Peningamál - 01.07.2007, Blaðsíða 65

Peningamál - 01.07.2007, Blaðsíða 65
ERLEND STAÐA ÞJÓÐARBÚSINS OG ÞÁTTATEKJUR P E N I N G A M Á L 2 0 0 7 • 2 65 Endurfjárfestur hagnaður í beinni fjárfestingu Lágar arðgreiðslur í verðbréfafjárfestingu og meiri hagnaður erlendra aðila af rekstri innlendra félaga en hagnaður af rekstri erlendra félaga í eigu innlendra aðila undanfarin ár hefur orðið til þess að liðurinn endur - fjárfestur hagnaður í beinni fjárfestingu fær sífellt meiri athygli. Með framangreint í huga er ekki úr vegi að skoða tilurð þessa hugtaks og hagrænt gildi endurfjárfests hagnaðar. Það var ekki fyrr en árið 1997 að liðurinn endurfjárfestur hagn- aður var tekinn inn sem einn af undirliðum talna um beina fjárfestingu í tölum Seðlabanka Íslands.7 Í desemberhefti Hagtalna mánaðarins árið 1997 segir nánar um þetta: ,,Athygli er vakin á að viðskiptajöfnuður fyrri ára hefur verið end- urskoðaður, þar sem endurfjárfesting hagnaðar af beinni fjárfestingu í atvinnurekstri hefur verið bætt við þáttatekjur. Fram til þessa hafa einungis arðgreiðslur verið taldar til þáttatekna, en nú er hagnaðurinn allur talinn sem arður af beinni fjárfestingu. Arður af beinni fjárfestingu er því færður í uppgjör greiðslujafnaðar þegar hann fellur til en ekki einungis þegar hann kemur til útborgunar. Hlutdeild innlendra fjár- festa í hagnaði erlendra fyrirtækja eru þáttatekjur en til gjalda færist hagnaðarhlutur erlendra aðila í innlendum fyrirtækjum. Endurfjárfest- ur hagnaður að frádregnum arðgreiðslum er mótbókaður í fjármagns- jöfnuði og talinn með beinni fjárfestingu. Mikið tap fyrirtækja með erlendri eignaraðild á Íslandi á árunum 1990-1993 minnkar viðskipta- halla þjóðarinnar um 1-2 ma.kr. á ári. Á síðustu árum hefur hagnaður þeirra verið meiri en tekjur af fjárfestingum Íslendinga í útlöndum, sem rýrir viðskiptajöfnuðinn.” Á allra síðustu árum hefur hlutfall endurfjárfests hagnaðar hækk- að gríðarlega í tölum um beina fjárfestingu erlendra aðila á Íslandi. Á sama tíma hefur hlutfall endurfjárfests hagnaðar í beinni fjárfestingu innlendra aðila erlendis hækkað minna. Þessa þróun má sjá í töfl u 6. Skýringin á þessu er sú að samanlagður hagnaður innlendra fyrirtækja, sem eru í eigu erlendra aðila að hluta til eða öllu leyti, hefur verið mun meiri en samanlagður hagnaður af rekstri erlendra fyrirtækja í eigu inn- lendra aðila að hluta til eða öllu leyti. Tap fyrirtækja með erlendri eignaraðild á Íslandi á árunum 1999- 2002 minnkaði viðskiptahalla þjóðarinnar á þessum árum. Árin 2004- 2006 var samanlagður hagnaður innlendra félaga í eigu erlendra aðila mun meiri en samanlagður hagnaður erlendra félaga í eigu innlendra 7. Margar þjóðir áttu í erfiðleikum með þetta hugtak og gátu lengi vel ekki mælt endurfjár- festan hagnað því að upplýsingar um hann koma ekki fram í greiðslukerfum (ITRS). Tafl a 5 Álitaefni um mat á jöfnuði þáttatekna • Lágar arðgreiðslur í verðbréfafjárfestingu og ekki tekið tillit til hækkunar markaðs- verðs. • Bókfærð eign í erlendum hlutdeildar- og dótturfélögum. • Bókun viðskiptavildar við kaup á erlend- um félögum. • Endurfjárfestur hagnaður í beinni fjárfestingu. • Erlend eignarhaldsfélög í eigu innlendra aðila. • Kaup innlendra aðila (einstaklinga) á fasteignum á erlendri grund.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.