Peningamál - 01.07.2007, Síða 55

Peningamál - 01.07.2007, Síða 55
ERLEND STAÐA ÞJÓÐARBÚSINS OG ÞÁTTATEKJUR P E N I N G A M Á L 2 0 0 7 • 2 55 Bein fjármunaeign (stöðustærð) er gerð upp á bókfærðu virði en bein fjárfesting (fl æðistærð) er skráð á kaupverði.2 Á framangreindu getur verið talsverður munur þegar stórir eignarhlutir í fyrirtækjum eru keyptir á ,,yfi rverði” og fyrirtæki ákveða að afskrifa hluta kaup- verðsins þegar kaupin eiga sér stað. Fjárfestingin er því færð til eign- ar/skuldar á því verði sem kaupandinn bókfærir en ekki á umsömdu kaupverði. Verðbréfafjárfesting er skráð á markaðsvirði þegar við- skiptin eiga sér stað og staða hennar færð á markaðsvirði á hverjum tíma. Greiðslujöfnuður Greiðslujöfnuður skiptist í fjármagnsjöfnuð og viðskiptajöfnuð. Fjármagnsjöfnuður = bein fjárfesting + verðbréfaviðskipti + annað fjármagn + gjaldeyrisforði Fjármagnsjöfnuður sýnir fjárfl æði erlendra eigna og skulda fl okkað eftir eðli fjárfestingarinnar, þ.e. bein fjárfesting, verðbréfaviðskipti, annað fjármagn og gjaldeyrisforði Seðlabanka Íslands. Viðskiptajöfnuður = vöruskiptajöfnuður + þjónustujöfnuður + þáttatekjujöfnuður + rekstrarframlög Viðskiptajöfnuður sýnir út- og innfl utning vöru og þjónustu ásamt þáttatekjum og rekstrarframlögum. Þáttatekjujöfnuður = arður af hlutabréfum + endurfjárfestur hagn- aður + áfallnir vextir + launagreiðslur Þáttatekjur og gjöld samanstanda af arði og endurfjárfestum hagn- aði sem má rekja til beinnar fjárfestingar og verðbréfafjárfestingar auk áfallinna vaxta af annarri fjárfestingu, ásamt launum verka- manna sem greidd eru af atvinnurekanda í öðru landi. Endurfjár- festur hagnaður er sá hluti hagnaðar sem verður eftir hjá fyrirtækjum þegar arður hefur verið greiddur út til hluthafa og er skilgreindur sem viðbótarfjárfesting í fyrirtækjum sem falla undir beina fjárfest- ingu (eignarhlutur > 10%). Þessi hagnaður eykur eigið fé fyrirtækis. Með sama hætti leiðir taprekstur til neikvæðrar ávöxtunar og lækk- unar á eigin fé fyrirtækis. Arðgreiðslur geta einnig orðið svo háar að endurfjárfestur hagnaður verði neikvæður. Hagnaður af starfsemi innlendra félaga í eigu erlendra aðila er færður til gjalda í þátta- tekjujöfnuði. Sundurliðunin milli arðs og endurfjárfests hagnaðar er eingöngu til nánari útlistunar á þessum gjöldum. Samtímatekjur eru því tekju- eða gjaldfærðar óháð því hvort þær hafi verið greiddar út í formi arðs eða hagnaðurinn endurfjárfestur í fyrirtækinu. Í fjármagnsjöfnuði greiðslujafnaðar er verðbréfaviðskiptum skipt nið- ur í hlutafé annars vegar og hins vegar skuldaskjöl. Undir verðbréfa- fjárfestingu fl okkast m.a. kaup á hlutabréfum í erlendum fyrirtækjum sem ná ekki 10% eignarhlut. Afrakstur slíkrar fjárfestingar skilar sér inn í greiðslujöfnuðinn sem arðgreiðslur. Í samræmi við aðferðafræði Alþjóðagjaldeyrissjóðsins er hækkun á markaðsvirði slíkrar fjárfest- ingar ekki tekin með enda þótt fjárfestar telji slíka hækkun á mark- aðsvirði til tekna hjá sér. Þáttatekjur af skuldaskjölum eru áfallnir vextir. Af annarri fjárfest- ingu teljast einnig vextir af lánum til erlendra aðila til þáttatekna. Eina fjárfestingin sem er ekki vaxtareiknuð eru viðskiptakröfur. 2. Í aðferðafræði Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) og Alþjóðagjaldeyris- sjóðsins er mælt með því að bein fjárfesting sé bókfærð á markaðsvirði en jafnframt viðurkennt að erfi tt geti verið að mæla markaðsvirði óskráðra fyrirtækja. Skortur á áreiðanlegum gögnum gerir það að verkum að fl est lönd, þar með talið Ísland, skrá beina fjármunaeign á bókfærðu verði. Æskilegt er að fl est lönd í heiminum notist annað hvort við markaðsverð eða þá bókfært verð svo hægt sé að bera saman einstök lönd.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Peningamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.