Peningamál - 01.07.2007, Blaðsíða 40

Peningamál - 01.07.2007, Blaðsíða 40
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 7 • 2 40 Miðað við líkindadreifingu stýrivaxtaferilsins eru töluverðar líkur á því að stýrivextir verði á bilinu 123/4-14% að meðaltali á þriðja ársfjórðungi þessa árs og á bilinu 121/4-14½% á þeim fjórða.1 Þegar líða tekur á spátímabilið er óvissubilið hins vegar orðið mjög vítt, enda mikil óvissa um efnahagsframvinduna um þessar mundir. 1. Hér er átt við nafnvexti en ekki ársávöxtun eins og stýrivextir Seðlabanka Íslands hafa hingað til verið settir fram. Sökum ófyrirséðra atburða eða rangra forsendna um þróun mik- ilvægra þátta efnahagslífsins víkur raunveruleg efnahagsframvinda jafnan verulega frá spám. Gagnlegt er að meta hversu næmar nið- urstöðurnar eru fyrir frávikum sem gætu orðið í þróun ýmissa lykil- stærða efnahagslífsins. Möguleg frávik frá grunnspá eru vitanlega óteljandi en reynt er að meta stærstu áhættuþættina hverju sinni. Eins og í síðustu spá er óvissa um gengi krónunnar og mögulegar framkvæmdir við ný ál- og orkuver taldir stærstu óvissuþættirnir. Fráviksdæmi varpa ljósi á áhrif helstu óvissuþátta grunn- spárinnar á verðbólguhorfur og möguleg viðbrögð peningastefn- unnar við skellum. Þörfi n fyrir aðgerðir í peningamálum til að mæta óvæntum skelli ræðst af trúverðugleika peningastefnunnar. Ef trú- verðugleika skortir, þ.e.a.s. ef ekki ríkir traust á því að Seðlabank- inn geti haldið verðbólgunni í námunda við markmiðið þarf sterkari viðbrögð til þess að ná settu markmiði. Eftir því sem peningastefnan er trúverðugri skapar hún verðbólguvæntingum betri kjölfestu og markaðsöfl og væntingar taka ríkari þátt í nauðsyn legum viðbrögð- um og draga úr þörf fyrir aðgerðir Seðlabankans. Við núverandi aðstæður þarf hærri stýrivexti lækki gengi krónunnar verulega Raungengi mælist nú í sögulegu hámarki og fjármögnunarþörf gríð ar legs viðskiptahalla og mikilla erlendra skulda setur þrýsting á gengi krónunnar, jafnvel þótt dragi úr hallanum þegar stór iðju- framkvæmdum lýkur og útfl utningur áls hefst af fullum krafti. Þrátt fyrir þetta hefur gengi krónunnar verið hátt og hækkað enn frekar frá síðustu spá. Mikill vaxtamunur og skýr skilaboð Seðlabankans um áframhaldandi aðhaldssama peningastefnu hafa stutt við gengið. Færa má rök fyrir því að hættan á snöggri lækkun gengis hafi , ef eitthvað er, aukist frá síðustu spá. Þess vegna er í grunnspánni reiknað með því að gengið lækki nokkru hraðar en reiknað var með í mars. Miðað við efnahagslegar aðstæður er hins vegar talsverð hætta á enn hraðari aðlögun. Eins og í mars er því sýnt fráviksdæmi með verulegri gengislækkun. Hún kemur hins vegar u.þ.b. ársfjórðungi síðar fram, á síðasta fjórðungi þessa árs og fyrsta ársfjórðungi þess næsta. Eins og í síðustu Peningamálum er gert ráð fyrir að gengið lækki um samtals 20% og að vaxtaálag á erlendar skuldbindingar innlendra aðila hækki um 1,5 prósentu. Tímasetningin felur ekki í sér spá, heldur miðast hún við að hægt sé að meta áhrifi n innan þess tímaramma sem spáin sýnir. Slík atburðarás gæti hins vegar Rammagrein IX-2 Fráviksdæmi 50% óvissubil 75% óvissubil 90% óvissubil Stýrivextir Mynd IX-7 Stýrivextir Spátímabil: 2. ársfj. 2007- 1. ársfj. 2010 Heimild: Seðlabanki Íslands. % 0 2 4 6 8 10 12 14 16 18 2006 2007 2008 2009 ‘10 50% óvissubil 75% óvissubil 90% óvissubil Grunnspá Mynd 1 Stýrivextir - fráviksdæmi Heimild: Seðlabanki Íslands. % Fráviksdæmi með gengislækkun Fráviksdæmi með stóriðjuframkvæmdum 0 2 4 6 8 10 12 14 16 18 2006 2007 2008 2009 ‘10
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.