Peningamál - 01.07.2007, Blaðsíða 63
ERLEND STAÐA ÞJÓÐARBÚSINS OG ÞÁTTATEKJUR
P
E
N
I
N
G
A
M
Á
L
2
0
0
7
•
2
63
Tafl a 3 Meðalávöxtun eigna og skulda árin 1996-2006
Ávöxtun eigna (%) Ávöxtun skulda (%) Mismunur (%)
Fjárfesting alls 3,5 4,8 -1,3
Bein fjárfesting 7,5 12,7 -5,2
Eigið fjármagn 9,1 15,7 -6,6
Lán milli tengdra félaga 3,0 4,5 -1,5
Verðbréf1 1,4 4,6 -3,2
Hlutafé 0,9 2,5 -1,6
Skuldaskjöl 4,4 4,7 -0,3
Aðrar eignir/skuldir 3,7 3,9 -0,2
1. Könnun á ávöxtun erlendrar verðbréfaeignar er gerð með fyrirspurnum til stærstu fagfjárfestanna.
Eins og sjá má á samanburðinum í töfl u 3 er ávöxtun eigna í
beinni fjárfestingu bæði Íslendinga erlendis og erlendra aðila á Íslandi
áberandi hærri en ávöxtun í öðrum eignafl okkum. Þessi niðurstaða
fæst m.a. vegna þess að bein fjármunaeign er færð á bókfærðu verði
og breytist því ekki í takt við þróun á hlutabréfamörkuðum. Miðað
við hækkun eigna bæði hérlendis og erlendis má leiða líkur að því að
þessar eignir í beinni fjárfestingu kunni að vera talsvert vanmetnar með
tilliti til markaðsvirðis. Önnur skýring á hárri ávöxtun eigna í beinni
fjárfestingu er að þetta eru almennt áhættusamari eignir en aðrar. Því
sé eðlilegt að meðalávöxtun þeirra sé hærri en á öðrum eignum til að
bæta fjárfestum það upp að taka á sig aukna áhættu. Hins vegar hefur
meðalávöxtun af beinni erlendri fjárfestingu erlendra aðila á Íslandi
verið mun hærri en ávöxtun af beinni fjárfestingu Íslendinga erlendis,
öfugt við þróun þáttatekna í Bandaríkjunum og Bretlandi.
Á tímabilinu 1996-2006 var meðalávöxtun af beinni fjárfest-
ingu Íslendinga erlendis um 7,5%. Ávöxtun erlendra aðila af beinni
fjárfestingu í innlendum fyrirtækjum var hinsvegar 12,7% og virðist
því muna 5,2 prósentum í ávöxtun (tafl a 3). Þessi niðurstaða sýnir að
meðalávöxtun af beinni fjárfestingu Íslendinga erlendis er sýnu lakari
en ávöxtun erlendra aðila af beinni fjárfestingu á Íslandi. Þegar haft er
í huga að bein fjárfesting Íslendinga erlendis er hlutfallslega stærri hluti
af eignum þjóðarbúsins en bein fjárfesting erlendra aðila er af skuld-
um þjóðarbúsins er ljóst að þessi munur í ávöxtun vegur þungt í við-
skiptajöfnuði Íslands. Rekja má framangreindan mun á ávöxtun til þess
að samanlagður rekstrarhagnaður erlendra fyrirtækja í eigu innlendra
aðila var mun minni en samanlagður rekstrarhagnaður innlendra fyrir -
tækja í eigu erlendra aðila.
Þótt hagnaðurinn hafi verið minni af rekstrinum erlendis en hér-
lendis er ekki þar með sagt að hagnaðurinn hafi verið lítill, sérstaklega
þegar haft er í huga að það var ekki fyrr en árið 2000 að bein fjárfest-
ing innlendra aðila erlendis fór að aukast verulega. Margar af beinum
fjárfestingum Íslendinga erlendis eru því tiltölulega nýjar af nálinni en
nokkur ár kunna að líða þar til settum markmiðum í rekstri þessara
keyptu fyrirtækja er náð. Taprekstur nokkurra erlendra félaga í eigu
innlendra aðila á tímabilinu 1996-2006 er ein meginástæða þess að
meðalávöxtunin af beinni fjárfestingu Íslendinga erlendis var lakari en
meðalávöxtun erlendra aðila af beinni fjárfestingu á Íslandi. Góður
hagnaður innlendra fyrirtækja í eigu erlendra aðila á árunum 2004-
2006 hefur að sama skapi mikil áhrif á meðal ávöxtunina.
Heimildir: Útreikningar höfunda, Seðlabanki Íslands.
Mynd 10
Ávöxtun erlendra eigna og skulda
Ávöxtun af meðalstöðu
%
Ávöxtun erlendra eigna, alls
Ávöxtun erlendra skulda, alls
0
1
2
3
4
5
6
7
‘06‘05‘04‘03‘02‘01‘00‘99‘98‘97‘96