Peningamál - 01.07.2007, Síða 54

Peningamál - 01.07.2007, Síða 54
ERLEND STAÐA ÞJÓÐARBÚSINS OG ÞÁTTATEKJUR P E N I N G A M Á L 2 0 0 7 • 2 54 við árlegt fl æði vegna fjárfestingar og lánastarfsemi eru einkum tveir mikilvægir liðir. Í fyrsta lagi endurmat erlendra eigna og skulda þjóðar- búsins með tilliti til gengisbreytinga og breytinga á markaðsvirði eigna. Miklar erlendar skuldir gera þjóðarbúskapinn mun viðkvæmari en ella fyrir breytingum á gengi krónunnar, sem í vaxandi mæli er háð viðhorfi erlendra fjárfesta til íslensks efnahagslífs. Í öðru lagi er arðsemi mis- munandi eigna- og skuldafl okka breytileg, áhætta ólíkra eignafl okka mismunandi, en einnig skiptir máli að aðferðir við að meta ávöxtun eru breytilegar eftir eignafl okkum. Ef samsetning erlends eignasafns innlendra aðila er ólík samsetningu eignasafns erlendra aðila á Ís- landi getur það leitt til þess að arðsemi eigna og skulda fylgist ekki að. Hreinar vaxta- og arðgreiðslur geta því verið í miklu ójafnvægi þótt hrein erlend staða sé í jafnvægi. Aðferðir við endurmat fjárfestingarliða eru einnig mismunandi eftir eignafl okkum og það sama á við um mat á arði. Því getur samsetning eigna og skulda haft talsverð áhrif á það að hve miklu leyti skráningin endurspeglar heildarmarkaðsverðmæti eigna og skulda. Í þessari grein er þróun og samsetningu erlendrar eigna- og skuldastöðu þjóðarbúsins lýst og skýrt hvernig hún tengist breytingum á viðskiptajöfnuðinum. Erlendar eignir og skuldir þjóðarbúsins eru fl okkaðar eftir eðli og um- fangi fjárfestingarinnar í samræmi við staðla Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (IMF 1993). Í þessari rammagrein er gerð grein fyrir meginhugtök- unum og samhengi þeirra í útreikningum á ytri jöfnuði þjóðarbús- ins. Markaðsverðbréf. Fjárfesting Íslendinga1 í erlendum hlutabréfum og erlendra aðila í innlendum hlutabréfum er fl okkuð sem verð- bréfafjárfesting að því gefnu að eignarhlutur fjárfestis í viðkomandi eign fari ekki yfi r 10%. Hlutdeildarskírteini í verðbréfasjóðum og skuldaskjöl (skuldabréf og peningabréf) teljast einnig til verðbréfa- fjárfestingar. Bein fjárfesting. Fari umfang fjárfestingar í hlutabréfum yfi r 10% er litið svo á að fjárfestirinn hafi náð því sem kallast stjórnunarleg áhrif og fl okkast fjárfestingin þá sem bein fjárfesting. Eftir að beint fjárfestingarsamband er komið á milli innlends og erlends fyrirtækis fl okkast allar frekari fjármagnsfærslur milli þessara fyrirtækja undir beina fjárfestingu. Þetta á meðal annars við um lántökur og lánveit- ingar milli móður- og dótturfyrirtækja. Afl eiðuviðskipti eru skiptasamningar, framvirkir samningar og val- réttir. Afl eiðusamningar eru í eðli sínu jafnir á eigna- og skuldahlið í upphafi en verðmunur gæti myndast vegna verð- og gengisbreyt- inga við uppgjör þeirra. Aðrar eignir eru meðal annars viðskiptakröfur og lán, ásamt seðlum og innstæðum á bankareikningum. Gjaldeyrisforði er skilgreindur sem erlendar eignir Seðlabanka Ís- lands sem eru aðgengilegar til inngripa á gjaldeyrismarkaði. Rammagrein 1 Lykilhugtök skilgreind 1. Miðað er við lögheimili fjárfesta.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Peningamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.