Peningamál - 01.07.2007, Blaðsíða 63

Peningamál - 01.07.2007, Blaðsíða 63
ERLEND STAÐA ÞJÓÐARBÚSINS OG ÞÁTTATEKJUR P E N I N G A M Á L 2 0 0 7 • 2 63 Tafl a 3 Meðalávöxtun eigna og skulda árin 1996-2006 Ávöxtun eigna (%) Ávöxtun skulda (%) Mismunur (%) Fjárfesting alls 3,5 4,8 -1,3 Bein fjárfesting 7,5 12,7 -5,2 Eigið fjármagn 9,1 15,7 -6,6 Lán milli tengdra félaga 3,0 4,5 -1,5 Verðbréf1 1,4 4,6 -3,2 Hlutafé 0,9 2,5 -1,6 Skuldaskjöl 4,4 4,7 -0,3 Aðrar eignir/skuldir 3,7 3,9 -0,2 1. Könnun á ávöxtun erlendrar verðbréfaeignar er gerð með fyrirspurnum til stærstu fagfjárfestanna. Eins og sjá má á samanburðinum í töfl u 3 er ávöxtun eigna í beinni fjárfestingu bæði Íslendinga erlendis og erlendra aðila á Íslandi áberandi hærri en ávöxtun í öðrum eignafl okkum. Þessi niðurstaða fæst m.a. vegna þess að bein fjármunaeign er færð á bókfærðu verði og breytist því ekki í takt við þróun á hlutabréfamörkuðum. Miðað við hækkun eigna bæði hérlendis og erlendis má leiða líkur að því að þessar eignir í beinni fjárfestingu kunni að vera talsvert vanmetnar með tilliti til markaðsvirðis. Önnur skýring á hárri ávöxtun eigna í beinni fjárfestingu er að þetta eru almennt áhættusamari eignir en aðrar. Því sé eðlilegt að meðalávöxtun þeirra sé hærri en á öðrum eignum til að bæta fjárfestum það upp að taka á sig aukna áhættu. Hins vegar hefur meðalávöxtun af beinni erlendri fjárfestingu erlendra aðila á Íslandi verið mun hærri en ávöxtun af beinni fjárfestingu Íslendinga erlendis, öfugt við þróun þáttatekna í Bandaríkjunum og Bretlandi. Á tímabilinu 1996-2006 var meðalávöxtun af beinni fjárfest- ingu Íslendinga erlendis um 7,5%. Ávöxtun erlendra aðila af beinni fjárfestingu í innlendum fyrirtækjum var hinsvegar 12,7% og virðist því muna 5,2 prósentum í ávöxtun (tafl a 3). Þessi niðurstaða sýnir að meðalávöxtun af beinni fjárfestingu Íslendinga erlendis er sýnu lakari en ávöxtun erlendra aðila af beinni fjárfestingu á Íslandi. Þegar haft er í huga að bein fjárfesting Íslendinga erlendis er hlutfallslega stærri hluti af eignum þjóðarbúsins en bein fjárfesting erlendra aðila er af skuld- um þjóðarbúsins er ljóst að þessi munur í ávöxtun vegur þungt í við- skiptajöfnuði Íslands. Rekja má framangreindan mun á ávöxtun til þess að samanlagður rekstrarhagnaður erlendra fyrirtækja í eigu innlendra aðila var mun minni en samanlagður rekstrarhagnaður innlendra fyrir - tækja í eigu erlendra aðila. Þótt hagnaðurinn hafi verið minni af rekstrinum erlendis en hér- lendis er ekki þar með sagt að hagnaðurinn hafi verið lítill, sérstaklega þegar haft er í huga að það var ekki fyrr en árið 2000 að bein fjárfest- ing innlendra aðila erlendis fór að aukast verulega. Margar af beinum fjárfestingum Íslendinga erlendis eru því tiltölulega nýjar af nálinni en nokkur ár kunna að líða þar til settum markmiðum í rekstri þessara keyptu fyrirtækja er náð. Taprekstur nokkurra erlendra félaga í eigu innlendra aðila á tímabilinu 1996-2006 er ein meginástæða þess að meðalávöxtunin af beinni fjárfestingu Íslendinga erlendis var lakari en meðalávöxtun erlendra aðila af beinni fjárfestingu á Íslandi. Góður hagnaður innlendra fyrirtækja í eigu erlendra aðila á árunum 2004- 2006 hefur að sama skapi mikil áhrif á meðal ávöxtunina. Heimildir: Útreikningar höfunda, Seðlabanki Íslands. Mynd 10 Ávöxtun erlendra eigna og skulda Ávöxtun af meðalstöðu % Ávöxtun erlendra eigna, alls Ávöxtun erlendra skulda, alls 0 1 2 3 4 5 6 7 ‘06‘05‘04‘03‘02‘01‘00‘99‘98‘97‘96
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.