Peningamál - 01.07.2007, Blaðsíða 35

Peningamál - 01.07.2007, Blaðsíða 35
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 7 • 2 35 IX Verðbólguhorfur Hægari verðbólguhjöðnun en áður var spáð Eins og komið hefur fram í fyrri köflum þessara Peningamála og nánar er vikið að í rammagrein IX-1, virðist undirliggjandi verðbólguþrýst- ingur hafa verið meiri en reiknað var með í þjóðhags- og verðbólguspá sem birtist í mars sl. Verðbólguhjöðnunin hefur því orðið hægari en spáð var og verðbólguvæntingar markaðsaðila og fyrirtækja hafa auk- ist. Horfur eru því á að verðbólgumarkmiðið náist síðar en talið var í mars. Nú er talið að það náist ekki fyrr en á fyrri hluta árs 2009 í stað þess að verðbólgan fari niður fyrir markmiðið strax um mitt þetta ár og hægt verði að halda henni við markmið frá miðju næsta ári (sjá einnig töflu 2 í viðauka 1 á bls. 43). Hraðari veiking gengis í spánni mun skapa aukinn verðbólguþrýsting ... Gengi krónunnar er nú sterkara en það var í mars og raungengi nálægt sögulegu hámarki. Hátt raungengi og hraðari hækkun erlendra vaxta valda því að nú er reiknað með að gengið veikist hraðar en spáð var í mars og verði nokkru lægra í lok spátímans en þá var talið. Gengishækkun síðustu mánaða hefur aðeins að litlu leyti skilað sér í hjöðnun verðbólgu. Líklegt er að kaupmenn hafi vænst þess að hátt gengi krónunnar undanfarið yrði tímabundið og því ekki aðlagað verðlag fyllilega að hækkun krónunnar. Þeir kynnu því að hafa eitt- hvert borð fyrir báru þegar gengið lækkar á ný. Eigi að síður er hætta á að lækkun krónunnar muni auka verðbólgu. Innlend eftirspurn er sterk og innlendur kostnaður hefur aukist meira en samrýmist stöðugu verðlagi. Horfur á hraðari lækkun krónunnar gera því verðbólguhorfur verri en áður var talið. ... sem mæta þarf með því að knýja framleiðsluslaka hraðar fram Hraðari aðlögun framleiðsluspennu er nauð synleg til að vega á móti verðbólguáhrifum hraðari lækkunar gengis krónunnar. Eins og kemur fram í rammagrein IX-1, er því spáð að framleiðslugeta þjóðarbúsins aukist hraðar á spátímanum en talið var í mars og að hagvöxtur verði að meðaltali minni þrátt fyrir nokkru minni samdrátt innlendrar eftir- spurnar á næsta ári. Meiri vöxtur framleiðslugetu og hægari hagvöxtur gera það að verkum að framleiðsluspennan dregst hraðar saman en spáð var í mars. Nú er talið að slaki myndist strax um mitt næsta ár, u.þ.b. hálfu ári fyrr en í marsspánni. Mæld og undirliggjandi verðbólga í nánd við markmið í lok næsta árs Eins og fjallað er um í kafla VIII og rammagrein VIII-1 er undirliggj- andi verðbólga enn mikil. Eftirspurnar- og kostnaðarþrýstingur hefur verið mikill, auk þess sem húsnæðisverð hefur hækkað hratt, þvert á það sem spáð var í mars. Þá var gert ráð fyrir hægri hjöðnun húsnæðis- verðbólgu. Eins og rakið var í síðustu Peningamálum, taldi Seðlabankinn tíma setningu lækkunar neysluskatta óheppilega í ljósi þess að hún Mynd IX-1 Verðbólga - samanburður við PM 2007/1 % Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. PM 2007/2 PM 2007/1 Verðbólgumarkmið 0 1 2 3 4 5 6 7 8 9 ‘102009200820072006
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.