðlabankans hefur að jafnaði ekki verið tekið tillit til slíkra framkvæmda í grunnspá fyrr en nær fullvíst er að ráðist verði í þær, en áhrifi n metin í fráviksdæmum. Verði af áformum um slíkar framkvæmdir yrði eftirspurn eftir innlendum framleiðsluþátt- um meiri en felst í grunnspánni og verðbólguþrýstingur þar af leið- andi meiri. Hærra gengi krónunnar kynni þó að vinna þar á móti framan af. Frá síðustu Peningamálum hefur áætlun um frekari stækkun álverksmiðjunnar í Straumsvík verið hafnað í atkvæðagreiðslu íbúa. Áætlanir um byggingu nýs álvers Century Aluminium í Helguvík virð- ast hins vegar hafa fengið byr undir báða vængi. Aðrir möguleikar eru einnig til umræðu en lengra er í að hægt verði að hefjast handa við þá og því líklegt að þeir falli að öllu eða mestu leyti utan þess tímabils sem núverandi grunnspá nær yfi r. Í þessu fráviksdæmi eru því einungis skoðuð áhrif byggingar álvers í Helguvík og möguleg viðbrögð peningastefnunnar við þeim. Fjárfestingaráform í tengslum við uppbyggingu álvers í Helgu- vík og nauðsynleg orkuöfl un eru í meginatriðum þau sömu og lágu til grundvallar fráviksdæminu í síðustu Peningamálum. Gert er ráð fyrir 240 þús. tonna framleiðslugetu og byggingarframkvæmdum í tveimur jafnstórum áföngum. Heildarkostnaður, að mati Seðla- bankans, verður um 120 ma.kr. (um 10% af landsframleiðslu ársins 2006). Gert er ráð fyrir að framkvæmdir hefjist árið 2008 og að fyrri áfanga verði lokið árið 2011, en hinum síðari árið 2013. Áætlað er 50% óvissubil 75% óvissubil 90% óvissubil Grunnspá Mynd 2 Verðbólga - fráviksdæmi Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. % Fráviksdæmi með gengislækkun Fráviksdæmi með stóriðjuframkvæmdum Verðbólgumarkmið 0 1 2 3 4 5 6 7 8 9 2006 2007 2008 2009 ‘10

x

Peningamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.