Peningamál - 01.07.2007, Blaðsíða 60
ERLEND STAÐA ÞJÓÐARBÚSINS OG ÞÁTTATEKJUR
P
E
N
I
N
G
A
M
Á
L
2
0
0
7
•
2
60
Alþjóðlegur samanburður
Í alþjóðlegum samanburði sker Ísland sig nokkuð úr, hvort heldur
skoðuð er hrein erlend skuldastaða sem hlutfall af vergri landsfram-
leiðslu eða hrein áhættufjárfesting í hlutfalli af vergri landsframleiðslu
(sjá myndir í viðauka).
Hrein erlend eignastaða margra helstu iðnríkjana er ekki ósvip-
uð eignasamsetningu fjárfestingarsjóða (e. hedge funds) (Lane og
Milesi-Ferretti 2006). Með því er átt við að hrein erlend skuldastaða
er neikvæð en hrein staða í erlendri áhættufjárfestingu4 er jákvæð.
Með öðrum orðum, fl est helstu iðnríki heimsins eru nettó lántakendur
í erlendum lánum og nota þessa fjármuni að hluta til að fjárfesta í fyrir -
tækjum og verðbréfum erlendis. Af helstu iðnríkjum heimsins (G7) er
það aðeins Japan sem sker sig úr með jákvæða erlenda skuldastöðu
(þar sem hrein erlend áhættufjárfesting var -2,2% af VLF árið 2004
og hrein erlend skuldastaða var 22,5% af VLF árið 2004,5 sjá myndir
í viðauka).
Í tilfelli Íslands er áhættufjárfesting innlendra aðila erlendis mun
meiri en samsvarandi eignir erlendra aðila á Íslandi. Hrein staða áhættu-
fjárfestingar er því jákvæð. Hlutfall áhættufjárfestingar Íslands af vergri
landsframleiðslu er mjög hátt. Aðeins eitt land hefur hærra hlutfall af
vergri landsframleiðslu bundið í erlendri áhættufjárfestingu, en það eru
Sameinuðu Arabísku Furstadæmin (sjá mynd b í viðauka).
Þróun eigna og skulda síðustu árin
Til að fá skýrari mynd af skuldastöðu Íslands er nauðsynlegt að líta
nánar á samsetningu eigna og skulda.
Erlendar eignir
Árið 1995 námu eignir Íslendinga erlendis alls um 14,5% af vergri
landsframleiðslu. Árið 2006, aðeins ellefu árum síðar, námu erlendar
eignir um 396% af VLF og hafa því meira en tuttuguogsexfaldast mælt
í hlutfalli við verga landsframleiðslu (sjá mynd 7). Samsetning erlendra
eigna hefur einnig breyst talsvert á tímabilinu. Gjaldeyrisforði og við-
skiptakröfur voru áður veigamikill hluti af heildareignum erlendis en
skipa nú aðeins lítinn sess. Þess í stað hefur hlutfall erlendra lána aukist
gífurlega og reiknast nú um 39% af heildareignum erlendis. Hlutdeild
erlends hlutafjár í eignasafninu hefur einnig næstum tvöfaldast og er
nú tæplega fi mmtungur af erlendum eignum. Hlutafé í íslenskum fyr-
irtækjum í eigu erlendra aðila vegur hins vegar aðeins 6% í heildar -
skuldum. Bein fjármunaeign Íslendinga erlendis nam alls um 946 ma.kr.
í árslok 2006 og var því um 21% af heildareignum erlendis.
Útlán innlendra lánastofnana til erlendra aðila eru einn stærsti
einstaki þátturinn í framangreindri aukningu. Árið 2001 námu þessi
útlán um 44 ma.kr. en voru árið 2006 um 1.740 ma.kr. Erlend verð-
4. Hugtakið áhættufjárfesting er í þessu samhengi skilgreint sem samtala beinnar fjárfestingar
og fjárfestingar í hlutafé og hlutafjársjóðum (e. equity investment).
5. Þessar upplýsingar miðast við gagnagrunn Lane og Milesi-Ferretti (2006) sem er stærsti
gagnagrunnurinn með sambærileg gögn yfir hreina erlenda stöðu flestra ríkja heimsins.
Nýjustu gögnin ná hins vegar aðeins fram til ársins 2004. Gögn sem höfundar hafa tekið
saman fyrir árið 2005 benda til þess að hrein skuldastaða Þýskalands hafi einnig verið
jákvæð árið 2005 (sjá mynd 6).
Bein fjármunaeign erlendis (v. ás)
Erlend verðbréfaeign (v. ás)
Lán (v. ás)
Seðlar og innstæður (v. ás)
Aðrar eignir ót.a. (v. ás)
Gjaldeyrisforði (v. ás)
Erlendar eignir, % af VLF (h. ás)
Mynd 7
Erlendar eignir þjóðarbúsins
Árlegar tölur 1990-2006
Ma. kr.
Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands.
% af VLF
0
1.000
2.000
3.000
4.000
5.000
6.000
0
100
200
300
400
500
600
‘06‘04‘02‘00‘98‘96‘94’92‘90
1. Tölur fyrir Ísland einning fyrir árið 2006.
Heimildir: Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn, heimasíður erlendra seðlabanka
og hagstofa, Seðlabanki Íslands.
Mynd 6
Hrein erlend staða og hrein erlend skuldastaða
nokkurra þróaðra ríkja í árslok 20051
% af VLF
Hrein erlend staða
Hrein erlend skuldastaða
-250
-200
-150
-100
-50
0
50
100
150
Ís
la
nd
(2
00
6)
Ís
la
nd
(
20
05
)
G
rik
kl
an
d
N
ýj
a-
Sj
ál
an
d
Po
rt
úg
al
Á
st
ra
lía
Sp
án
n
Ír
la
nd
Sv
íþ
jó
ð
Ba
nd
ar
ík
in
A
us
tu
rr
ík
i
Br
et
la
nd
Fi
nn
la
nd
Ev
ru
sv
æ
ði
ð
K
an
ad
a
Ít
al
ía
Fr
ak
kl
an
d
Þý
sk
al
an
d
Be
lg
ía
Ja
pa
n
N
or
eg
ur
Sv
is
s