Peningamál - 01.07.2007, Side 50

Peningamál - 01.07.2007, Side 50
F JÁRMÁLAMARKAÐIR OG AÐGERÐIR SEÐLABANKANS P E N I N G A M Á L 2 0 0 7 • 2 50 undir daglánavöxtum Seðlabankans. Einu sinni á tímabilinu varð lausa- fjárskortur sem rekja mátti til óvæntra breytinga á stöðu ríkissjóðs. Staðan á viðskiptareikningi ríkissjóðs í Seðlabankanum lækkaði umtalsvert þegar ríkissjóður jók eigið fé bankans um 44 ma.kr. í maí. Afkoma ríkissjóðs það sem af er ári er betri en áætlanir gerðu ráð fyrir og hefur innstæða ríkisins í Seðlabankanum vaxið sé tekið tillit til eigin- fjárframlagsins. Góð arðsemi af vaxtamunarviðskiptum Vaxtamunarviðskipti með íslensku krónuna hafa áfram verið ábatasöm frá útgáfu Peningamála í lok mars. Hávaxtagjaldmiðlar hafa styrkst og lágvaxtagjaldmiðlar á borð við japanskt jen og svissneskan franka hafa veikst á sama tíma. Styrking krónunnar nemur um 5%, jenið hefur gefi ð eftir um 5% og svissneski frankinn um 3%. Stöðutaka í íslensk- um krónum sem fjármögnuð er til helminga með jenum og svissnesk- um frönkum hefur því skilað 9% í gengishagnað auk vaxtamunar sem nam um 3 prósentum þetta tímabil. Krónan styrktist nánast óslitið frá páskum fram í júní. Flökt á gengi krónunnar var með minnsta móti en tillögur Hafrannsóknastofn- unar um samdrátt í þorskveiðum ollu skammvinnum titringi og veiktist krónan nokkuð í kjölfar birtingar þeirra. Lífleg útgáfa jöklabréfa Útgáfa jöklabréfa umfram innlausn hefur verið nokkur. Frá áramót- um hafa verið gefi n út bréf fyrir 174 ma.kr. en bréf að nafnvirði 54,1 ma.kr. hafa fallið í gjalddaga. Heildarfjárhæð útistandandi bréfa er nú 383,5 ma.kr. Í september 2007 falla í gjalddaga 82,5 ma.kr. jöklabréfa. Er það stærsta endurgreiðsla í einum mánuði til þessa og er hún stór hvort heldur miðað er við stærð markaðarins eða þjóðarbúskaparins. Ekki er hægt að útiloka að einhverra áhrifa muni gæta á markaði en hingað til hafa gjalddagar jöklabréfa ekki haft merkjanleg áhrif á gengi krónunnar. Er það í samræmi við reynslu annarra ríkja, enda stýrir stór hluti fjárfesta áhættu í gegnum gjaldeyris- og peningamarkað en bíður ekki með ákvarðanir til gjalddaga einstakra eigna í eignasafni. Gengisbundnar eignir bankanna, þ.e. eign þeirra í framvirkum samningum og valréttum, gefa vísbendingar um þróunina á stöðutöku í krónum. Í lok júní nam heildareign bankanna í erlendum gjaldmiðlum 727 ma.kr. sem er aukning um 112 ma.kr. frá því í lok febrúar. Aukningin varð nær öll í mars og hefur staðan lítið breyst síðan. Í reynd er aukningin meiri mæld í erlendri mynt þar sem krónan hefur styrkst á tímabilinu. Gjaldeyrisforði minnkar Gjaldeyrisforði Seðlabankans hefur dregist saman um 10 ma.kr. frá lok- um mars. Mest munar þar um 5% styrkingu krónunnar en einnig var innt af hendi síðasta afborgun ársins af erlendum skuldum ríkissjóðs að fjárhæð 50 milljónir evra eða 4,2 ma.kr. Næsti gjalddagi erlends láns ríkissjóðs verður í maí á næsta ári en þá falla 150 milljónir evra í gjald- daga eða um 13 ma.kr. Seðlabankinn kaupir 6 milljónir Bandaríkjadala á innlendum milli- bankamarkaði í hverri viku. Andvirðinu er varið til greiðslu vaxta og afborgana af erlendum lánum ríkissjóðs og því sem umfram er til efl - ingar gjaldeyrisforða bankans. Mynd 3 Veðlán, innstæðubréf, staða ríkissjóðs og álögð bindiskylda Vikulegar tölur 23. maí 2006 - 27. júní 2007 % Heimild: Seðlabanki Íslands. 2006 2007 0 20 40 60 80 100 120 140 160 180 200 220 Veðlán Innstæðubréf Staða ríkissjóðs Álögð bindiskylda og staða ríkissjóðs 100 107 114 121 128 135 ajdnosájj Mynd 5 Vísitala gengisskráningar Daglegar tölur 22. maí 2006 - 28. júní 2007 31. des. 1991=100 Heimild: Seðlabanki Íslands. mf 2006 2007 m j Mynd 4 Framvirk gjaldeyrisstaða bankanna Staða í lok mánaðar janúar 2005 - júní 2007 Ma.kr. Heimild: Seðlabanki Íslands. 0 100 200 300 400 500 600 700 800 200720062005

x

Peningamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.