Peningamál - 01.07.2007, Blaðsíða 59

Peningamál - 01.07.2007, Blaðsíða 59
ERLEND STAÐA ÞJÓÐARBÚSINS OG ÞÁTTATEKJUR P E N I N G A M Á L 2 0 0 7 • 2 59 8% hefði það haft í för með sér að hreinar erlendar eignir ykjust um 208 milljarða SEK en til samanburðar var afgangur af viðskiptajöfnuði Svía árið 2005 um 188 milljarðar SEK. Að sjálfsögðu hefði það öfug áhrif ef sænska krónan styrktist. Eignir erlendra aðila í Svíþjóð eru hins vegar að stærstum hluta í sænskum krónum og því hafa breytingar á verðmæti þeirra mældar í erlendum gjaldeyri ekki áhrif á hreina erlenda stöðu. Verðbréfaeign erlendra aðila í sænskum hlutabréfum er talsvert meiri en eign Svía í hlutabréfasafni þeirra. Hlutabréf í Svíþjóð hafa hins vegar hækkað hlutfallslega meira í verði en hlutabréf á erlendum mörkuðum. Framlag þessa liðar til hreinnar stöðu hefur því verið óhag- stætt mestallt tímabilið. Samantekið hafa þessir þættir haft þau áhrif að hrein erlend staða sænska þjóðarbúsins hefur ekki batnað í samræmi við mikinn afgang á viðskiptajöfnuði undanfarin ár. Þróun mála á Nýja-Sjálandi er svipuð og á Íslandi Þróun efnahagsmála á Nýja-Sjálandi á síðustu árum hefur að ýmsu leyti verið svipuð þróuninni hér á landi (sjá m.a. viðauka 2 í Peningamálum 2007/1). Viðskiptahallinn hefur vaxið ár frá ári og nam um 9% af VLF árið 2005 (sjá mynd 5). Andstætt því sem gerst hefur í þeim löndum sem fjallað var um hér að framan hefur þróun hreinnar erlendrar stöðu þjóðarbúsins hins vegar verið í takt við þróun viðskiptahallans (sjá t.d. Medina, Munro og Soto (2006)). Hrein erlend staða var neikvæð um sem nemur 89% af VLF árið 2005 og jöfnuður þáttatekna neikvæður um 7% af VLF (Edwards 2006). Meginþáttur viðskiptahallans, ólíkt Íslandi þar til nýlega, hefur verið halli á þáttatekjum, en ekki á vöru- og þjónustuviðskiptum. Mikið streymi erlends fjármagns inn í landið skýrist að miklu leyti af nánum tengslum þess við Ástralíu, en meg- inhluti beinnar erlendrar fjárfestingar kemur þaðan. Fjárfesting hefur verið mikil í fjármálafyrirtækjum og öðrum geirum þar sem hagnaður hefur verið mikill undanfarin ár. Þetta hefur skilað sér í miklu útstreymi í gegnum liðinn endurfjárfestur hagnaður sem aftur hefur haft mjög neikvæð áhrif á jöfnuð þáttatekna. Svipað og í Svíþjóð hefur ávöxt- un erlendra eigna verið talsvert lægri en ávöxtun erlendra skulda, en heildarávöxtun erlendra eigna hefur verið að meðaltali um 3% undan - farin ár en í kringum 6% á erlendum skuldum (Edwards 2006). Sameiginleg einkenni Af dæmunum sem rakin eru hér að framan má draga nokkurn lær- dóm fyrir Ísland. Eftir því sem erlendar skuldir og eignir hækka geta smávægilegar breytingar á arðsemi einstakra undirfl okka haft mikil áhrif á jöfnuð þáttatekna. Þar sem samsetning eigna- og skulda er sjaldan eins getur mismunandi ávöxtun þeirra leitt til jákvæðs jafnaðar þáttatekna þótt hrein staða við útlönd sé neikvæð (eða öfugt), sé hún ekki mjög neikvæð. Sökum mismunandi vægis beinnar fjárfestingar og hlutabréfa í eignasafni einstakra landa getur verðþróun þeirra haft umtalsverð áhrif á þróun hreinnar erlendrar stöðu landa, enda ólíklegt að þróun eignaverðs, gengis og vaxta fylgist ávallt að. Því meiri verða áhrifi n sem eignir og skuldir eru meiri. Margföldun eigna og skulda getur því ýmist haft veruleg áhrif á hreina erlenda stöðu eða lítil sem engin, eins og í tilfelli Bretlands. Heimildir: Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn, Lane & Ferretti (2006), OECD. Mynd 5 Hrein erlend staða og viðskiptajöfnuður Nýja-Sjálands Árlegar tölur 1980-2005 % af VLF Hrein erlend staða (v. ás) Hrein erlend skuldastaða (v. ás) Viðskiptahalli (h. ás) % af VLF -120 -100 -80 -60 -40 -20 0 -12 -10 -8 -6 -4 -2 0 ‘04‘01‘98‘95‘92‘89‘86‘83‘80
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.