Peningamál - 01.07.2007, Blaðsíða 62

Peningamál - 01.07.2007, Blaðsíða 62
ERLEND STAÐA ÞJÓÐARBÚSINS OG ÞÁTTATEKJUR P E N I N G A M Á L 2 0 0 7 • 2 62 Hrein erlend staða hefur versnað meira en viðskiptahallinn gefur tilefni til Afgangur á viðskiptajöfnuði er vísbending um að hluti af sparnaði landsmanna hafi verið notaður til að fjárfesta erlendis eða til þess að greiða niður erlendar skuldir. Sé hins vegar halli á viðskiptajöfnuði eru landsmenn aftur á móti að eyða um efni fram og safna erlendum skuldum. Með réttu ætti uppsafnaður viðskiptajöfnuður því að endur - speglast nákvæmlega í þróun hreinnar erlendrar stöðu þjóðarbúsins. Nokkuð gott samræmi var á milli uppsafnaðs viðskiptahalla og hreinn- ar erlendrar stöðu þjóðarbúsins fram til ársins 2000 (sjá mynd 9). Fram til ársins 1995 var erlendri lántöku og eignamyndun stýrt af opinberum aðilum og lítið um hvort tveggja beina fjárfestingu erlendis og fjárfest- ingu í erlendum verðbréfum. Með EES-samkomulaginu varð gjörbreyt- ing á heimildum innlendra aðila til erlendra fjárfestinga. Í tengslum við einkavæðingu bankanna, sem hófst á ný árið 1998 og lauk árið 2003, jukust bæði eignir og skuldir innlendra aðila erlendis gífurlega. Þróun skuldastöðunnar frá og með árinu 2000 er talsvert óhag- stæðari en uppsafnaður viðskiptajöfnuður virðist gefa tilefni til. Mynd 9 sýnir uppsafnaðan viðskiptahalla ásamt þróun hreinnar erlendrar stöðu frá árinu 1996, en það ár var um það bil jafnvægi í viðskiptum Íslands við útlönd. Helsta skýringin á þessu ósamræmi liggur í virðis - breytingum eigna og skulda. Á árunum 2000-2002 var til að mynda talsvert verðfall á erlendum hlutabréfamörkuðum sem ætla má að hafi rýrt virði erlendrar verðbréfaeignar Íslendinga um rúmlega 72 ma.kr. Á móti vegur að á sama tíma jókst virði erlendra verðbréfa í krónum talið um sem nemur rúmlega 21 ma.kr. vegna veikingar krónunnar. Hverju hafa erlendar eignir skilað í þjóðarbúið? Hér að framan hefur verið fjallað um eignamyndun og skuldasöfnun Íslendinga erlendis. Bent hefur verið á að eignir og skuldir hafa aukist mikið á allra síðustu árum og að það eitt og sér hafi í för með sér aukið vægi þáttatekna í viðskiptajöfnuði. Með þessa þróun í huga er áhugavert að skoða ávöxtun þessara eigna í eigu innlendra aðila og samsvarandi þróun skulda (sjá mynd 10). Hafa tekjur af erlendum eignum hækkað í samræmi við aukningu þeirra? Athygli vekur að um 41% af erlendum eignum þjóðarbúsins er það sem fl okka má sem áhættufjárfestingu, þ.e. bein fjárfesting og hlutafé í verðbréfafjárfestingu. Aðeins um 14,6% skulda falla hins vegar undir þessa skilgreiningu. Eins og rakið var hér að framan er aðeins eitt land sem hefur hærra hlutfall af vergri landsframleiðslu sinni bundið í erlendri áhættufjárfestingu. Fyrirfram mætti því ætla að arðsemi af erlenda eignasafninu sé hærri en af erlenda skuldasafninu. Tafl a 2 Samsetning erlendra skulda Íslendinga 1995 og 2006 Staða beinnar fjárfestingar Skulda- Seðlar og Viðskipta- Aðrar (skuld) Hlutafé skjöl Lán innstæður skuldir skuldir 1995 3% 0% 48% 46% 0% 2% 1% 2006 9% 6% 63% 16% 6% 0% 0% Heimildir: Útreikningar höfunda, Seðlabanki Íslands. Mynd 9 Uppsafnaður viðskiptahalli og þróun hreinnar erlendrar stöðu Ma. kr. Uppsafnaður viðskiptahalli Þróun hreinnar erlendrar stöðu 100 -100 -300 -500 -700 -900 -1.100 -1.300 ‘06‘05‘04‘03‘02‘01‘00‘99‘98‘97‘96
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.