Peningamál - 01.07.2007, Blaðsíða 72

Peningamál - 01.07.2007, Blaðsíða 72
ERLEND STAÐA ÞJÓÐARBÚSINS OG ÞÁTTATEKJUR P E N I N G A M Á L 2 0 0 7 • 2 72 greiðslum að þær séu ekki algengar á alþjóðlegum fjármálamörkuðum. Breytingar á markaðsvirði koma hins vegar fram í stöðutölum, þ.e.a.s. í yfi rlitinu um erlenda stöðu þjóðarbúsins. Ýmsir hafa sett fram þá skoðun að heppilegt væri að markaðshækkun/lækkun verðbréfa kæmi fram í ársfjórðungslegu uppgjöri greiðslujafnaðar þannig að breytingar á markaðsvirði verðbréfa endurspegluðust einnig í því uppgjöri í stað þess að koma eingöngu fram í stöðutölunum milli ára. Samantekt Mikill halli hefur verið á viðskiptum Íslands við útlönd síðustu árin og jókst hlutdeild þáttatekjuhallans verulega árið 2006. Ýmis álitamál vakna við söfnun upplýsinga um þáttatekjur og -gjöld og tengsl þeirra við undirliggjandi stærðir eigna og skulda. Ýmsir telja þáttatekjuhallann hér á landi stórlega ofmetinn. Þótt þáttatekjur yrðu mældar öðruvísi er ekki víst að það hefði eins mikil áhrif á viðskiptahallann og sumir gera sér í hugarlund. Ástæðan er sú að áhrifi n koma fram bæði á eigna- og skuldahlið. Hins vegar má telja líklegt að eignir innlendra aðila erlendis séu nokkuð vanmetnar með þeim aðferðum sem nú tíðkast. Bein fjár- festing innlendra aðila erlendis hefur verið mjög mikil á undanförnum árum og sumir þeirra fjármagnað þá fjárfestingu að miklu leyti með lánsfé. Vegna þess að skuldirnar eru nokkuð vel þekktar en verðmæti eignanna meiri vafa undirorpið og fylgt nokkuð íhaldssömum aðferð- um við mat á verðmæti þeirra þá gæti nokkurt misræmi verið til staðar. Hið sama á við um mat á beinni fjármunaeign erlendra aðila á Íslandi. Það er þó lægri fjárhæð og því gætu hrein áhrif verið nokkur. Seðlabanki Íslands fylgir alþjóðlegum stöðlum við uppgjör greiðslujafnaðar. Eins og rakið hefur verið er töluverður munur á að- ferðum sem notaðar eru við mat á ávöxtun beinnar fjárfestingar annars vegar og verðbréfafjárfestingar hins vegar. Álitamál er hvort heppilegt væri að breyta alþjóðlegum stöðlum t.d. þannig að tekið væri tillit til hækkunar markaðsverðs hlutabréfa. Því má halda fram að það skjóti skökku við hve litlar tekjur hafa verið mældar af verðbréfafjárfestingu í ljósi þess hve eftirspurn eftir erlendum verðbréfum hefur verið mikil á síðustu árum. Ef tekið yrði fullt tillit til breytinga á markaðsvirði þá gæti það hins vegar kallað fram miklar sveifl ur í greiðslujöfnuði sem ekkert hafa með greiðslufl æði til og frá landinu að gera. Því er engin augljós lausn í sjónmáli sem tryggt gæti fullt samræmi milli þróunar þáttatekna og –gjalda og undirliggjandi stærða eigna- og skulda. Hlutfall beinnar fjármunaeignar Íslendinga sem fært er á bók- færðu virði er rífl ega tvöfalt hærra en hlutfall beinnar fjármunaeignar erlendra aðila í heildar skuldum þjóðarbúsins (sjá töfl u 1 og 2). Að því gefnu að bókfært verð sé lægra en raunverulegt markaðsvirði (eins og margt bendir til) er halli á hreinni erlendri stöðu þjóðarbúsins ofmet- inn. Hinsvegar er erfi tt að meta nákvæmlega umfang hins hugsanlega ofmats þar sem meginpartur beinnar fjármunaeignar er í fyrirtækjum sem ekki eru skráð á hlutabréfamarkaði. Þrátt fyrir að ekki sé til aðferð til að reikna „markaðsverðmæti” óskráðra fyrirtækja er þó hægt að beita ýmsum aðferðum til að fá fram niðurstöður sem líta má á sem nálganir á markaðvirði. Til viðbótar við þær hagtölur sem nú eru birtar yfi r erlenda stöðu þjóðarbúsins væri til dæmis hægt að birta einnig stöðutölur um beina fjármunaeign íslendinga erlendis og erlendra aðila
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.