Peningamál - 01.07.2007, Síða 11

Peningamál - 01.07.2007, Síða 11
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 7 • 2 11 í Bandaríkjunum hefur aukist það sem af er ári. Að undanskildum orkukostnaði hefur hún þó haldist nokkuð stöðug, eða nálægt 2½%. Horfur á Bretlandi og á Norðurlöndunum stöðugar Hagvöxtur á Bretlandi var áfram ör á fyrsta ársfjórðungi, en var þó lítið eitt minni en árið 2006. Verðbólga fór í fyrsta sinn upp fyrir þolmörk verðbólgumarkmiðs Englandsbanka í mars þegar hún mæld- ist 3,1%, en hjaðnaði á ný í apríl og maí, þegar hún mældist 2,5%. Englandsbanki hækkaði stýrivexti í maí um 0,25 prósentur en hélt þeim óbreyttum nú í júní. Áfram eru þó taldar líkur á frekari hækk- unum stýrivaxta. Efnahagshorfur annars staðar á Norðurlöndunum eru almennt stöðugar. Hagvöxtur í Finnlandi og Noregi jókst á fyrsta ársfjórðungi 2007 en minnkaði í Danmörku og Svíþjóð miðað við fyrra ár. Það sem af er ári hefur dregið úr verðbólgu í öllum löndunum nema Finnlandi. Mest hefur verðbólga minnkað í Noregi, þar sem hún mældist aðeins 0,3% í maí, en verðbólguhjöðnunina má að stærstum hluta rekja til lækkunar raforkuverðs. Mikill uppgangur í Kína en Japanir glíma enn við verðhjöðnun Engin merki eru enn um að hægt hafi á efnahagslífinu í Kína. Hagvöxtur mældist 11,1% á fyrsta ársfjórðungi. Stjórnvöld í Kína hafa undanfarna mánuði reynt að sporna við ofþenslu með hækkun vaxta, aukningu bindiskyldu innlánsstofnana og hækkun skatta á verðbréfa- viðskipti. Efnahagsástandið í Japan heldur áfram að batna, þótt ekki sé öruggt að verðhjöðnun sé úr sögunni. Innlend eftirspurn hefur haldist nokkuð stöðug og útflutningur er áfram einn megindrifkraftur hag- vaxtar, sem mældist 2,2% á fyrsta ársfjórðungi. Eftir að hafa aukist fram yfir mitt sl. ár tók verðbólgan að hjaðna á ný. Það sem af er ári hefur hún verið nálægt núlli. Lakari botnfiskafli á fyrstu fimm mánuðum ársins Heildaraflinn það sem af er ári nemur 765 þús. tonnum, sem er um 6% aukning frá sama tíma í fyrra. Aflaaukningin er öll í uppsjávarfiski, sem jókst um 65 þús. tonn, en botnfiskaflinn dróst saman um 17 þús. tonn. Samdráttur botnfiskafla olli því að aflaverðmæti á föstu verði á fyrstu fimm mánuðum ársins var um 3% minna en á sama tíma í fyrra. Útflutningsverðmæti sjávarafurða var rúmlega 10% meira í erlendri mynt á tímabilinu janúar-apríl sem að stórum hluta má rekja til um 8% hækkunar á verðlagi sjávarafurða í erlendri mynt miðað við sama tíma í fyrra. Eftirstöðvar aflaheimilda í lok maímánaðar sl. voru um fjórð- ungi meiri en fyrir ári. Búast má við að þessar aflaheimildir verði nýttar á næstu mánuðum. Að öðru óbreyttu mun því meiri afli koma á land á sumarmánuðum en á síðasta fiskveiðiári.1 Verð sjávarafurða hækkar enn Verð sjávarafurða hefur hækkað nokkru meira en gert var ráð fyrir í Peningamálum í mars. Í lok apríl hafði verð allra sjávarafurða hækkað 1. Fiskveiðiárið er frá 1. september 2006 til 31. ágúst 2007. Heimild: Reuters EcoWin. 12 mánaða breyting (%) Mynd II-4 Vöxtur breiðs peningamagns (M3) Janúar 2002 - maí 2007 0 2 4 6 8 10 12 14 16 200720062005200420032002 Bandaríkin Bretland Evrusvæðið Japan Heimild: Reuters EcoWin. Mynd II-5 Verðbólga í Bandaríkjunum og á evru- svæðinu janúar 2004 - maí 2007 Verðbólga með og án orkuverðs % Bandaríkin verðbólga Bandaríkin verðbólga að undanskildu orkuverði Evrusvæði verðbólga Evrusvæði verðbólga að undanskildu orkuverði 1,0 1,5 2,0 2,5 3,0 3,5 4,0 4,5 5,0 1,0 1,5 2,0 2,5 3,0 3,5 4,0 4,5 5,0 2007200620052004 Heimild: Reuters EcoWin. 2000 = 100 Mynd II-6 Hrávöruverð á heimsmarkaði Vikulegar tölur 7. janúar 2000 - 22. júní 2007 Matvara (í EUR) Hrávara án eldsneytis (í EUR) Matvara (í USD) Hrávara án eldsneytis (í USD) 80 100 120 140 160 180 200 220 20072006200520042003200220012000
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Peningamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.