Peningamál - 01.07.2007, Blaðsíða 51

Peningamál - 01.07.2007, Blaðsíða 51
F JÁRMÁLAMARKAÐIR OG AÐGERÐIR SEÐLABANKANS P E N I N G A M Á L 2 0 0 7 • 2 51 Betri skuldastaða ríkissjóða skapar vandamál Smæð útistandandi fl okka ríkisbréfa veldur því að seljanleiki (e. liqui- dity) er lítill á innlendum skuldabréfamarkaði. Góð afkoma ríkissjóðs undanfarin ár hefur dregið úr þörf innlendrar skuldabréfaútgáfu og lág skuldastaða hans er skýrt styrkleikamerki. Ríkissjóður hefur því verið tregur til útgáfu ríkisbréfa þótt hún megi teljast æskileg frá sjónarhóli markaðarins. Fróðlegt er að skoða hvernig brugðist hefur verið við á öðrum Norðurlöndum þar sem svipuð þróun á sér stað. Tekjur Norðmanna af olíuvinnslu gera það að verkum að norska ríkið hefur ekki þörf fyrir lánsfjármögnun. Það hefur eigi að síður tekið þá stefnu að halda úti ríkisbréfum í norskum krónum fyrir fjárhæð sem nemur um 10% af landsframleiðslu. Litið er á það sem almannagæði (e. public good) að sjá fjármálamarkaði fyrir „áhættulausum” vaxtaferli. Ríkissjóðir Sví- þjóðar og Danmerkur eru í svipaðri stöðu. Skuldir sænska ríkisins hafa lækkað ört. Þær nema u.þ.b. 40% af landsframleiðslu og útlit er fyrir að þær nemi aðeins 30% af landsframleiðslu árið 2009. Hlutfall skulda gæti lækkað enn meira komi stefna ríkisstjórnarinnar um einkavæð- ingu ríkisfyrirtækja og minnkun á eignarhluta ríkisins í ýmsum fyr- irtækjum til framkvæmda. Í Danmörku nema skuldir ríkissjóðs 16% af landsframleiðslu og er áætlað að þær muni lækka í sem nemur 12% af landsframleiðslu í lok árs 2008. Danir og Norðmenn hafa þegar hætt allri útgáfu skuldabréfa í erlendum gjaldmiðlum og líklegt er að Svíar muni gera slíkt hið sama. Smæð markaðarins er þegar farin að valda áhyggjum í Danmörku og Noregi. Svíar sjá fram á svipaða þróun á sínum markaði þótt enn sé borð fyrir báru. U.þ.b. fi mmtungur skulda sænska ríkisins eru í erlend- um myntum og 25% í verðtryggðum skuldabréfaútgáfum. Því er hægt að greiða niður umtalsverðar skuldir áður en dregið er úr útgáfu þeirra fl okka sem mynda áhættulausan nafnvaxtaferil í sænskum krónum. Í Danmörku hefur útgefnum fl okkum skuldabréfa verið fækkað til að tryggja næga dýpt þeirra. Útgáfu víxla og skuldabréfa til allt að 5 ára hefur verið hætt. Ljóst er að vegna smæðar íslenska hagkerfi sins verður seljanleiki alltaf lítill á íslenskum markaði samanborið við önnur lönd. Á Íslandi nema heildarskuldir ríkissjóðs um 25% af landsframleiðslu og innlend- ar skuldir nema aðeins um 12% af landsframleiðslu. Heildarfjárhæð ríkisbréfa, ríkisvíxla og spariskírteina er nú 133 ma.kr. að markaðsvirði en samsvarandi fjárhæð ríkisbréfa í Danmörku er um 2.350 ma.kr. (210 ma.dkr.) og í Noregi 2.270 ma.kr. (210 ma.nkr.). Erfi tt er að meta hve stórir fl okkar skuldabréfa þurfa að vera til að seljanleiki náist. Á evrusvæðinu er gjarnan talið að stærð hverrar útgáfu ríkisskuldabréfa þurfi að vera 5 ma. evra til þess að viðunandi seljanleiki náist. Sú fjárhæð samsvarar fjórföldum krónuskuldum og tvöföldum heildarskuldum íslenska ríkisins. Ísland mun seint gefa út skuldabréf af þeirri stærð. Stækkun og fækkun skuldabréfafl okka frá því sem nú er myndi þó örugglega bæta dýpt og verðmyndun á inn- lenda markaðnum. Lánasýsla ríkisins hefur hætt útgáfu verðtryggðra bréfa og hefur frá því á árinu 2006 keypt upp verðtryggð spariskírteini. Undanfarin ár hefur áhersla einnig verið lögð á endurgreiðslu erlendra skulda. Ekki liggur annað fyrir en að sú þróun haldi áfram. Erlendar skuldir Gjaldeyrisforði Mynd 6 Gjaldeyrisforði og vergar erlendar skuldir ríkissjóðs 1. ársfj. 2001 - 1. ársfj. 2007 Ma.kr. Heimild: Seðlabanki Íslands. 0 22 44 66 88 110 132 154 176 198 220 2007200620052004200320022001 Mynd 7 Raunávöxtun íbúðabréfa Daglegar tölur 22. maí 2006 - 28. júní 2007 % Heimild: Seðlabanki Íslands. 3,5 4,0 4,5 5,0 5,5 6,0 6,5 7,0 fj 2006 2007 a mm jj j á s o n d HFF150914 HFF150224 HFF150434 HFF150644
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.