Peningamál - 01.07.2007, Blaðsíða 61

Peningamál - 01.07.2007, Blaðsíða 61
ERLEND STAÐA ÞJÓÐARBÚSINS OG ÞÁTTATEKJUR P E N I N G A M Á L 2 0 0 7 • 2 61 Tafl a 1 Samsetning erlendra eigna Íslendinga 1995 og 2006 Staða beinnar fjárfestingar Skulda- Seðlar og Viðskipta- Gjaldeyris- (eign) Hlutafé skjöl Lán innstæður kröfur forði 1995 19% 11% 10% 0% 13% 13% 34% 2006 21% 20% 6% 39% 10% 0% 4% bréfaeign lífeyrissjóða hefur aukist mikið og nam rúmlega 442 ma.kr. í árslok 2006 eða um 10% af heildareignum Íslendinga erlendis og um 37% af heildareign Íslendinga í erlendum verðbréfum. Umfangsmikil fjárfesting annarra innlendra aðila í fyrirtækjum og verðbréfum skýrir afganginn af eignaaukningunni. Bein fjármunaeign innlendra aðila erlendis og hlutdeild hlutafjár í erlendri verðbréfaeign nam alls um 974 ma.kr. umfram áhættufjárfestingu erlendra aðila á Íslandi í árslok 2006. Fjárfesting innlendra aðila í erlendum fyrirtækjum hefur verið einna umfangsmest á sviði banka- og fjármálastarfsemi, en tekur jafn- framt til fyrirtækja á sviði verslunar og þjónustu, matvælaframleiðslu, lyfjaframleiðslu og samgangna. Bein fjármunaeign innlendra aðila erlendis nam alls 635 ma.kr. í árslok 2005 og þar af nam bein fjár- munaeign viðskiptabankanna þriggja og eins fjárfestingarbanka um 144 ma.kr. Bein fjármunaeign erlendra aðila á Íslandi nam hins vegar alls um 286 ma.kr. í árslok 2005 og þar af nam bein fjármunaeign í einum viðskiptabanka og í einum fjárfestingarbanka um 61 ma.kr. Erlendar skuldir Alls námu erlendar skuldir Íslendinga í árslok 2006 um 518% af VLF en voru í lok ársins 2005 um 332% af VLF (sjá mynd 8). Hér er um veru- lega aukningu að ræða en hluti skuldaaukningarinnar skýrist af veik- ingu krónunnar á árinu 2006 en hún veiktist gagnvart erlendri mynt um 18,8%. Erlendar skuldir innlánsstofnana voru 82% af erlendum skuldum Íslendinga. Erlendar skuldir hins opinbera námu 263 ma.kr. í árslok 2006 og aðrir geirar (aðrar lánastofnanir og atvinnufyrirtæki) skulduðu erlend lán að fjárhæð 516 ma.kr. Skuldaaukningin er að verulegu leyti spegilmynd erlendu eigna- aukningarinnar. Íslensku bankarnir hafa að stórum hluta haft milligöngu um útvegun erlends fjármagns til innlendra fjárfesta en bankarnir hafa einnig sjálfi r verið umsvifamiklir í fjárfestingu erlendis. Auk þess hefur talsverður hluti af erlendri skuldaaukningu bankanna fjármagnað inn- lend útlán sem að hluta til hafa verið nýtt af innlendum fjárfestum til fjárfestingar erlendis. Erlend skuldaaukning verður hins vegar ekki rakin til ríkis og sveitarfélaga þar sem hið opinbera greiddi þvert á móti upp talsvert af erlendum skuldum á tímabilinu.6 6. Árið 2000 námu erlendar skuldir hins opinbera um 167 ma.kr. Árið 2005 voru þær komnar í um 172 ma.kr. en á sama tíma jukust erlendar skuldir þjóðarbúsins í heild um 2.592 ma.kr. Árið 2006 jukust erlendar skuldir hins opinbera um 91 ma.kr. og munar þar mestu að rík- issjóður tók undir lok ársins lán til að styrkja gjaldeyrisforðann. Á sama tíma jukust erlendar skuldir þjóðarbúsins í heild um 2.569 ma.kr. Erlendar skuldir innlendra innlánsstofnana hafa aukist í takt við stækkandi efnahagsreikninga þeirra. Alls námu erlendar skuldir innlendra innlánsstofnana í lok ársins 2006 um 4.220 ma.kr. en voru 453 ma.kr. í árslok 2002. Bein fjármunaeign á Íslandi (v. ás) Innlend verðbréf (v. ás) Lán (v. ás) Seðlar og innstæður (v. ás) Aðrar skuldir ót.a. (v. ás) Erlendar skuldir, % af VLF (h. ás) Mynd 8 Erlendar skuldir þjóðarbúsins Árlegar tölur 1990-2006 Ma. kr. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. % af VLF 0 500 1.000 1.500 2.000 2.500 3.000 3.500 4.000 4.500 5.000 5.500 6.000 0 100 200 300 400 500 600 ‘06‘04‘02‘00‘98‘96‘94‘92‘90
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.