Peningamál - 01.07.2007, Síða 4

Peningamál - 01.07.2007, Síða 4
INNGANGUR P E N I N G A M Á L 2 0 0 7 • 2 4 óreglulegra þátta er enn langur vegur að sjálfbærri stöðu. Hækkun á gengi krónunnar undanfarna mánuði hefur verið í takti við gengis- þróun annarra hávaxtagjaldmiðla. Gengi hennar er því næmt fyrir breytingum skilyrða á alþjóðlegum fjármálamörkuðum. Seðlabankinn reynir ekki að stýra gengi krónunnar. Hann getur hins vegar þurft að bregðast við áhrifum gengisbreytinga á verðbólgu og verðbólguvænt- ingar. Í spánni sem birt er í Peningamálum nú verður verðbólga mjög nálægt markmiði á síðari helmingi næsta árs og markmiðið næst fyrir mitt ár 2009. Sökum tafa í miðlunarferlinu þyrfti umtalsvert hærri stýri- vexti til þess að ná markmiðinu lítið eitt fyrr. Sá ávinningur svarar ekki kostnaði. Hins vegar mun bankastjórn grípa til aðgerða ef verðbólgu- horfur versna marktækt frá því sem reiknað er með í grunnspánni nú. Að sama skapi mun bankastjórn bregðast við ef horfur batna frá því sem hér er lýst. Strangt aðhald í fjármálum hins opinbera dregur ótví- rætt úr líkum á að verðbólguhorfur versni. Í ljósi þess að mikil spenna virðist enn í þjóðarbúskapnum yrði afar óheppilegt að slaka á aðhaldi í opinberum fjármálum nú. Aukið aðhald að útgjöldum fl ýtir því að unnt verði að lækka vexti. Breytingar á stöðu og útlánastefnu Íbúðalána- sjóðs hafa áhrif í sömu átt. Lækkun lánshlutfalls sjóðsins sem tilkynnt var 3. júlí sl. er mikilvægt fyrsta skref. Meðal forsendna í grunnspá bankans er 17% niðurskurður á þorskkvóta. Ákvörðun um hann hefur ekki verið tekin en áhrif hennar og tengdra ráðstafana verða metin við síðari ákvarðanir bankastjórnar um vexti. Næsta ákvörðun bankastjórnar Seðlabanka Íslands um stýrivexti verður tilkynnt 6. september n.k.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Peningamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.