Peningamál - 01.07.2007, Blaðsíða 10

Peningamál - 01.07.2007, Blaðsíða 10
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 7 • 2 10 II Ytri skilyrði og útflutningur Horfur um þróun ytri skilyrða hafa lítið breyst frá síðustu útgáfu Peningamála. Efnahagshorfurnar eru þó að því leyti traustari að hag- vöxturinn er dreifður á fleiri lönd en áður. Jafnframt hefur dregið nokk- uð úr væntingum um að samdráttur á bandarískum húsnæðismarkaði breiðist til annarra geira og leiði að lokum til efnahagslægðar víða um heim. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn spáði 4,9% hagvexti í heiminum fyrir árið 2007 í apríl sl. en nýjustu vísbendingar gefa til kynna að hann verði talsvert meiri. Hagvaxtarskeiðið sem nú hefur staðið yfir í fjögur ár samfleytt er hið mesta síðan snemma á áttunda áratugnum (sjá mynd II-1). Hætta á aukinni verðbólgu á heimsvísu virðist hafa aukist, m.a. í ljósi launaþróunar á evrusvæðinu, mikils framboðs lánsfjár og hækkunar olíuverðs. Erlendir vextir hafa af þeim sökum hækkað og munu líklega hækka nokkru hraðar en gert hefur verið ráð fyrir í fyrri spám. Vaxtabyrði af erlendum lánum mun því aukast og minnkandi vaxtamunur gæti valdið þrýstingi á gengi krónunnar. Hagvaxtarhorfur á evrusvæðinu stöðugar Árlegur hagvöxtur á evrusvæðinu á fyrsta ársfjórðungi 2007 var 3%, sem er 0,8 prósentum meiri vöxtur en á sama tímabili í fyrra. Vöxtur landsframleiðslunnar var einkum drifinn áfram af aukinni einkaneyslu, vexti ríkisútgjalda og stóraukinni fjárfestingu. Hagvaxtarspár fyrir yfir- standandi ár hafa verið endurskoðaðar verulega upp á við undanfarna mánuði. Samkvæmt Consensus Forecasts (11. júní 2007) verður hag- vöxtur 2,7% í ár, en á næsta ári dregur nokkuð úr honum á ný (sjá mynd II-2). Þrátt fyrir hækkun stýrivaxta í mars og aftur í júní síðastliðnum getur peningastefna á evrusvæðinu vart talist aðhaldssöm. Vöxtur peningamagns (M3) (sjá mynd II-4) og útlána (sjá mynd II-3) hefur aukist það sem af er árinu. Atvinnuleysi minnkaði í apríl, sjötta mán- uðinn í röð. Það hefur minnkað um 0,9 prósentur frá sama tíma í fyrra og er nú hið minnsta síðan samræmdar mælingar hófust árið 1993. Almenn verðbólga og kjarnaverðbólga hefur verið tiltölulega stöðug undanfarna mánuði, í kringum 1,9%. Minnkandi atvinnuleysi á undan- förnum misserum gæti hins vegar leitt til aukins launaþrýstings sem gæti ýtt undir verðbólgu er fram í sækir. Hagvöxtur í Bandaríkjunum minnkaði á fyrsta ársfjórðungi Samkvæmt bráðabirgðatölum dró verulega úr hagvexti í Bandaríkjunum á fyrsta ársfjórðungi. Vöxtur vergrar landsframleiðslu milli ársfjórð- unga mældist aðeins 0,7% á árskvarða. Vöxtur frá fyrra ári var 1,9% og hefur ekki verið minni frá miðju ári 2003. Minni hagvöxt má að mestu leyti rekja til óhagstæðrar þróunar vöruviðskipta og samdráttar ríkisútgjalda og íbúðafjárfestingar. Búist er við að hagvöxtur taki aftur við sér þegar líður á árið. Hagnaður fyrirtækja var mjög mikill á fyrsta ársfjórðungi, sem gefur til kynna að talsvert svigrúm sé fyrir hendi til að auka fjárfestingu, sem dregið gæti frekar úr atvinnuleysi. Eins mun veiking Bandaríkjadals undanfarna mánuði styðja við vöxt útflutnings og draga úr vexti innflutnings. Consensus Forecasts spá 2,1% hag- vexti fyrir árið í heild og að hann aukist í 2,9% á næsta ári. Verðbólga 1. Tölur fyrir 2007 - 2008 byggjast á spá Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Heimild: Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn. Mynd II-1 Alþjóðleg hagþróun 1970-20081 Heimsframleiðsla og heimsverslun Br. frá fyrra ári (%) Br. frá fyrra ári (%) 0 1 2 3 4 5 6 7 8 9 -4 -2 0 2 4 6 8 10 12 14 20052000199519901985198019751970 Vöxtur heimsverslunar (h. ás) Vöxtur heimsframleiðslu (v. ás) 1. Tímaásinn sýnir mánuðinn sem spáin var gerð í. Heimild: Consensus Forecasts. Mynd II-2 Hagvaxtarspár fyrir evrusvæðið 2007 og 20081 % 2007 2008 1,7 1,9 2,1 2,3 2,5 2,7 2,9 2006 2007 Heimild: Reuters EcoWin. Mynd II-3 Útlánavöxtur innlánsstofnana 12 mánaða breyting (%) Bandaríkin Evrusvæði Japan Bretland -10 -5 0 5 10 15 20 25 200720062005200420032002
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.