Peningamál - 01.07.2007, Blaðsíða 42

Peningamál - 01.07.2007, Blaðsíða 42
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 7 • 2 42 að meginþungi framkvæmda verði á árunum 2009-2011 en þá verði varið rífl ega 70% af áætluðum framkvæmdakostnaði. Gert er ráð fyrir að framleiðsla hefjist árið 2011, en verði komin á fullan skrið árið 2014. Áætlað er að vinnuafl snotkun aukist um rúmlega 1.300 ársverk á spátímanum, en heildarfjölgun ársverka á tímabilinu 2007- 2014 verði um 3.200 ársverk. Gert er ráð fyrir að skipting kostn- aðar á milli innlendra og erlendra þátta verði u.þ.b. til helminga, þótt hlutur innlends kostnaðar sé heldur meiri. Það sama á við um skiptingu milli innlends og erlends vinnuafl s. Þessar upplýsingar eru byggðar í meginatriðum á fyrirliggjandi áætlunum væntanlegs fram- kvæmdaraðila. Þótt ekki sé reiknað með að gengi krónunnar styrkist sérstak- lega við tilkynningu um byggingu álversins, eins og gert var ráð fyrir í mars, helst gengið hærra það sem eftir lifi r spátímans. Stýrivextir lækka heldur hægar en í grunnspánni, en vegna þess að efnahags- legra áhrifa framkvæmdanna fer ekki að gæta fyrr en á árunum 2008-9 eru áhrifi n á peningastefnuna takmörkuð þar til líða tekur á næsta ár (sjá mynd 1). Vextir á síðasta fjórðungi næsta árs eru um ¼ prósentu hærri en í grunnspánni og um ¾ prósentu hærri í lok spátímans. Með þessum stýrivaxtaferli tekst að koma í veg fyrir að verðbólga taki að aukast að nýju þegar líður á árið 2010 og fram á árið 2011, eins og gerist ef stýrivaxtaferli grunnspárinnar er fylgt (mynd 2). Vaxtaferillinn er nokkuð frábrugðinn fráviksdæminu í síð- ustu Peningamálum. Það skýrist af því að umfang framkvæmdanna yrði ólíkt minna og þungi þeirra nokkru seinna á ferðinni en þá var miðað við. Þá hefur svigrúm þjóðarbúskaparins til þess að takast á við þetta verkefni án mikilla ruðningsáhrifa á aðra atvinnustarfsemi aukist. Þörf fyrir aðhaldssamari peningastefnu en miðað er við í grunnspánni er því minni en í fráviksdæminu í mars.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.