Peningamál - 01.07.2007, Blaðsíða 27

Peningamál - 01.07.2007, Blaðsíða 27
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 7 • 2 27 fyrri könnunum hafa ætíð mun fleiri fyrirtæki á landsbyggðinni viljað fækka starfsmönnum en á höfuðborgarsvæðinu. Minnstur vilji til fjölg- unar starfsmanna var í sjávarútvegi (17%) en mestur í fjármála- og tryggingastarfsemi og sérhæfðri þjónustu (72-76%). Skortur á sérhæfðu starfsfólki hefur aukist Eins og undanfarin misseri hefur aukinni eftirspurn eftir vinnuafli að mestu leyti verið mætt með innflutningi vinnuafls. Fyrstu fimm mánuði ársins fjölgaði nýjum erlendum starfsmönnum á vinnumarkaði um 470 að meðaltali á mánuði og 330 hófu störf hjá nýjum atvinnurekanda mánaðarlega. Rúmlega 90% nýrra starfsmanna á vinnumarkaði komu frá ESB-8-ríkjunum.2 Engar vísbendingar sjást enn um að dragi úr framboði ríkis- borgara frá ESB-8-ríkjunum til landsins þrátt fyrir að verulega hafi dregið úr atvinnuleysi í Evrópu. Minna atvinnuleysi þar gæti þó átt þátt í auknum skorti á sérhæfðu starfsfólki hér á landi undanfarna mánuði. Samkvæmt könnun meðal stærstu fyrirtækja landsins er mikill vilji til að fjölga starfsfólki í fjármála- og tryggingastarfsemi og sérhæfðri þjón ustu og telja stjórnendur rúmlega 70% fyrirtækja í þeim greinum að skortur sé á starfsfólki. Erfiðara virðist vera að manna störf í þessum greinum með starfsfólki frá evrópska efnahagssvæð- inu og langan tíma tekur að fá atvinnuleyfi fyrir starfsfólk utan þess. Atvinnurekendur hafa því í auknum mæli þurft að keppa um sérhæft innlent starfsfólk með yfirboðum í launum. Launaskrið meðal sérfræðinga eykst Opnun íslensks vinnumarkaðar fyrir starfsmönnum frá ESB-8-ríkjunum létti nokkuð á undirliggjandi launaþrýstingi á vinnumarkaði á seinni hluta síðasta árs, sérstaklega meðal ófaglærðs starfsfólks. Skortur á sérhæfðu starfsfólki hefur hins vegar aukist undanfarna mánuði vegna mikillar eftirspurnar og hefur það leitt til verulegs launaþrýstings hjá þessum hópum. Vaxandi umframeftirspurn sem ekki er hægt að mæta með inn- flutningi vinnuafls hefur komið fram í því að laun þessara hópa hafa hækkað töluvert umfram laun annarra starfshópa það sem af er ári. Umsamdar launahækkanir sem komu til framkvæmda 1. janúar sl. voru almennt 2,9% en launavísitala fyrir allan vinnumarkaðinn hækk- aði um 4,2% milli fjórðunga á fyrsta ársfjórðungi. Sérfræðingar, tækn- ar, sérmenntað starfsfólk og skrifstofufólk hækkuðu töluvert meira eða á bilinu 4,8-5,9%.3 Launahækkanir skila sér upp allan launastigann Í kjölfar samkomulags milli Alþýðusambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins sl. sumar við endurskoðun launaliðar kjarasamninga var gert ráð fyrir því við spágerð að hækkun lægstu launa, sem var mark- 2. Nýju Evrópusambandsríkin átta eru Eistland, Lettland, Litháen, Pólland, Slóvakía, Slóvenía, Tékkland og Ungverjaland. 3. Launabreytingar samkvæmt launavísitölu Hagstofunnar eru líklegast töluvert vanmetnar þegar hreyfingar milli atvinnurekenda eru jafn miklar og nú er, þar sem vísitalan mælir aðeins breytingar á launum starfsmanna í starfi hjá sama atvinnurekanda. Launabreytingar sem verða þegar einstaklingar færa sig á milli atvinnurekenda vegna hærri launa koma því ekki fram í vísitölunni. Heimild: Vinnumálastofnun. Mynd VI-4 Erlendir starfsmenn skráðir hjá Vinnumálastofnun Nýir starfsmenn á vegum starfsmannaleigna Skráðir nýir starfsmenn frá ESB-8 Ný tímabundin leyfi Ný tímabundin leyfi á nýjum vinnustað, framlengd tímabundin leyfi og starfsmenn frá ESB-8 áður á vinnumarkaði Fjöldi, viðbót í hverjum mánuði 0 200 400 600 800 1.000 1.200 1.400 2007200620052004 Heimild: Hagstofa Íslands. Mynd VI-5 Vísitala launa á almennum vinnumarkaði eftir starfstéttum Breyting frá fyrra ári (%) % Alls Stjórnendur Sérfræðingar Tæknar og sérmenntað starfsfólk Skrifstofufólk Þjónustu-, sölu- og afgreiðslufólk Iðnaðarmenn Verkafólk 6 7 8 9 10 11 12 13 14 1. ársfj.4. ársfj.3. ársfj.2. ársfj.1. ársfj. 2006 2007
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.