Peningamál - 01.07.2007, Blaðsíða 70

Peningamál - 01.07.2007, Blaðsíða 70
ERLEND STAÐA ÞJÓÐARBÚSINS OG ÞÁTTATEKJUR P E N I N G A M Á L 2 0 0 7 • 2 70 segir að ekki skuli tekið tillit til gengishagnaðar eða taps af verðbréfa- viðskiptum við útreikning á þáttatekjum í greiðslujöfnuði, hvort sem um er að ræða verðbréfafjárfestingu eða beina fjárfestingu.15 Ýmis vandamál myndu fylgja því að taka gengissveifl ur á erlendum verð- bréfum með við útreikning á jöfnuði þáttatekna. Sumir telja að það sé óæskilegt að mæla gengissveifl ur því að ef niðursveifl a yrði á mörk- uðum þyrfti að mæla neikvæða ávöxtun. Tiltölulega auðvelt er hins vegar að áætla hver áhrifi n yrðu ef þessi atriði væru tekin með við útreikning á þáttatekjujöfnuði. Á mynd 13 má annars vegar sjá þróun jafnaðar þáttatekna á tímabilinu 1990- 2006 og hins vegar áætlun á því hvernig þróunin hefði getað verið ef verðbreytingar á hlutabréfum væru reiknaðar með sem ávöxtun. Hér eru verðbreytingarnar reiknaðar sem afgangsstærð út frá breytingum á stöðustærðum (sem færðar eru á markaðsvirði), árlegum fl æðistærðum, gengi krónunnar og öðrum leiðréttingum. Eins og sjá má á myndinni er fremur lítill munur á þessum tveimur stærðum framan af tímabilinu en frá árinu 1997 má sjá mun meiri sveifl ur í þróun hins endurmetna jafnaðar þáttatekna en í hinni hefðbundnu mælingu. Jafnframt er ljóst að hreinar þáttatekjur eru ýmist mun jákvæðari eða mun neikvæðari á einstökum tímabilum og því alls ekki gefi ð að önnur aðferðafræðin gefi endilega hagstæðari mynd af þróun hreinna þáttatekna frekar en hin. Á mynd 14 má sjá hver áhrifi n eru á viðskiptajöfnuðinn ef tekið er tillit til hækkunar verðbréfa í jöfnuði þáttatekna. Af þessum útreikning- um að dæma var viðskiptahallinn talsvert ofmetinn árið 2006. Sé tekið tillit til verðhækkunar hlutabréfa í ávöxtun verðbréfafjárfestingar var hallinn um 22,3% af VLF í stað 27,7%. Hins vegar var viðskiptahallinn talsvert vanmetinn árið 2005 og á tímabilinu 2000-2003. Fæst dóttur- og hlutdeildarfélög innlendra aðila erlendis eru skráð á hlutabréfamörkuðum Sett hefur verið fram sú skoðun að bein fjármunaeign innlendra aðila sé vanmetin vegna þess að hún sé metin á bókfærðu virði en ekki markaðsvirði, eins og gert er ráð fyrir í stöðlum Alþjóðagjaldeyrissjóðs- ins. Fæst dóttur- og hlutdeildarfélög innlendra aðila erlendis eru skráð á erlenda hlutabréfamarkaði. Því er erfi tt að meta hvaða áhrif aðrar aðferðir hefðu á tölur um beina fjárfestingu. Ef bein fjármunaeign erlendra aðila í innlendum fyrirtækjum sem nú er færð á bókfærðu virði yrði færð á áætlað markaðsvirði myndi eign erlenda aðila í innlendum fyrirtækjum líklega aukast talsvert. Hlut- fall markaðsvirðis skráðra innlendra félaga í eigu erlendra aðila og eig- in fjár, þ.e. V/E-hlutfallið (eða Q-gildið), gefur vísbendingu um hvort meiri munur sé á markaðsvirði og bókfærðu virði hér á landi en í öðr- um löndum. Töluverður hluti beinnar fjármunaeignar erlendra aðila er hins vegar í óskráðum félögum. Alcan á Íslandi hf., Norðurál ehf. og Alcoa á Íslandi ehf. eru t.d. ekki skráð í Kauphöll Íslands. Fjárfesting í stóriðju og málmiðnaði var um 38 ma.kr. af 252 ma.kr. innlendri fjár- munaeign erlendra aðila í árslok 2005. 15. Handbók Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um greiðslujöfnuð og erlenda stöðu er nú til endur- skoðunar. Skilgreiningar og aðferðir við mat á beinni fjárfestingu og verðbréfafjárfestingu eru meðal þess sem gæti breyst (Sjá m.a. IMF (2004)). Engin niðurstaða er hins vegar komin í þessa vinnu ennþá. Heimildir: Útreikningar höfunda, Seðlabanki Íslands. Mynd 14 Viðskiptajöfnuður með og án verðbreytinga á hlutabréfum % af VLF Viðskiptajöfnuður Endurmetinn viðskiptajöfnuður -30 -25 -20 -15 -10 -5 0 5 1990 1991 1992 1993 1994 1995 1996 1997 1998 1999 2000 2001 2002 2003 2004 2005 2006 • • • • • • • • • • • • • • • • • • 1. Rekstrarframlög talin með þáttatekjum. Heimildir: Útreikningar höfunda, Seðlabanki Íslands. Mynd 13 Jöfnuður þáttatekna með og án verðbreytinga á hlutabréfum1 Ma.kr. Þáttatekjujöfnuður Endurmetinn þáttatekjujöfnuður -120 -100 -80 -60 -40 -20 0 20 40 60 1990 1991 1992 1993 1994 1995 1996 1997 1998 1999 2000 2001 2002 2003 2004 2005 2006 • • • • • • • • • • • • • • • • • •
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.