Peningamál - 01.07.2007, Síða 31

Peningamál - 01.07.2007, Síða 31
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 7 • 2 31 VIII Verðlagsþróun Þrátt fyrir hærra gengi krónunnar en gert var ráð fyrir í spá sem birtist í Peningamálum í mars hefur verðbólga verið meiri en búist var við. Dregið hefur úr tólf mánaða mældri verðbólgu, en það má einkum rekja til lækkunar neysluskatta og grunnáhrifa. Áhrifa mikilla verðhækkana vorið 2006 í kjölfar snarprar gengislækkunar krónunn- ar gætir ekki lengur í tólf mánaða breytingu vísitölu neysluverðs. Á þennan mælikvarða lækkaði verðbólgan því úr 5,9% sl. mars í 4% í júní þótt vísitala neysluverðs hafi hækkað um 2% á sama tíma. Undirliggjandi verðbólga er töluvert meiri. Ef áhrif sveiflukenndra þátta, opinberrar þjónustu, vaxtabreytinga og óbeinna skatta eru undanskilin mælist tólf mánaða verðbólga 6,2% (sjá rammagrein VIII- 1). Töluverður verðbólguþrýstingur er því enn fyrir hendi, enda hefur innlend eftirspurn verið sterk og innlendur kostnaður hækkað mikið undanfarið ár. Verðbólga á öðrum ársfjórðungi meiri en reiknað var með Verðbólga á fyrsta ársfjórðungi mældist 6½% í samræmi við síðustu verðbólguspá, enda þá langt liðið á fjórðunginn. Nú stefnir í að hún verði 4,4% á öðrum ársfjórðungi eða tæplega prósentu meiri en spáð var í mars. Að mestu leyti skýrist frávikið af meiri hækkun húsnæðis- verðs en reiknað var með. Dregið hefur verulega í sundur með vísitölu neysluverðs með og án húsnæðis á undanförnum mánuðum. Tólf mánaða hækkun vísitölu neysluverðs án húsnæðis nam 1,7% í júní sem er rúmlega 2 prósentum minna en hækkun vísitölunnar í heild. Til samanburðar var munurinn tæp prósenta í byrjun þessa árs. Ekkert lát á hækkun húsnæðisverðs Það sem af er ári hefur fasteignamarkaðurinn tekið vel við sér á nýjan leik og einkennst af mikilli veltu og verðhækkunum. Greiningaraðilar höfðu lengi reiknað með því að umtalsverð kólnun á húsnæðis markaði væri í nánd. Undir lok síðasta árs virtist sem hún væri hafin. Frá áramótum hefur verðhækkun húsnæðis hins vegar enn á ný verið drifkraftur aukinnar verðbólgu. Áhrif til hækkunar vísitölu neyslu- verðs hafa síðan þá numið tæplega 1½ prósentu. Frá útgáfu síðustu Peningamála hefur árstíðarleiðrétt íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkað um rúmlega 4% og árstíðarleiðrétt velta á fasteignamarkaði um tæp 4% (miðað við veltu samkvæmt kaupdegi). Í júní sl. nam árs- hækkun húsnæðisþáttarins 11%. Í ljósi þróunar efnahagsaðstæðna undanfarna mánuði ætti ekki að koma á óvart að eftirspurn eftir húsnæði hafi aukist á ný. Kaupmáttur ráðstöfunartekna hefur aukist verulega vegna mikilla launahækkana, lækkunar skatta og vaxandi atvinnu. Húsnæðismarkaðurinn virðist jafnframt oft hafa tilhneigingu til að vera sterkur á sama tíma og gengi krónunnar. Þessar aðstæður endurspeglast í því að væntingar neytenda eru í hámarki um þessar mundir. Þessu til viðbótar hefur umrót á íbúða- lánamarkaði aukist á ný eftir að Íbúðalánasjóður hækkaði lánshlutföll og hámarksfjárhæð lána í febrúar sl. Viðbrögð viðskiptabankanna voru að hækka einnig lánshlutföll og rýmka lánaskilmála, auk þess sem lánamöguleikum fjölgaði, bæði í innlendum og erlendum gjald- Mynd VIII-1 Verðbólga janúar 2001 - júní 20071 0 2 4 6 8 10 12 2007200620052004200320022001 12 mánaða breyting vísitölu (%) 1. Kjarnavísitölur mæla undirliggjandi verðbólgu. Kjarnavísitala 1 er vísitala neysluverðs án búvöru, grænmetis, ávaxta og bensíns. Í kjarna- vísitölu 2 er að auki verðlag opinberrar þjónustu undanskilið. Heimild: Hagstofa Íslands. Vísitala neysluverðs Kjarnavísitala 1 Kjarnavísitala 2 Vísitala án beinna áhrifa lækkunar óbeinna skatta Verðbólgumarkmið Seðlabankans Mynd VIII-2 Húsnæðisliður og markaðsverð húsnæðis janúar 2002 - júní 2007 12 mánaða breyting (%) Húsnæði á landinu öllu Húsnæði á landsbyggðinni Einbýli á höfuðborgarsvæði Fjölbýli á höfuðborgarsvæði Húsnæðisliður -5 0 5 10 15 20 25 30 35 40 45 50 55 200720062005200420032002 Heimild: Hagstofa Íslands. 0 5 10 15 20 200720062005200420032002 12 mánaða breyting vísitölu (%) Heimild: Hagstofa Íslands. Mynd VIII-3 Verðlagsþróun: húsnæði og þjónusta janúar 2002 - júní 2007 Húsnæði Almenn þjónusta Opinber þjónusta
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Peningamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.