Peningamál - 01.07.2007, Blaðsíða 21

Peningamál - 01.07.2007, Blaðsíða 21
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 7 • 2 21 íbúðafjárfesting jókst hins vegar um 6,6% frá sama fjórðungi fyrra árs. Óreglulegir liðir og grunnáhrif mikils vaxtar hafa sterk áhrif á þessar áætlanir.2 Samdráttur fjárfestingar skipar veigamikinn sess í aðlögun þjóðar- búskaparins að jafnvægi. Hún dregst saman allt spátímabilið, en fjór- um prósentum minna en í síðustu spá. Hlutfall fjármunamyndunar af landsframleiðslu lækkar eigi að síður álíka mikið og í síðustu spá, eða í því sem næst fimmtung á seinni hluta spátímabilsins. Þróun raunvaxta og skráning flugvéla skýra breytingar á spá um atvinnuvegafjárfestingu Spáð er tæplega 38% samdrætti atvinnuvegafjárfestingar í ár, 30% samdrætti á næsta ári og um 14% samdrætti árið 2009. Sjö prósent- um meiri samdráttur í ár en í síðustu spá skýrist einkum af fyrr- greindum samdrætti á fyrsta fjórðungi ársins (sjá neðanmálsgrein 2). Fjárfesting í ál- og orkuverum er talin nema um 52 ma.kr. á þessu ári líkt og í síðustu spá. Liðlega 60 ma.kr. lækkun stóriðjufjárfestingar frá síðasta ári og flugvélasala upp á rúma 9 ma.kr. skýra 38% samdrátt atvinnuvegafjárfestingar í ár að miklu leyti. Áfram er gert ráð fyrir mikilli fjár festingu vegna uppbyggingar verslunarmiðstöðva, stórmark- aða, skrif stofuhúsnæðis og ráðstefnu- og tónlistarhúss á austurbakka Reykja víkurhafnar. Hins vegar er gert ráð fyrir að stærstum hluta frek- ari fjárfestingaráforma í sjávarútvegi verði slegið á frest. Árið 2008 verður samdráttur fjárfestingar rúmlega átta prósent- um minni en í síðustu spá. Skýrist það einkum af lægri raunvöxtum vegna meiri verðbólgu og hærri verðbólguvæntingum en í mars- spánni. Atvinnuvegafjárfesting dregst meira saman á árinu 2009, enda raunvextir á seinni hluta spátímabilsins hærri en í síðustu spá. Viðhorf forsvarsmanna fyrirtækja gætu bent til meiri fjárfestingar Burtséð frá samdrætti fjárfestingar í ál- og orkuverum, sjávarútvegi og áhrifum flugvélasölu bendir ýmislegt til þess að önnur fjárfesting sé í töluverðum vexti. Svör forsvarsmanna stærstu fyrirtækja landsins í könnun Capacent Gallup í maí gefa til kynna mikla bjartsýni meðal Tafl a IV-2 Spá um fjármunamyndun og breyting frá marsspánni Spá Peningamála Breyting frá síðustu 2007/21 spá (prósentur) 2007 2008 2009 2007 2008 2009 Fjármunamyndun -25,6 -15,8 -8,9 -3,2 6,9 -3,1 Atvinnuvegafjárfesting -37,7 -30,2 -14,1 -6,9 8,7 -3,3 Fjárfesting í íbúðarhúsnæði 1,2 -9,2 -9,9 5,8 -0,3 -1,2 Fjárfesting hins opinbera 5,9 37,7 4,5 8,0 -2,0 -5,1 1. Magnbreytingar frá fyrra ári (%). 55 70 85 100 115 130 145 160 -12 -8 -4 0 4 8 12 16 2007200620052004200320022001 Væntingavísitala Gallup (v. ás) Vöxtur einkaneyslu (h. ás) 1. Vöxtur einkaneyslu á 2. ársfjórðungi 2007 er spá Seðlabankans. Heimildir: Capacent Gallup, Hagstofa Íslands. Vísitala Magnbreyting frá fyrra ári (%) Mynd IV-4 Einkaneysla og væntingavísitala Gallup 1. ársfj. 2001 - 2. ársfj. 20071 Væntingavísitala Gallup til sex mánaða (v. ás) 0 10 20 30 40 20082004200019961992198819841980 1. Spá Seðlabankans 2007-2009. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. % af VLF Mynd IV-5 Fjármunamyndun sem hlutfall af vergri landsframleiðslu 1980-20091 1. Spá Seðlabankans 2007-2009. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Magnbreyting frá fyrra ári (%) Mynd IV-6 Vöxtur fjármunamyndunar og helstu undirflokka hennar 1999-20091 Fjármunamyndun alls Atvinnuvegir Íbúðarhúsnæði Hið opinbera -40 -30 -20 -10 0 10 20 30 40 50 60 ‘09‘08‘07‘06‘05‘04‘03‘02‘01‘00‘99 2. Útfl utningur fl ugvéla að verðmæti tæplega 10 ma.kr. er skráður sem neikvæð atvinnu- vegafjárfesting í þjóðhagsreikningum Hagstofunnar og mælist atvinnuvegafjárfesting sem því nemur minni á fyrsta fjórðungi. Án þessara fl ugvéla, sem keyptar voru til landsins árið áður, en rötuðu ekki inn í þjóðhagsreikninga Hagstofunnar, hefði samdráttur atvinnuvega- fjárfestingar verið um tveimur tugum prósentna minni og samdráttur heildarfjárfestingar helmingi minni. Þegar þessi liður er dreginn frá eru niðurstöðurnar í betra samræmi við síðustu spá.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.