Peningamál - 01.07.2007, Page 18

Peningamál - 01.07.2007, Page 18
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 7 • 2 18 Gjaldmiðlasamsetningin hefur einnig tekið töluverðum breyt- ingum undanfarið hálft ár. Um áramót voru lán til heimila í svissnesk- um frönkum og japönskum jenum 47% gengistryggðra útlána þriggja stærstu viðskiptabankanna en um 85% í maímánuði. ... einkum sökum aukins vægis lágvaxtagjaldmiðla Aukið vægi lágvaxtagjaldmiðla felur í sér umtalsvert aukna áhættu af þrennum toga. Í fyrsta lagi leiða sveiflur í gengi krónunnar almennt til meiri breytileika greiðslubyrðar gengistryggðra en verðtryggðra lána. Vegna þess að heimilin, ólíkt mörgum fyrirtækjum, eru alla jafna ekki með neinar gengisvarnir, hvorki með tekjuflæði í lántökugjaldmiðli né framvirkum samningum, eru þau berskjölduð fyrir slíkum sveiflum. Í öðru lagi er sérstök áhætta bundin þeim gjaldmiðlum sem vega þyngst um þessar mundir. Í sögulegu samhengi er gengi þeirra veikt og gæti því átt eftir að hækka verulega, einkum gengi japanska jensins. Ef veiking krónunnar færi saman við enn frekari styrkingu þessara gjald- miðla gæti það haft veruleg áhrif á greiðslubyrði þessara lána. Í þriðja lagi bera þessi lán breytilega vexti sem nú eru sögulega lágir. Lesa má út úr framvirkum vöxtum þeirra gjaldmiðla sem vega rúmlega 95% í gengistryggðum útlánum þriggja stærstu bankanna til heimilanna þ.e. svissnesks franka, japansks jens og evru, að vænst er verulegrar hækk- unar vaxta á næstu misserum. Þessu til viðbótar má telja verulegar líkur á að hækkun vaxta t.d. í Japan muni leiða til hækkunar á gengi jensins og lækkunar á gengi krónunnar. Áhættuþættirnir eru því inn- byrðis tengdir. Mikilvægt er að lántakendur geri sér grein fyrir því. Þótt gengistryggð lán nemi nú 11-12% af heildarútlánum inn- lánsstofnana til heimila ráðast fjármálaleg skilyrði heimilanna enn að langmestu leyti af innlendri vaxtaþróun og framboði lánsfjár.2 Öðru máli gegnir um fyrirtæki. Hlutdeild gengistryggðra lána er um 60% af heildarútlánum innlánsstofnana til fyrirtækja. Mörg fyrirtæki hafa tekjur í erlendum gjaldmiðlum auk þess sem gengisvarnir eru þeim mun aðgengilegri. Gjaldeyrisáhætta sem fólgin er í gengistryggðum útlánum til fyrirtækja er því oftar en ekki mun minni en til heimilanna. Hjá fyrirtækjum vega áhrif erlendra fjármálalegra skilyrða mun þyngra. Á móti hærri erlendum grunnvöxtum vegur að þau kunna að njóta lægra áhættuálags bankanna að einhverju leyti. Verð skuldatrygginga þeirra er nú svipað og rétt eftir að Moody's hækkaði lánshæfismat bankanna í febrúar sl. Ætla má að betri vaxtakjara bankanna gæti í útlánsvöxtum sem þeir bjóða heimilum og fyrirtækjum. 2. Hlutfallið fór upp í 13% í mars, en hefur síðan aðeins lækkað vegna gengisbreytinga. Breyting frá sama ársfjórðungi fyrra árs (%) Mynd III-10 Útlánaaukning lánakerfisins1 1. ársfj. 1997 - 1. ársfj. 2007 0 10 20 30 40 50 60 70 ‘06‘05‘04‘03‘02‘01‘00‘99‘98‘97 1. Vegna breytingar á lánaflokkun eru tölur frá og með þriðja árs- fjórðungi 2003 ekki fyllilega sambærilegar við eldri tölur. Heimild: Seðlabanki Íslands. ‘07 Heimili Fyrirtæki Alls Heimild: Seðlabanki Íslands. Ma.kr. Mynd III-11 Gengisbundin útlán innlánsstofnana til heimila og hlutfall þeirra af heildarútlánum Mánaðarlegar tölur janúar 1998 - maí 2007 Gengisbundin lán til heimila, samtals (v. ás) Hlutfall gengisbundinna lána heimila (h. ás) % 0,0 12,5 25,0 37,5 50,0 62,5 75,0 87,5 100,0 0 2 4 6 8 10 12 14 16 ‘07‘06‘05‘04‘03‘02‘01‘00‘99‘98 31.12.2006 30.4.2007 31.5.2007 Mynd III-12 Myntsamsetning erlendra lána til heimila Kaupþing, Landsbanki, Glitnir % Heimild: Seðlabanki Íslands. 0 5 10 15 20 25 30 35 40 45 50 GBPCHFJPYUSDEUR

x

Peningamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.