Peningamál - 01.07.2007, Síða 13

Peningamál - 01.07.2007, Síða 13
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 7 • 2 13 Olíuverð helst hátt en álverð mun líklega gefa nokkuð eftir á næstu tveimur árum Olíuverð hefur hækkað nokkuð frá því í janúar sl. og var það um miðjan júnímánuð u.þ.b. 12% hærra en meðalverð í desember 2006. Verðlagning framvirkra samninga í olíu bendir til þess að núverð hækki fram á árið 2008. Samkvæmt því má búast við háu eldsneytisverði næstu tvö árin. Ástæða þessarar þróunar er að OPEC-ríkin hafa ekki fallist á að auka framboð á olíu í takt við vaxandi eftirspurn sem hefur aukist meira en væntingar stóðu til. Þá hefur framleiðsluaukning olíu- framleiðslulanda sem standa utan við OPEC ekki verið í samræmi við væntingar. Því er reiknað með að olíuverð á þessu ári verði um 3% hærra en meðalverð árið 2006, hækki um 8% á næsta ári en standi því sem næst í stað árið 2009. Álverð hefur hækkað verulega á undanförnum árum og tvö- faldast frá árinu 2002. Verðhækkunin skýrist einkum af miklum vexti eftirspurnar í Asíu, sérstaklega Kína og Indlandi. Á fyrstu mánuðum þessa árs breyttust ýmsar grunnforsendur á álmarkaði. Í stað umfram- eftirspurnar snerist markaðsstaðan í umframframboð. Á fyrsta fjórð- ungi þessa árs jókst heimsframleiðslan um 12% en eftirspurn um 9,5% milli ára. Þetta olli því að framvirkt verð í febrúar sl. fyrir árin 2008 og 2009 snarféll. Meginástæðan á bak við þennan umsnúning, frá umframeftirspurn í -framboð, var gríðarlega mikil framleiðsluaukn- ing í Kína, en ársaukningin hefur verið um og yfir 40% sl. mánuði. Síðustu tvo mánuði hefur framleiðsluhalli aftur gert vart við sig og hlutfall milli birgða og notkunar lækkað. Spurn eftir áli er víðast hvar sterk eða vaxandi um þessar mundir nema í Bandaríkjunum. Talið er að svo verði a.m.k. út þetta ár. Sterk eftirspurn kemur frá bíla- og byggingariðnaði í Evrópu og Japan, frá aukinni flugvélaframleiðslu og framleiðslu á ýmsum varanlegum neysluvörum. Samkvæmt fram- virkum samningum mun álverð taka að lækka lítils háttar á fyrri hluta Heimildir: Bloomberg, NYMEX, Reuters EcoWin. US$/fat Mynd II-9 Heimsmarkaðsverð á hráolíu Mánaðarlegar tölur janúar 2002 - desember 2009 Heimsmarkaðsverð á hráolíu Framvirkt verð á hráolíu 0 10 20 30 40 50 60 70 80 20092008200720062005200420032002 Heimildir: Hagstofa Íslands, London Metal Exchange, NYMEX, Seðlabanki Íslands. Jan. 1999 = 100 Mynd II-10 Verð á sjávarafurðum (í erl. gjaldmiðli) og áli Verð sjávarafurða alls (v. ás) Álverð (h. ás) - Spá - 90 95 100 105 110 115 120 125 130 1.000 1.250 1.500 1.750 2.000 2.250 2.500 2.750 3.000 ‘09‘08‘07‘06‘05‘04‘03‘02‘01‘00‘99 $/tonn Breyting frá síðustu Núverandi spá1 spá (prósentur)2 2007 2008 2009 2007 2008 2009 Útflutningur vöru og þjónustu 12,0 9,5 5,5 2,4 -7,2 1,0 Útflutningsframleiðsla sjávarafurða 1,0 -6,0 0,0 -3,0 -6,0 0,0 Útflutningsframleiðsla stóriðju 61,9 61,2 1,0 -13,0 11,6 0,2 Verð sjávarafurða í erlendri mynt 7,0 3,7 2,5 1,6 0,7 0,5 Verð áls í USD3 10,0 -3,5 -3,0 -3,3 22,3 22,0 Verð eldsneytis í erlendri mynt4 2,9 8,2 -1,0 8,2 1,3 -1,3 Viðskiptakjör vöru og þjónustu -0,1 0,6 0,0 -4,2 9,0 6,6 Alþjóðleg verðbólga5 1,8 1,9 1,9 -0,1 0,0 0,0 Alþjóðlegur hagvöxtur 2,7 2,4 2,4 0,3 0,0 -0,1 Alþjóðlegir skammtímavextir6 4,4 4,6 4,7 0,3 0,6 0,7 1. Breyting frá fyrra ári í % nema fyrir vexti. 2. Breyting frá Peningamálum 2007/1. 3. Spá byggð á framvirku álverði. 4. Spá byggð á framvirku eldsneytisverði. 5. Spá frá Consensus Forecasts. 6. Spá byggð á vegnu meðaltali framvirkra vaxta helstu viðskiptalanda Íslands. Heimildir: Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn, Bloomberg, Consensus Forecasts, Hagstofa Íslands, New York Mercantile Exchange, Seðlabanki Íslands. Tafla II-1 Útflutningur og helstu forsendur um þróun ytri skilyrða
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Peningamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.