Peningamál - 01.07.2007, Page 76

Peningamál - 01.07.2007, Page 76
PENINGASTEFNAN OG STJORNTÆKI HENNAR P E N I N G A M Á L 2 0 0 7 • 2 76 funda. Tilhögun þeirra er nánar lýst í starfsreglum um undirbúning, rökstuðning og kynningu ákvarðana í peningamálum sem settar eru í samræmi við ákvæði laga um Seðlabanka Íslands. Þær eru birtar á vef bankans www.sedlabanki.is. Helstu stjórntæki peningastefnunnar Seðlabankinn framfylgir peningastefnunni einkum með því að stýra vöxtum á peningamarkaði, fyrst og fremst með ákvörðun nafnvaxta veðlána til lánastofnana. Vextir á peningamarkaði hafa sterk áhrif á gjaldeyrisstrauma og þar með á gengi krónunnar og til lengdar innlenda eftirspurn. Viðskiptum við lánastofnanir má í grófum dráttum skipta í föst viðskiptaform annars vegar og markaðsaðgerðir hins vegar. Föst viðskiptaform: • Á viðskiptareikningum geyma lánastofnanir óráðstafað eigið fé. Þeir eru uppgjörsreikningar vegna greiðslujöfnunar milli innlánsstofnana og millibankaviðskipta, þar á meðal viðskipta við Seðlabankann. Vextir þessara reikninga mynda gólf fyrir daglánavexti á milli- bankamarkaði. • Daglán eru veitt að ósk lánastofnana og tryggð með sömu verð- bréfum og hæf eru í veðlánum. Vextir daglána mynda þak yfir daglánavexti á millibankamarkaði. • Innstæðubréf eru gefin út til 90 daga, að ósk lánastofnana. Þau eru ekki skráð en þó hæf í veðlánum. Hlutverk þeirra er að setja gólf undir ávöxtun þriggja mánaða vaxta á peningamarkaði. • Bindiskylda er lögð á lánastofnanir sem ekki eru háðar framlögum á fjárlögum í rekstri sínum. Hún miðast við bindigrunn sem er inn- stæður, útgefin skuldabréf og peningamarkaðsbréf. Bindihlutfall er 2% fyrir þann hluta bindigrunns sem bundinn er til tveggja ára eða skemur. Binditímabil er frá 21. degi hvers mánaðar til 20. dags næsta mánaðar og skal innstæða á bindireikningi ná tilskildu hlut- falli að meðaltali á binditímabilinu. Markaðsaðgerðir: • Lán gegn veði eru helsta stjórntæki Seðlabankans. Vikulega eru haldin uppboð á 7 daga samningum. Lánastofnanir þurfa að leggja fram hæf verðbréf, en þeim er nánar lýst í reglum Seðla bankans nr. 541 frá 18. júní 2007. Uppboðin geta verið ýmist fastverðsuppboð eða uppboð þar sem heildarfjárhæð framboðinna samninga er til- kynnt. Fastverðsuppboð hafa verið reglan til þessa. Vextir á lánum gegn veði eru stýrivextir bankans. • Innstæðubréf til 7 daga eru boðin upp vikulega. Hlutverk þeirra er að mynda mótvægi við tímabundna lausafjárgnótt. Uppboðsaðferð er fastverðsuppboð. • Viðskipti á verðbréfamarkaði takmarkast við ríkistryggð verðbréf. • Inngripum á gjaldeyrismarkaði er einungis beitt, samkvæmt yfir- lýsingunni um verðbólgumarkmið frá 2001, telji Seðlabankinn það nauðsynlegt til þess að stuðla að verðbólgumarkmiði sínu eða ef hann telur að gengissveiflur geti ógnað stöðugleika fjármálakerf- isins.

x

Peningamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.