Peningamál - 01.07.2007, Blaðsíða 45

Peningamál - 01.07.2007, Blaðsíða 45
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 7 • 2 45 Indónesía Eftir fjármálakreppuna í Asíu á seinni hluta tíunda áratugar síðustu aldar lögðust yfi rvöld á Indónesíu í endurskipulagningu á bankakerfi sínu og ýmsum stofnunum. Í kjölfarið fóru vextir að hafa meiri áhrif á verð- bólgustig og ákvað Seðlabanki Indónesíu að taka formlega upp verð- bólgumarkmið í júlí árið 2005. Áður hafði hann fylgt peningamagns- markmiði en helstu vankantar þess voru að erfi tt var að hafa stjórn á grunnfé því að ríkjandi hluti þess eru peningar sem eru utan bankakerf- isins. Verðbólgumarkmið Seðlabanka Indónesíu fyrir árið 2007 er 6% en 5% fyrir árið 2008, vikmörk eru ±1% fyrir bæði árin. Í maí á þessu ári mældist verðbólga á Indónesíu 6%. Til meðallangs og lengri tíma litið stefnir bankinn á 3% verðbólgu. Það telur hann vera ákjósanlegt markmið til að halda samkeppnishæfni sinni við önnur lönd. Rúmenía Eftir að hafa farið í gegnum aðlögunarskeið þar sem stofnanir landsins voru meðal annars endurbættar í þeim tilgangi að uppfylla þær kröfur sem upptaka verðbólgumarkmiðs felur í sér tók Seðlabanki Rúmeníu formlega upp verðbólgumarkmið í ágúst árið 2005. Markmið bankans með upptöku verðbólgumarkmiðs var fyrst og fremst að sigrast á mik- illi verðbólgu og viðhalda verðstöðugleika eftir að verðbólgumarkmiði hefði verið náð. Árið 2007 er verðbólgumarkmið bankans 4% en árið 2008 verður verðbólgumarkmið fært niður í 3,8%, vikmörk fyrir bæði árin eru ±1%. Eftir að aðlögunarskeiðið hófst hefur verðbólga dregist saman og hefur það átt sinn þátt í að draga úr verðbólguvæntingum. Í apríl mældist verðbólga í Rúmeníu 3,8%. Tyrkland Seðlabanki Tyrklands stefnir að því að ná þeim árangri sem peningayfi r- völd þróaðra ríkja hafa náð, þ.e. að ná þrálátri verðbólgu niður á stig stöðugrar og lítillar verðbólgu. Í því augnamiði tók Seðlabanki Tyrk- lands formlega upp verðbólgumarkmið í byrjun árs 2006. Telur hann að 4% verðbólgumarkmið með ±2% í vikmörk sé hæfi legt til meðallangs tíma. Á fyrsta ári verðbólgumarkmiðsins varð verðbólga meiri en mark- miðið sem stefnt var að. Seðlabanki Tyrklands hefur brugðist við þessu vandamáli með hækkun stýrivaxta, sem eru hærri en hér á landi, og með því að auka gagnsæi og auka þannig áhrif sín á verðbólguvænt- ingar. Liður í því er að bankinn lýsir sinni sýn á framvindu stýrivaxta í verðbólguskýrslum sínum. Tyrkland á þó enn langt í land með að ná verðbólgumarkmiði sínu en verðbólga þar mældist 9,2% í maímánuði. Gana Seðlabanki Gana tók formlega upp verðbólgumarkmið í maí 2007 og er því annað landið í Afríku á eftir Suður-Afríku til að gera það. Seðlabanki Gana hefur fylgt óformlegri verðbólgumarkmiðsstefnu í nokkur ár án þess þó að hún hafi verið tekin upp formlega fyrr en nú. Bankinn hef- ur unnið að auknu gagnsæi og stefnir meðal annars að því að gefa opin berlega út verðbólguskýrslur. Markmið bankans er að verðbólga sé undir 10%. Verðbólga í maímánuði mældist 11%.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.