Peningamál - 01.07.2007, Blaðsíða 58

Peningamál - 01.07.2007, Blaðsíða 58
ERLEND STAÐA ÞJÓÐARBÚSINS OG ÞÁTTATEKJUR P E N I N G A M Á L 2 0 0 7 • 2 58 um efni fram um áratuga skeið er mismunandi samsetning og ávöxtun á eigna- og skuldahlið. Ávöxtun erlendra eigna hefur um árabil verið um 2% hærri að meðaltali en ávöxtun skulda. Helsta skýringin á þess- ari umframávöxtun er að hlutafé vegur talsvert þyngra í eignahliðinni en í skuldahliðinni, þar sem vaxtaberandi eignir, svo sem skuldabréf og almenn innlán, eru í meirihluta. Það sem vegur einna þyngst er að bein fjárfesting Breta erlendis hefur að jafnaði verið talsvert meiri en bein fjárfesting erlendra aðila í Bretlandi og hefur hrein eign í þessum eignafl okki verið á bilinu 200 til 300 milljarðar punda undanfarin 6 ár. Svipað og í fl estum öðrum löndum hefur ávöxtun beinnar fjárfestingar verið talsvert meiri en hinna eignafl okkanna. Það eitt og sér að hlutfall beinnar fjárfestingar í eignasafninu er hærra en hlutfall beinnar fjár- festingar í skuldasafninu skýrir að hluta til þversögnina hér að framan. Það vekur hins vegar athygli að svipuð staða virðist vera uppi í Bret- landi og í Bandaríkjunum þ.e. að ávöxtun beinnar fjárfestingar Breta erlendis er talsvert hærri en ávöxtun beinnar fjárfestingar erlendra aðila í Bretlandi. Sem dæmi um þetta má nefna að árið 2005 var ávöxt- un beinnar erlendrar fjárfestingar Breta erlendis um 11% en ávöxtun erlendra aðila af beinum fjárfestingum í Bretlandi var um 7%. Ef eigna- og skuldahlið beinnar fjárfestingar er leiðrétt með tilliti til markaðs- verðs lækkar ávöxtunarprósenta eignahlutans niður í rúmlega 5% en skuldahlutans niður í rúm 3% samkvæmt útreikningum Nickel (2006). Þrátt fyrir það er samt um talsverðan mun að ræða Bretum í hag. Sjálf- bærni viðskiptahallans er undir því komin að hlutfall hlutabréfa í beinni erlendri fjárfestingu haldist hátt og að þessi munur á ávöxtun, sem erfi tt er að skýra, haldist. Afgangur á viðskiptajöfnuði í Svíþjóð en hrein erlend staða batnar lítið Ólíkt Bretlandi og Bandaríkjunum hefur Svíþjóð um árabil haft talsverð- an afgang á viðskiptajöfnuði (sjá mynd 4), en síðustu árin skýrist hann einkum af hagstæðum vöru- og þjónustujöfnuði. Þessi afgangur hefur hins vegar ekki skilað sér í aukningu erlendra eigna umfram skuldir. Uppsafnaður afgangur á viðskiptajöfnuði á tímabilinu 1989-2005 nam um 995 milljörðum sænskra króna (SEK). Á sama tímabili batnaði hrein erlend staða hins vegar aðeins um rífl ega 50 milljarða SEK. Samkvæmt rannsóknum Blomberg og Falk (2006) og Lane (2006) skýrist þetta einna helst af mismunandi ávöxtun eigna og skulda og breytingum á gengi sænsku krónunnar. Þar sem bæði erlendar eignir og skuldir hafa margfaldast á nokkrum árum hefur viðskiptajöfnuður hlutfalls- lega sífellt minni áhrif á þróun hreinnar erlendrar stöðu. Áhrif gengis - breytinga sænsku krónunnar og hlutfallsleg þróun hlutabréfaverðs í Svíþjóð miðað við erlenda markaði yfi rgnæfa framlag viðskiptajafn- aðarins til erlendu stöðunnar.3 Í árslok 2005 nam hrein erlend eign Svía um 2.600 milljörðum SEK. Ef gengi sænsku krónunnar hefði veikst um 3. Þess ber jafnframt að geta að sænski seðlabankinn skráir beina fjárfestingu á markaðs- virði en ekki á bókfærðu virði eins og Seðlabanki Íslands gerir. Sé bein fjárfesting skráð á bókfærðu virði kemur í ljós að hrein staða í lok tímabilsins 1989-2005 er í raun yfir 300 milljörðum sænskra króna lakari en í upphafi þess. Sé miðað við þessa útreikninga, eins og staðlar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins segja til um, eru áhrif viðskiptajafnaðar enn minni á hreina erlenda stöðu sænska þjóðarbúsins en niðurstöður Blomberg og Falk benda til. Heimildir: OECD, Sænski seðlabankinn. Mynd 4 Hrein erlend staða og viðskiptajöfnuður Svíþjóðar Árlegar tölur 1995-2005 % af VLF Hrein erlend staða (bein fjárfesting á bókfærðu virði) (v. ás) Hrein erlend staða (bein fjárfesting á markaðsvirði) (v. ás) Viðskiptajöfnuður sem hlutfall af landsframleiðslu (h. ás) % af VLF -50 -40 -30 -20 -10 0 10 20 30 0 1 2 3 4 5 6 7 8 ‘05‘04‘03‘02‘01‘00‘99‘98‘97‘96‘95 Heimildir: Lane & Ferretti (2006), OECD. Mynd 3 Hrein erlend staða og viðskiptajöfnuður Bretlands Árlegar tölur 1980-2005 % af VLF Hrein erlend staða (v. ás) Hrein erlend skuldastaða (v. ás) Viðskiptahalli (h. ás) % af VLF -40 -30 -20 -10 0 10 20 30 40 -8 -6 -4 -2 0 2 4 6 8 ‘04‘01‘98‘95‘92‘89‘86‘83‘80
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.