Peningamál - 01.07.2007, Blaðsíða 26

Peningamál - 01.07.2007, Blaðsíða 26
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 7 • 2 26 VI Vinnumarkaður og launaþróun Spenna á vinnumarkaði hefur aukist frá síðustu útgáfu Peningamála. Atvinnuleysi minnkaði enn í apríl og maí. Vöxtur eftirspurnar eftir vinnuafli virðist síst minni og aldrei hafa eins fá fyrirtæki viljað fækka starfsmönnum. Aukinni eftirspurn er enn að mestu leyti mætt með innflutningi vinnuafls, en vegna hindrana á innflutningi vinnuafls frá löndum utan evrópska efnahagssvæðisins hefur reynst erfitt að bregðast við skorti á sérfræðingum og öðru sérmenntuðu starfsfólki með innflutningi vinnuafls. Launaskrið hefur því aukist og launahækk- anir það sem af er ári verið meiri en reiknað var með í síðustu spá Seðlabankans. Enn dregur úr atvinnuleysi ... Skráð og árstíðarleiðrétt atvinnuleysi var 1,1% í apríl og maí. Það sem af er ári hefur atvinnuleysi verið 1,2% að meðaltali. Nú er talið að hægar dragi úr spennu á vinnumarkaði en gert var ráð fyrir í mars- spánni og að atvinnuleysi verði um ½ prósentu minna á ári út spátím- ann. Spáð er að atvinnuleysi verði að meðaltali um 3% á næsta ári og rétt rúmlega 4% árið 2009. ... og vinnuaflsnotkun eykst Vinnuaflsnotkun jókst á alla mælikvarða á fyrsta fjórðungi ársins 2007 frá sama fjórðungi árið á undan samkvæmt vinnumarkaðskönnun Hagstofu Íslands. Ársaukningin var nokkru meiri en í fjórðungnum á undan. Vinnustundum fjölgaði um 6½% frá fyrra ári, starfandi fólki um 5,7% og atvinnuþátttaka jókst um 1,1 prósentu og var 82,2%. Mest aukning var meðal starfandi fólks í yngsta aldurshópnum, 16-24 ára (10,3%), ólíkt því sem var á síðasta ári þegar mest aukning var í aldurshópnum 25-54 ára. Fleiri fyrirtæki vilja fjölga starfsmönnum Niðurstöður kannana meðal 400 stærstu fyrirtækja landsins geta gefið leiðandi vísbendingu um eftirspurn eftir starfsfólki.1 Niðurstöður könnunar sem gerð var í maí sýna að eftirspurn fyrirtækja eftir starfs- fólki hefur aukist töluvert frá því að sambærileg könnun var gerð í febrúar. Rúmt 51% fyrirtækja taldi að skortur væri á starfsfólki í maí en í febrúar voru 40% þeirrar skoðunar. Tæplega helmingur fyrirtækja vildi fjölga starfsmönnum á næstu sex mánuðum, sem er 3 prósentna fjölgun frá febrúar sl. Aldrei hafa jafn fá fyrirtæki viljað fækka starfs- mönnum og nú eða aðeins 1½% fyrirtækja. Hlutfall fyrirtækja sem vilja fjölga starfsmönnum hefur aðeins einu sinni áður verið jafn hátt og í maí sl. en það var í september 2005. Töluverður munur er á afstöðu fyrirtækja til fjölgunar starfs- manna eftir staðsetningu. Rúmlega helmingur fyrirtækja á höfuðborgar- svæðinu vill fjölga starfsmönnum en rúmlega þriðjungur fyrirtækja á landsbyggðinni. Í fyrsta skipti frá því að kannanir þessar hófust var ekki munur á vilja fyrirtækja til að fækka starfsmönnum eftir búsetu. Í 1. Könnunin hefur verið gerð reglulega frá því í september árið 2002 fyrir Seðlabanka Íslands, fjármálaráðuneytið og Samtök atvinnulífsins. 0 1 2 3 4 5 6 7 8 ‘07‘05‘03‘01‘99‘97‘95‘93‘91 Heimildir: Vinnumálastofnun, Seðlabanki Íslands. Mynd VI-1 Atvinnuleysi janúar 1991 - maí 2007 % af mannafla Atvinnuleysi Atvinnuleysi (árstíðarleiðrétt) Heimild: Hagstofa Íslands. Mynd VI-2 Breytingar á vinnuafli 2003-2007 -3 -2 -1 0 1 2 3 4 5 6 7 1. ársfj. 2004 2. ársfj. 2004 3. ársfj. 2004 4. ársfj. 2004 Breyting frá sama fjórðungi fyrra árs 1. ársfj. 2005 2. ársfj. 2005 3. ársfj. 2005 4. ársfj. 2005 1. ársfj. 2006 2. ársfj. 2006 3. ársfj. 2006 4. ársfj. 2006 Meðal- vinnutími (klst.) Heildar- vinnustundir (%) Atvinnu- leysi (prósentur) Fjöldi starfandi (%) Atvinnu- þátttaka (prósentur) 1. ársfj. 2007 Heimild: Capacent Gallup. Mynd VI-3 Hlutfall fyrirtækja sem vilja fjölga eða fækka starfsmönnum á næstu 6 mánuðum % Hlutfall fyrirtækja sem vilja fjölga starfsmönnum Hlutfall fyrirtækja sem vilja fækka starfsmönnum 0 10 20 30 40 50 20072006200520042003‘02 Se pt . Se pt . Fe b. Se pt . Fe b. O kt . Fe b. M aí Fe b. Se pt . D es . Fe b. Jú ní
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.