Peningamál - 01.07.2007, Page 19

Peningamál - 01.07.2007, Page 19
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 7 • 2 19 IV Innlend eftirspurn og framleiðsla Bráðabirgðatölur Hagstofu Íslands og greiðslujafnaðartölur Seðla- bankans fyrir fyrsta fjórðung ársins virðast við fyrstu sýn gefa vísbend- ingar um að aðlögun þjóðarbúskaparins að jafnvægi hafi verið hraðari en Seðlabankinn spáði í mars. Óreglulegir liðir og grunnáhrif vegna mikils vaxtar á fyrsta fjórðungi í fyrra villa mönnum hins vegar sýn. Flestir aðrir hagvísar, t.d. af vinnu- og fasteignamarkaði, benda til kröft- ugs vaxtar eftirspurnar. Verðbólga hefur verið meiri en spáð var í mars og mun verða áfram næstu mánuði. Það er ótvírætt merki um sterka eftirspurn og leiðir til þess að raunvextir hafa verið og verða lægri til skamms tíma en gert var ráð fyrir í marsspánni. Stýrivaxtaferillinn sem birtur er í þessu hefti Peningamála bendir til þess að eigi verðbólgu- markmið Seðlabankans að nást innan ásættanlegs tíma þurfi stýrivextir að vera óbreyttir lengur en gert var ráð fyrir í mars. Breytingar á gengi krónunnar hafa heldur meiri áhrif á aðlögunarferlið í gegnum utanríkis- viðskipti en í síðustu spá. Meginhluti aðlögunarinnar á sér þó sem fyrr stað með samdrætti þjóðarútgjalda. Þau dragast saman um 8½% frá þessu ári til ársins 2009, samanborið við 10½% samdrátt í síðustu spá (nánari sundurgreiningu á grunnspánni er að finna í töflu 1 í viðauka 1, bls. 43). Lægri raunstýrivextir framan af spátímanum en hærri síðar Breytingar sem orðið hafa á framvindu innlendrar eftirspurnar frá marsspánni skýrast einkum af minni vexti á fyrsta fjórðungi ársins en vænst var, meiri hækkun húsnæðisverðs í ár, lægri raunvöxtum, meira launaskriði og nokkru minna atvinnuleysi allt spátímabilið. Innlend eftirspurn dregst meira saman í ár en spáð var í mars. Helsta ástæðan er að gert er ráð fyrir meiri samdrætti fjárfestingar, sem vegur þyngra en nokkru meiri vöxtur einkaneyslu. Árið 2008 verður samdráttur innlendrar eftirspurnar hins vegar rúmum tveim- ur prósentum minni en í síðustu spá. Gætir þar m.a. áhrifa þess að raunvextir verða lægri en reiknað var með áður, sem ásamt hag- stæðari þróun eignaverðs og kaupmáttar leiðir til þess að samdráttur fjárfestingar og einkaneyslu verður töluvert minni en spáð var í mars. Meira peningalegt aðhald á seinni hluta spátímabilsins en í síðustu spá verður hins vegar til þess að þjóðarútgjöld dragast meira saman árið 2009. Meiri vöxtur einkaneyslu í ár og minni samdráttur á árunum 2008 og 2009 Samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofunnar dróst einkaneysla á fyrsta fjórðungi ársins saman um 1,2% frá sama ársfjórðungi í fyrra. Ör vöxtur einkaneyslu hefur verið annar meginaflvaki hagvaxtar undan- gengin ár og er þetta í fyrsta skipti í rúm fjögur ár sem samdráttur mælist. Í marsspá bankans var reiknað með að fyrsti fjórðungur ársins yrði hinn síðasti þar sem einkaneysla ykist, en svo tæki við samdráttur út spátímabilið. Við fyrstu sýn virðast bráðabirgðatölur Hagstofunnar benda til hraðari samdráttar einkaneyslu en gert var ráð fyrir í síðustu spá. Samdrátturinn einskorðast hins vegar við bílakaup. Flestir aðrir Mynd IV-1 Vöxtur þjóðarútgjalda og framleiðsluspenna 1999-20091 1. Spá Seðlabankans 2007-2009. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Magnbreyting frá fyrra ári (%) Framleiðsluspenna (h. ás) Vöxtur þjóðarútgjalda (v. ás) -10 -5 0 5 10 15 20 -4 -2 0 2 4 6 8 ‘09‘08‘07‘06‘05‘04‘03‘02‘01‘00‘99 % af framleiðslugetu Mynd IV-2 Vöxtur einkaneyslu og þróun húsnæðisverðs 1999-20091 1. Spá Seðlabankans 2007-2009. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Magnbreyting frá fyrra ári (%) Vöxtur einkaneyslu (v. ás) Ársbreyting húsnæðisverðs (h. ás) % -10 -5 0 5 10 15 20 -20 -10 0 10 20 30 40 ‘09‘08‘07‘06‘05‘04‘03‘02‘01‘00‘99

x

Peningamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.