Peningamál - 01.07.2007, Síða 15

Peningamál - 01.07.2007, Síða 15
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 7 • 2 15 III Fjármálaleg skilyrði Birting stýrivaxtaspár í síðasta hefti Peningamála hefur haft tilætluð áhrif á væntingar markaðsaðila til peningastefnunnar sem hafa færst mjög nærri stýrivaxtaferli marsspárinnar. Aukin upplýsingagjöf virð- ist því hafa greitt fyrir miðlun peningastefnunnar um vaxtarófið og aukið áhrifamátt hennar. Aðhald peningastefnunnar hefur aukist miðað við raunstýrivexti sem eru reiknaðir út frá liðinni verðbólgu eða verðbólguvæntingum almennings, en þeir hafa lækkað lítillega miðað við verðbólguálag ríkisbréfa til u.þ.b. fjögurra ára. Meiri verðbólga en gert var ráð fyrir í marsspánni leiðir hins vegar til þess að raunstýri- vextir verða lægri á þessu ári en áætlað var í síðustu Peningamálum. Ávöxtunarkrafa verðtryggðra íbúðabréfa hefur haldist há frá því að ríkisstjórnin tilkynnti um fyrirhugaða lækkun óbeinna skatta. Það hefur þó ekki skilað sér í verulegri hækkun útlánsvaxta Íbúðalánasjóðs, sem hafa lítið hækkað frá tilkynningunni. Útlit er fyrir að stýrivextir í helstu viðskiptalöndum Íslands hækki á næstunni eftir töluverða hækkun undanfarna mánuði. Vextir til meðallangs og langs tíma hafa hækkað umtalsvert frá útgáfu síðustu Peningamála. Áhrif erlendra vaxta á íslenskt efnahagslíf hafa aukist samhliða auknum vaxtamunarvið- skiptum, auk þess sem hlutfall gengistryggðra lána af heildarútlánum heimila hefur aukist. Gengi íslensku krónunnar hefur hækkað frá árs- byrjun. Líklegt er að væntingar um að stýrivöxtum verði haldið háum lengur en áður var gert ráð fyrir hafi haft töluverð áhrif. Eins og oft áður hefur gengi krónunnar þó hreyfst líkt og annarra hávaxtagjald- miðla, t.d. nýsjálensks dals, sem bendir til þess að aðstæður á alþjóð- legum fjármálamörkuðum hafi haft mikil áhrif. Raunstýrivextir hafa hækkað vegna lækkunar verðbólgu Stýrivöxtum hefur verið haldið óbreyttum frá desember í fyrra. Raun stýrivextir miðað við liðna verðbólgu hafa hins vegar hækkað um tæp lega 2 prósentur frá útgáfu síðustu Peningamála. Vegur þar þungt tímabundin lækkun verðbólgu sökum lækkunar óbeinna skatta. Raunstýrivextir miðað við verðbólguvæntingar almennings hafa einnig hækkað lítillega en lækkað miðað við verðbólguálag ríkisbréfa til u.þ.b. fjögurra ára. Verðbólguvæntingar markaðsaðila lækkuðu í kjölfar til- kynningar ríkisstjórnarinnar um lækkun óbeinna skatta og vörugjalda. Verðbólga hefur hins vegar ekki hjaðnað eins hratt og vænst var. Því hafa verðbólguvæntingar á skuldabréfamarkaði og meðal fyrirtækja hækkað á ný. Birting stýrivaxtaferils virðist greiða fyrir miðlun peningastefnunnar Undanfarin ár hafa væntingar markaðsaðila um stýrivexti verið töluvert frábrugðnar sýn Seðlabankans. Í ársbyrjun mátti þó sjá að skilin þar á milli höfðu minnkað. Þá fór að draga úr áhrifum erlendrar útgáfu á skuldabréfum í íslenskum krónum og öðrum þáttum sem höfðu gert mat á væntingum markaðsaðila með framvirkum vöxtum erfitt. Í síðustu útgáfu Peningamála birti Seðlabankinn í fyrsta sinn stýrivaxtaferil sérfræðinga bankans. Þrátt fyrir að lítil reynsla sé komin á þetta fyrirkomulag bendir þróun undanfarinna mánaða til þess að Mynd III-1 Raunstýrivextir1 Vikulegar tölur 7. janúar 1998 - 3. júlí 2007 Raunstýrivextir m.v.: verðbólgu verðbólguálag ríkisskuldabréfa2 verðbólguálag ríkisskuldabréfa3 verðbólguvæntingar almennings verðbólguvæntingar fyrirtækja verðbólguvæntingar sérfræðinga á fjármálamarkaði 1. Stýrivöxtum hefur verið umbreytt í ávöxtun. 2. Verðbólguálag reiknað út frá ávöxtunarkröfu RIKB 13 0517 og RIKS 15 1001. 3. Verðbólguálag reiknað út frá ávöxtunarkröfu RIKB 13 0517 og HFF150914. Verðbólguvæntingar almennings, fyrirtækja og sérfræðinga á markaði miðast við verðbólgu eitt ár fram í tímann. Heimild: Seðlabanki Íslands. % 0 2 4 6 8 10 12 14 ‘05‘04‘03‘02‘01‘00‘99‘98 ‘06 ‘07 Heimild: Seðlabanki Íslands. Mynd III-2 Stýrivextir Seðlabankans samkvæmt framvirkum vöxtum 1. ársfj. 2007 - 1. ársfj. 2010 Stýrivaxtaspá PM 2007/1 Framvirkir vextir 15.3.2007 % 4 6 8 10 12 14 16 ‘10200920082007 Framvirkir vextir 12.4.2007 Framvirkir vextir 26.6.2007 Heimild: Seðlabanki Íslands. Mynd III-3 Stýrivextir Seðlabankans samkvæmt framvirkum vöxtum og spám greiningaraðila 1. ársfj. 2007 - 1. ársfj. 2010 Framvirkir vextir 11.6. 2007 Framvirkir vextir PM 2007/1 % 4 6 8 10 12 14 16 ‘10200920082007 Spá greiningaraðila 2007/1 Spá greiningaraðila PM 2007/2
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Peningamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.