Peningamál - 01.07.2007, Blaðsíða 38

Peningamál - 01.07.2007, Blaðsíða 38
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 7 • 2 38 Rammagrein IX-1 Breytingar á grunnspá frá Peningamálum 2007/1 Eftir því sem nýjar upplýsingar berast eru staða og horfur efna hagsmála endurmetnar og spár breytast. Í þessari rammagrein er helstu breytingum á þjóðhags- og verðbólguspánni frá síðustu Peninga málum lýst og grunnspáin borin saman við líkindadreifi ngu síðustu grunnspár. Meginniðurstaðan er að heldur aðhaldssamari peningastefnu þurfi til að ná verðbólgumarkmiðinu innan ásættanlegs tíma en áður var talið. Óbreyttur stýrivaxtaferill frá síðustu grunnspá hefði þýtt enn hægari hjöðnun verðbólgu að markmiði, sem byði þeirri hættu heim að verðbólguvæntingar fjarlægist markmiðið á nýjan leik. Hér skiptir hraðari gengislækkun í nýrri grunnspá sköpum. Gengi krónunnar veikist hraðar en í síðustu grunnspá Í spánni í mars var gert ráð fyrir að gengi krónunnar styrktist lítil lega framan af spátímanum en tæki síðan smám saman að veikjast þegar liði á næsta ár. Gengið hefur hins vegar hækkað meira en þá var spáð og er nú u.þ.b. 10% hærra en það var í upphafi árs. Eins og sjá má á mynd 1 var svo mikil hækkun talin frekar ólíkleg í mars. Í ljósi þess að raungengi er orðið hátt, að gert er ráð fyrir þrálátum viðskiptahalla og að töluverð hækkun hefur orðið á erlendum vöxtum umfram það sem reiknað var með í síðustu spá er líklegt að undirliggjandi þrýstingur til veikingar krónunnar hafi heldur aukist frá síðustu Peningamálum. Í spánni nú er því reiknað með heldur hraðari gengislækkun en í mars. Í lok spátímans er gengisvísitalan um 133 stig og veikist því um rúmlega 12% yfi r spátímann í stað einungis 6% í síðustu spá. Slaki myndast fyrr vegna minni hagvaxtar og endurmats á framleiðslugetu Framleiðslugeta þjóðarbúskaparins hefur verið endurmetin frá því í mars. Um er að ræða endurmat á afskriftum fjármagnsstofnsins sem leiðir til breytinga á undirliggjandi vaxtargetu þjóðarbúsins. Fjármagnsstofninn vex því hraðar á spátímanum en reiknað var með í mars. Endurmatið hefur einnig í för með sér að heildarþáttaframleiðni og framleiðni vinnuafl s er talin vaxa hraðar á næstu árum. Því til við bót ar er spáð minni hagvexti á þessu ári og árið 2009 en að á því næsta verði hann svipaður og spáð var síðast. Framleiðsluspenna dregst því heldur hraðar saman og er talin verða neikvæð um mitt næsta ár, eða því sem næst hálfu ári fyrr en síðast (mynd 2). Slakinn eykst svo fram að lokum spátímans en úr honum dregur að nýju eftir það. Hægar dregur úr verðbólgu en spáð var í síðustu Peningamálum Verðbólga á öðrum ársfjórðungi reyndist nokkru meiri en spáð var í mars, þrátt fyrir sterkara gengi krónunnar. Þannig var spáð um 3,5% verðbólgu á öðrum fjórðungi þessa árs en reyndin varð einni prósentu hærri. Enn meiri munur er á spánni fyrir þriðja ársfjórðung en þá fellur ný spá rétt utan þeirra marka sem sýna 90% líkindi í marsspánni (mynd 3). Að mestu leyti skýrist þessi munur á mikilli hækkun hús næðis verðs. Í mars var gert ráð fyrir því að húsnæðisverð héldist nánast óbreytt á þessu ári. Einnig hafa hækkun bensínverðs og heldur meiri launahækkanir og vaxandi launaskrið haft áhrif. Þrálátur verðbólguþrýstingur gæti einnig verið vísbending um að fyrirliggjandi styrkur efnahagslífsins á síðasta ári sé vanmetinn. Ýmsar vísbendingar eru um að vöxtur innlendrar eftirspurnar og hagvöxtur hafi verið meiri en niðurstöður þjóðhagsreikninga sýna. Sé það rétt má ætla að undirliggjandi verðbólguþrýstingur hafi verið vanmetinn í mars, en það kemur fram í vanspá verðbólgu á fyrstu fjórðungum þessa árs. 50% óvissubil 75% óvissubil 90% óvissubil Grunnspá PM 2007/1 Mynd 1 Gengisvísitala Grunnspá og óvissumat PM 2007/1 ásamt grunnspá PM 2007/2 Heimild: Seðlabanki Íslands. 31/12 1991 = 100 Grunnspá PM 2007/2 90 100 110 120 130 140 150 160 170 180 2006 2007 2008 2009 50% óvissubil 75% óvissubil 90% óvissubil Grunnspá PM 2007/1 Mynd 2 Framleiðsluspenna Grunnspá og óvissumat PM 2007/1 ásamt grunnspá PM 2007/2 Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. % af framleiðslugetu Grunnspá PM 2007/2 -6 -4 -2 0 2 4 6 2006 2007 2008 2009 50% óvissubil 75% óvissubil 90% óvissubil Grunnspá PM 2007/1 Mynd 3 Verðbólga Grunnspá og óvissumat PM 2007/1 ásamt grunnspá PM 2007/2 Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. % Grunnspá PM 2007/2 0 1 2 3 4 5 6 7 8 9 2006 2007 2008 2009 Verðbólgumarkmið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.