Peningamál - 01.07.2007, Blaðsíða 24

Peningamál - 01.07.2007, Blaðsíða 24
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 7 • 2 24 einnig að hagvöxtur verði hverfandi á þessu ári. Sérfræðingarnir eru sammála um að hagvöxtur glæðist nokkuð á árinu 2008 og hækki í um 3,5%. Ef litið er til ársins 2009 búast þeir að meðaltali við tæp- lega 3% hagvexti. Grunnspá Seðlabankans er nokkuð frábrugðin. Spáð er tæplega 1% hagvexti á næsta ári og samdrætti árið 2009. Þess ber hins vegar að gæta að fl estir sérfræðingarnir búast við frek- ari stóriðjuframkvæmdum á næstu árum. Sérfræðingarnir spá sterkri krónu fram á næsta ár Gengi krónunnar hefur hækkað verulega á undanförnum mánuðum. Sérfræðingarnir spá að gengisvísitalan verði að meðaltali rúmlega 120 stig að ári og u.þ.b. 125 stig eftir tvö ár. Sérfræðingarnir meta horfur um gengisþróun eitt ár fram í tímann nokkuð mismunandi. Svörin liggja á bilinu 112-130 stig. Í grunnspá Seðlabankans er gengisþróunin svipuð, gengisvísitalan er að meðaltali tæplega 120 stig á næsta ári en 128 stig á árinu 2009. Hærri stýrivextir á spátímabilinu Stýrivaxtaspá sérfræðinganna er nokkurn veginn í samræmi við birt- an stýrivaxtaferil í síðustu Peningamálum. Stýrivextir Seðlabankans hafa verið óbreyttir í 13,3% síðan í desember sl.2 Sérfræðingarnir spá því að stýrivextir verði að meðaltali rúmlega 11% eftir eitt ár, tæplega 7% eftir tvö ár og tæplega 6% eftir þrjú ár. Þeir reikna allir með að stýrivextir verði lækkaðir á síðasta fjórðungi þessa árs. Ekkert lát á hækkun eignaverðs Hlutabréfaverð hefur hækkað verulega á undanförnum mánuðum og úrvalsvísitalan slegið hvert metið á fætur öðru. Hinn 20. júní sl. stóð vísitalan í tæpum 8.200 stigum, sem er um 9% hækkun frá miðjum mars. Að meðaltali spá sérfræðingarnir því að úrvalsvísitalan standi í tæpum 9.500 stigum eftir eitt ár og rúmum 10.700 stigum eftir tvö ár. Húsnæðisverð hefur fylgt sömu þróun að undanförnu, enda yfi rleitt jákvæð fylgni milli eignaverðs og gengis krónunnar. Sérfræð- ingarnir búast að meðaltali við að fasteignaverð hækki um rúmlega 4½% á næstu tólf mánuðum og haldi svo áfram að hækka á spá- tímabilinu um 2-3% á ári. Yfirlit yfir spár sérfræðinga á fjármálamarkaði1 2007 2008 2009 Meðaltal Lægsta gildi Hæsta gildi Meðaltal Lægsta gildi Hæsta gildi Meðaltal Lægsta gildi Hæsta gildi Verðbólga (milli ársmt.) 4,4 4,4 4,5 3,6 2,8 4,3 3,0 2,5 3,8 Hagvöxtur 1,3 0,5 2,0 3,4 2,5 4,2 2,8 2,6 3,0 Júní 2008 Júní 2009 Júní 2010 Verðbólga 3,8 3,7 3,9 3,1 2,6 3,9 2,7 2,5 3,2 Gengisvísit. erl. gjaldmiðla 121 112 130 125 122 127 127 125 130 Stýrivextir Seðlabankans 11,3 11,1 11,6 6,8 6,6 7,0 5,8 5,8 5,8 Langtímanafnvextir2 7,5 6,8 8,4 6,7 6,1 7,6 6,5 6,0 7,2 Langtímaraunvextir3 3,8 3,8 3,9 3,5 3,4 3,6 3,4 3,3 3,5 Úrvalsvísitala aðallista 9.470 8.750 10.003 10.736 9.800 11.457 12.294 11.000 13.529 Ársbreyting fasteignaverðs 4,6 4,0 5,0 2,1 1,5 2,5 2,7 2,5 3,0 1. Taflan sýnir breytingu milli tímabila í % nema að því er varðar gengi, vexti og úrvalsvísitölu. Sýnd eru þau gildi sem spáð er fyrir vexti (%), gengisvísitölu erlendra gjaldmiðla (stig) og úrvalsvísitölu aðallista (stig). Þátttakendur í könnuninni eru greiningardeildir Glitnis hf., Kaupþings hf. og Landsbanka Íslands hf. 2. Ávöxtunarkrafa í tilboðum viðskiptavaka í ríkisbréf (RIKB 13 0517). 3. Ávöxtunarkrafa í tilboðum viðskiptavaka í íbúðabréf (HFF150644). Heimild: Seðlabanki Íslands. 2. Ný framsetning stýrivaxta tók gildi 21. júní sl. og eru stýrivextir nú settir fram sem nafn- vextir í stað ávöxtunar á ársgrundvelli. Stýrivextir eru því 13,3% sem samsvarar 14,25% ársávöxtun. Svörum greiningaraðila hefur því verið umbreytt í nafnvexti til samræmis.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.