Peningamál - 01.07.2007, Blaðsíða 71

Peningamál - 01.07.2007, Blaðsíða 71
ERLEND STAÐA ÞJÓÐARBÚSINS OG ÞÁTTATEKJUR P E N I N G A M Á L 2 0 0 7 • 2 71 Yfi rverð afskrifað Flæði beinnar fjárfestingar á tilteknu ári þarf ekki að endurspeglast í muninum á fjármunaeign í upphafi og lok árs. Ástæðan er sú að stöðu- stærðir eru gerðar upp á bókhaldsgrunni en fl æðistæðir á greiðslugrunni. Mismunur á fl æði- og stöðustærðum skýrist m.a. af því að nokkuð hef- ur verið um það að innlendir aðilar borgi meira fyrir eignarhluti en sem nemur verðmæti þeirra samkvæmt ársreikningi. Helgast þetta m.a. af mati á viðskiptavild sem síðar er afskrifuð. Aðrar verðbreytingar, t.d. gengisbreytingar íslensku krónunnar, hafa einnig áhrif. Sem dæmi um þetta má nefna að árið 2004 keypti innlent félag annað erlent félag fyr- ir um 86 ma.kr. Eigið fé erlenda félagsins var hins vegar aðeins um 58 ma.kr. og því varð töluvert misræmi annars vegar á milli kaupverðsins, sem ásamt fl eiri þáttum myndar fl æðistærðina, og hins vegar bókfærðs eigin fjár, sem ásamt lánum myndar beinu fjármunaeignina. Kaup Íslendinga á íbúðum á erlendri grund Í umræðunni um hugsanlegt vanmat á eignum Íslendinga erlendis hef- ur verið nefnt að vitað er um töluverðan fjölda Íslendinga sem fjárfest hafa í íbúðarhúsnæði s.s. á Spáni og í Flórída í Bandaríkjunum. Með reglum Seðlabanka Íslands um kaup á fasteignum erlendis, sem öðl- uðust gildi 1. september 1990, var innlendum aðilum heimilt að kaupa fasteignir erlendis. Kaupverð fasteigna mátti í fyrstu ekki vera hærra en 3,75 m.kr. Fjárhæðarmörkin voru hækkuð 1. janúar 1991 og enn ári seinna, en voru felld niður 1. janúar 1993. Gerð var könnun á fjárfest- ingu Íslendinga í fasteignum erlendis árin 1991 og 1992. Árið 1994 var aftur gerð könnun á fasteignakaupum Íslendinga erlendis, en gögnin reyndust ófullkomin. Í greiðslujöfnuði við útlönd er nettófl æði vegna fasteignakaupa mælt út frá gjaldeyrisstraumum samkvæmt upplýs- ingum innlendra innlánsstofnana um erlend viðskipti (ITRS) en það eru ekki stórar stærðir nú orðið samanborið við beina fjárfestingu í atvinnurekstri. Erfi tt hefur reynst að meta umfang slíkra fasteignavið- skipta m.a. vegna þess að fasteignakaup eru ekki tilgreind sérstaklega á skattframtölum og því ekki hægt að keyra út fyrirspurn um fjölda framtalinna fasteigna erlendis. Hægt væri að meta umfangið með því að framkvæma úrtakskönnun skattframtala eða víðtækari könnun meðal heimila og fyrirtækja. Ef slík fasteignakaup yrðu mæld brúttó kæmu að líkindum fram í dagsljósið töluverðar eignir innlendra aðila erlendis. Skuldahliðin myndi hins vegar einnig hækka þar sem fast- eignakaup eru gjarnan fjármögnuð með lánsfé, en þau eru í mörgum tilfellum allt að 80-90% af kaupverði. Tekjur af erlendri verðbréfaeign lífeyrissjóðanna líklega vanmetnar en breytingar á markaðsvirði koma fram í stöðutölum Eins og vikið var að hér að framan er mikill munur á mældum tekjum lífeyrissjóðanna af fjárfestingu þeirra í erlendum verðbréfum og breyt- ingum á áætlaðri erlendri verðbréfaeign þeirra. Þær arðgreiðslur sem lífeyrissjóðirnir hafa gefi ð upp af erlendri verðbréfaeign sinni hafa almennt verið mjög lágar. Mæld ávöxtun í greiðslujöfnuði hefur verið um 2% en lífeyrissjóðirnir hafa verið að birta tölur um 10-20% ávöxt- un af erlendri verðbréfaeign. Er þá meðtalin hækkun markaðsvirðis í krónum talið. Lífeyrissjóðirnir hafa gefi ð þær skýringar á lágum arð-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.