Peningamál - 01.07.2007, Blaðsíða 6
ÞRÓUN OG HORFUR
Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM
P
E
N
I
N
G
A
M
Á
L
2
0
0
7
•
2
6
36%. Í langtímasamhengi er innlend eftirspurn því enn firnasterk. Þá
er mikilvægt að túlka niðurstöður þjóðhagsreikninga með hliðsjón af
öðrum vísbendingum, t.d. þróun á vinnu- og húsnæðismarkaði, sem
benda til meiri vaxtar eftirspurnar og að hann hafi aukist á öðrum
fjórðungi ársins. Launaskrið virðist einnig fara vaxandi þrátt fyrir
mikið innstreymi erlends vinnuafls. Þá er hæg hjöðnun verðbólgu
undanfarna mánuði þrátt fyrir hækkandi gengi krónu vísbending um
sterka eftirspurn og jafnvel að hún hafi verið meiri á síðasta ári en
bráðabirgðatölur Hagstofu Íslands sýna.
Samkvæmt ofangreindu virðist flest benda til þess að aðlögun að
jafnvægi muni tefjast enn um sinn. Spurningin er hvort þróunin und-
anfarna mánuði skýrist af tímabundnum þáttum, t.d. kosningunum í
vor og aðstæðum á alþjóðamörkuðum, eða hvort um varanlegri þróun
sé að ræða, sem óhjákvæmilegt er að peningastefnan bregðist kröft-
uglega við. Ekki er tímabært að fullyrða að um varanlega breytingu sé
að ræða, en full ástæða er til að vera á varðbergi gagnvart þessari þróun
og meta gaumgæfilega hvort núverandi aðhald peningastefnunnar sé
fullnægjandi.
Peningastefnan er aðhaldssöm en ekki eins og reiknað var með
í mars
Raunstýrivextir eru háir á alla mælikvarða. Verðbólguvæntingar hafa
þó vaxið að undanförnu nema hjá heimilunum. Þróunin endurspeglar
meiri verðbólgu sl. mánuði en vænst var. Auknar verðbólguvænt-
ingar fela í sér að raunstýrivextir hafa verið lægri en reiknað var með
í síðasta hefti Peningamála. Verðbólguvæntingar heimila, sem voru
afar miklar fyrir, hafa þó minnkað nokkuð. Almennt hefur miðlun
peningastefnunnar um vaxtarófið verið nokkuð greið síðustu mánuði.
Ávöxtun skuldabréfa til miðlungslangs tíma hefur hækkað verulega frá
útgáfu Peningamála í mars. Líklegt er að þar gæti áhrifa þess að í mars
hóf Seðlabankinn að birta vaxtaferil sem sérfræðingar bankans telja
tryggja að verðbólgumarkmiðið náist innan viðunandi tíma. Áhrifa
hærri erlendra vaxta gætir þó líklega einnig. Vextir verðtryggðra útlána
bankanna hafa einnig hækkað, en Íbúðalánasjóður hefur að miklu leyti
komist hjá vaxtahækkun með því að fjármagna útlán sín með útgáfu
skuldabréfa nánast eingöngu í lengsta flokki íbúðabréfa. Bankarnir
hafa mætt versnandi samkeppnisstöðu gagnvart Íbúðalánasjóði með
aukinni áherslu á gengistryggð útlán. Stór hluti þessara útlána hefur
verið í lágvaxtagjaldmiðlum, einkum japönskum jenum og svissnesk-
um frönkum. Heimilin og fyrirtækin hafa því tímabundið komist hjá
því aðhaldi sem felst í háum skammtímavöxtum, en á kostnað auk-
innar vaxta- og gengisáhættu.
Gengi krónunnar og annarra hávaxtagjaldmiðla hefur verið afar
sterkt undanfarna mánuði og vextir í gjaldmiðlum sem vinsælir eru
til lántöku um þessar mundir eru óvenju lágir. Gjaldmiðlaáhætta að
viðbættri vaxtaáhættu sem láni með breytilegum vöxtum fylgir er því
mikil. Greiðslubyrði slíkra lána gæti hæglega tvöfaldast, ef tekið er mið
af sögulegri reynslu. Líklegt er að einhver hluti lántakenda vanmeti þá
áhættu sem fólgin er í breytilegum vöxtum í gjaldmiðlum sem standa
lágt og bera óvenju lága vexti á sama tíma og raungengi krónunnar er
að öllum líkindum umtalsvert hærra en samrýmist langtímajafnvægi og
Mynd I-1
Raunstýrivextir1
Vikulegar tölur 7. janúar 1998 - 3. júlí 2007
Raunstýrivextir m.v.:
verðbólgu
verðbólguálag ríkisskuldabréfa2
verðbólguálag ríkisskuldabréfa3
verðbólguvæntingar almennings
verðbólguvæntingar fyrirtækja
verðbólguvæntingar sérfræðinga á fjármálamarkaði
1. Stýrivöxtum hefur verið umbreytt í ávöxtun. 2. Verðbólguálag reiknað
út frá ávöxtunarkröfu RIKB 13 0517 og RIKS 15 1001. 3. Verðbólguálag
reiknað út frá ávöxtunarkröfu RIKB 13 0517 og HFF150914.
Verðbólguvæntingar almennings, fyrirtækja og sérfræðinga á markaði
miðast við verðbólgu eitt ár fram í tímann.
Heimild: Seðlabanki Íslands.
%
0
2
4
6
8
10
12
14
‘05‘04‘03‘02‘01‘00‘99‘98 ‘06 ‘07
Raungengi m.v. hlutfallslegan launakostnað
Mynd I-2
Raungengi
1. ársfj. 1986 - 1. ársfj. 2007
Heimild: Seðlabanki Íslands.
2000=100
Raungengi m.v. hlutfallslegt neysluverð
65
75
85
95
105
115
125
135
145
‘06‘04‘02‘00‘98‘96‘94‘92‘90‘88‘86